Methagnaður Ford Finnur Thorlacius skrifar 24. apríl 2013 13:32 Allur hagnaðurinn verður til í Bandaríkjunum en stórtap í Evrópu.Í dag birti Ford uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs og kom í ljós að Ford hefur aldrei hagnast svo mikið fyrr. Hagnaðurinn nam 1,61 milljörðum dollar eða 188 milljarða króna og það þrátt fyrir að starfsemi Ford í Evrópu hafi verið rekin með tapi. Ford stefnir nú að fimmta hagnaðarárinu í röð eftir að hafa tapað fé árin 2006 til 2008. Hagnaður Ford í Bandaríkjunum hefur aldrei verið hærri á neinum ársfjórðungi og ber hagnaðurinn þar upp heildarhagnaðinn, því önnur markaðssvæði en Bandaríkin skiluðu í heild tapi. Velta Ford á þessum fyrsta ársfjórðungi jókst um 10% og salan í Bandaríkjunum um 11%. Það var gott betur en meðalvöxturinn þar vestra sem nam 6%, svo Ford er að auka markaðshlutdeild sína þar, sem nú nemur 16,2%. Rekstur Ford í Evrópu versnaði hressilega frá árinu 2012, því tapið þrefaldaðist. Ford neyðist því til að gefa út spá um heldur meira tap á árinu þar en fyrri spá, eða frá 1,75 milljörðum dala í 2,0. Evrópa ætlar því að vera Ford áfram mikið olnbogabarn. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent
Allur hagnaðurinn verður til í Bandaríkjunum en stórtap í Evrópu.Í dag birti Ford uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs og kom í ljós að Ford hefur aldrei hagnast svo mikið fyrr. Hagnaðurinn nam 1,61 milljörðum dollar eða 188 milljarða króna og það þrátt fyrir að starfsemi Ford í Evrópu hafi verið rekin með tapi. Ford stefnir nú að fimmta hagnaðarárinu í röð eftir að hafa tapað fé árin 2006 til 2008. Hagnaður Ford í Bandaríkjunum hefur aldrei verið hærri á neinum ársfjórðungi og ber hagnaðurinn þar upp heildarhagnaðinn, því önnur markaðssvæði en Bandaríkin skiluðu í heild tapi. Velta Ford á þessum fyrsta ársfjórðungi jókst um 10% og salan í Bandaríkjunum um 11%. Það var gott betur en meðalvöxturinn þar vestra sem nam 6%, svo Ford er að auka markaðshlutdeild sína þar, sem nú nemur 16,2%. Rekstur Ford í Evrópu versnaði hressilega frá árinu 2012, því tapið þrefaldaðist. Ford neyðist því til að gefa út spá um heldur meira tap á árinu þar en fyrri spá, eða frá 1,75 milljörðum dala í 2,0. Evrópa ætlar því að vera Ford áfram mikið olnbogabarn.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent