Innlent

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur nánast hnífjafnir

Fylgi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins er nánast hnífjafnt samkvæmt nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið.

Könnunin var gerð dagana 17.-23. apríl og sýnir hún líkt og könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem birt var í gær að fylgi Framsóknarflokksins dalar. Fylgi flokksins mælist nú 24,4% en fylgi Sjálfstæðisflokksins 24,8%.

Þá mælist fylgi Samfylkingarinnar 13,6 %, Vinstri-grænna 10,8%, Bjartrar framtíðar 7,3% og Pírata 6,4%. Aðrir flokkar fengju engan mann kjörinn ef að kosið yrði nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×