Vettel stjórnaði ferðinni í Barein Birgir Þór Harðarson skrifar 21. apríl 2013 14:11 Rosberg, Vettel og Alonso börðust um forystuna strax af ráslínunni en Vettel hafði fljótlega yfirhöndina. Sebastian Vettel var rétt í þessu að stýra Red Bull-bíl sínum til sigurs í Bareinkappakstrinum. Hann leiddi meginpart kappakstursins og var eldsnöggur allan tíman. Kappaksturinn var æsispennandi og gríðarleg barátta átti sér stað á brautinni. Vettel var ofboðslega grimmur í fyrstu hringjum mótsins þegar hann barðist við þá Nico Rosberg og Fernando Alonso. Þeir skiptust á að leiða mótið í upphafi, þar til Vettel komst loks framúr Rosberg. Eftir það var leikurinn auðveldur fyrir heimsmeistarinn. "Ég vissi að það var mikilvægt fyrir mig að komast sem fyrst í forystuna," sagði Vettel á verðlaunapallinum í viðtali við David Coulthard. Christian Horner, liðstjóri Red Bull, sagði svo í viðtali við Sky Sports eftir mótið að allar áhyggjur liðsins af dekkjaslitinu hefðu horfið þegar þeir sáu hversu vel Vettel fór með dekkin. "Það er eins og hann tengist þeim sérstaklega," sagði Horner. Alonso þurfti strax eftir átta hringi eða svo að draga sig í hlé inn á viðgerðarsvæðið því afturvængurinn var bilaður og festist opinn eftir að hafa verið opnaður á beinu köflum brautarinnar. Hann lauk þó mótinu í áttunda sæti og fær tvö stig fyrir. "Þetta var svekkjandi bilun því við höfðum hraðann og fyrir Massa að hafa tvö dekkjavandamál sem þurftu athygli strax," sagði Stefano Domenicali, liðstjóri Ferrari, eftir mótið. Massa lauk mótinu fimmtándi en furðulegar dekkjabilanir vöktu athygli áhorfenda. Hægra afturdekk eyðilagðist tvisvar þegar það leit út fyrir að rifna við minnsta álag. Lotus-ökumennirnir tveir, þeir Kimi Raikkönen og Romain Grosjean, luku mótinu í öðru og þriðja sæti eftir að hafa átt furðulega helgi þar sem aldrei var víst hverjir möguleikar þeirra yrðu í mótinu. Framanaf leit ekki út fyrir að þeir myndu gera einhverja snilld en taflið snérist við um miðbik keppninnar. Síðustu hringir Lotus-manna voru svo frábærir. "Þeir ættu frekar að kalla þig Herra Áreiðanlegan, frekar en Ísmanninn," sagði Coulthard við Raikkönen. Athygli vekur að sömu menn skipa efstu þrjú sætin í ár eins og í fyrra. Paul di Resta, ökuþór Force India, var frábær í kappakstrinum eins og hann var í tímatökunum. Hann lauk mótinu í fjórða sæti eftir að hafa leitt mótið nokkra hringi. Lewis Hamilton á Mercedes endaði fimmti eftir að hafa látið lítið fyrir sér fara í mótinu. Rosberg varð níundi eftir að hafa upplifað mikið dekkjaslit. Sergio Perez, sá sem tók við af Hamilton hjá McLaren, var ótrúlega grimmur í mótinu og endaði sjötti. Hann barðist harkalega við liðsfélaga sinn, Jenson Button, um miðbik keppninnar og keyrði meira að segja aftan á hann svo að hluti af framvæng McLaren-bílsins brotnaði. Button varð svo að sætta sig við tíunda sæti eftir að dekkjaslitið varð stjórnlaust. Mark Webber, liðsfélagi Vettel hjá Red Bull, lauk mótinu í sjöunda sæti. Keppnin var ofboðslega jöfn og luku allir ökumenn minnst 55 hringjum af 57, nema Jean-Eric Vergne hjá Toro Rosso sem þurfti að hætta keppni eftir að Charles Pic ók á hann. Eftir mótið hefur Vettel aukið forystu sína í stigakeppni ökuþóra og er nú með 77 stig. Raikönnen er annar með 67 stig og Hamilton þriðji með 50. Alonso er með 47 og Mark Webber með 32. Red Bull er því efst í stigakeppni bílasmiða með 109 stig gegn 93 stigum Lotus-liðsins. Ferrari er í þriðja sæti með 77 stig. Næsta mót fer fram í Barcelona á Spáni eftir þrjár vikur, þann 12. maí. Þar vann Pastor Maldonado óvænt í fyrra fyrir Williams-liðið. Mótið markar líka upphaf tímabilsins í Evrópu þar sem bílarnir verða stöðugt uppfærðir tæknilega. Formúla Tengdar fréttir Vettel: Tími Rosbergs óbætanlegur Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var ásamt Fernando Alonso talinn líklegastur til að ná ráspól í tímatökum dagsin. Hann segir ráspólstíma Nico Rosbergs hafa verið óbætanlegan og hafa komið á óvart. 20. apríl 2013 19:00 Nico Rosberg stal ráspólnum óvænt Það gerðist óvænt í tímatökum fyrir kappaksturinn í Barein í hádeginu að Nico Rosberg á Mercedes setti besta tíma og náði auðveldlega ráspól. Sebastian Vettel varð annar í Red Bull-bílnum. 20. apríl 2013 12:25 Räikkönen er sama hvernig dekkin eru Kimi Räikkönen, ökumaður Lotus-liðsins í Formúlu 1, sér enga ástæðu fyrir því að breyta dekkjunum sem Pirelli hefur skaffað liðunum í ár. Kappaksturinn sé alveg eins og í gamla daga. 18. apríl 2013 19:45 Kimi fljótastur á æfingum í Barein Kimi Raikkönen var fljótastur um brautina í Barein á seinni æfingunni fyrir kappaksturinn þar í morgun. Felipe Massa átti besta tíma fyrri æfinganna. 19. apríl 2013 17:15 Verður kappakstrinum aflýst í þetta sinn? Formúla 1 snýr aftur til Barein í skugga mótmæla þar sem staðið hafa í tæp tvö ár. Eins og í fyrra hafa mótmælin gegn konungsstjórninni á eyjunni í Persaflóa breyst í mótmæli gegn Formúlu 1. 17. apríl 2013 22:45 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Sebastian Vettel var rétt í þessu að stýra Red Bull-bíl sínum til sigurs í Bareinkappakstrinum. Hann leiddi meginpart kappakstursins og var eldsnöggur allan tíman. Kappaksturinn var æsispennandi og gríðarleg barátta átti sér stað á brautinni. Vettel var ofboðslega grimmur í fyrstu hringjum mótsins þegar hann barðist við þá Nico Rosberg og Fernando Alonso. Þeir skiptust á að leiða mótið í upphafi, þar til Vettel komst loks framúr Rosberg. Eftir það var leikurinn auðveldur fyrir heimsmeistarinn. "Ég vissi að það var mikilvægt fyrir mig að komast sem fyrst í forystuna," sagði Vettel á verðlaunapallinum í viðtali við David Coulthard. Christian Horner, liðstjóri Red Bull, sagði svo í viðtali við Sky Sports eftir mótið að allar áhyggjur liðsins af dekkjaslitinu hefðu horfið þegar þeir sáu hversu vel Vettel fór með dekkin. "Það er eins og hann tengist þeim sérstaklega," sagði Horner. Alonso þurfti strax eftir átta hringi eða svo að draga sig í hlé inn á viðgerðarsvæðið því afturvængurinn var bilaður og festist opinn eftir að hafa verið opnaður á beinu köflum brautarinnar. Hann lauk þó mótinu í áttunda sæti og fær tvö stig fyrir. "Þetta var svekkjandi bilun því við höfðum hraðann og fyrir Massa að hafa tvö dekkjavandamál sem þurftu athygli strax," sagði Stefano Domenicali, liðstjóri Ferrari, eftir mótið. Massa lauk mótinu fimmtándi en furðulegar dekkjabilanir vöktu athygli áhorfenda. Hægra afturdekk eyðilagðist tvisvar þegar það leit út fyrir að rifna við minnsta álag. Lotus-ökumennirnir tveir, þeir Kimi Raikkönen og Romain Grosjean, luku mótinu í öðru og þriðja sæti eftir að hafa átt furðulega helgi þar sem aldrei var víst hverjir möguleikar þeirra yrðu í mótinu. Framanaf leit ekki út fyrir að þeir myndu gera einhverja snilld en taflið snérist við um miðbik keppninnar. Síðustu hringir Lotus-manna voru svo frábærir. "Þeir ættu frekar að kalla þig Herra Áreiðanlegan, frekar en Ísmanninn," sagði Coulthard við Raikkönen. Athygli vekur að sömu menn skipa efstu þrjú sætin í ár eins og í fyrra. Paul di Resta, ökuþór Force India, var frábær í kappakstrinum eins og hann var í tímatökunum. Hann lauk mótinu í fjórða sæti eftir að hafa leitt mótið nokkra hringi. Lewis Hamilton á Mercedes endaði fimmti eftir að hafa látið lítið fyrir sér fara í mótinu. Rosberg varð níundi eftir að hafa upplifað mikið dekkjaslit. Sergio Perez, sá sem tók við af Hamilton hjá McLaren, var ótrúlega grimmur í mótinu og endaði sjötti. Hann barðist harkalega við liðsfélaga sinn, Jenson Button, um miðbik keppninnar og keyrði meira að segja aftan á hann svo að hluti af framvæng McLaren-bílsins brotnaði. Button varð svo að sætta sig við tíunda sæti eftir að dekkjaslitið varð stjórnlaust. Mark Webber, liðsfélagi Vettel hjá Red Bull, lauk mótinu í sjöunda sæti. Keppnin var ofboðslega jöfn og luku allir ökumenn minnst 55 hringjum af 57, nema Jean-Eric Vergne hjá Toro Rosso sem þurfti að hætta keppni eftir að Charles Pic ók á hann. Eftir mótið hefur Vettel aukið forystu sína í stigakeppni ökuþóra og er nú með 77 stig. Raikönnen er annar með 67 stig og Hamilton þriðji með 50. Alonso er með 47 og Mark Webber með 32. Red Bull er því efst í stigakeppni bílasmiða með 109 stig gegn 93 stigum Lotus-liðsins. Ferrari er í þriðja sæti með 77 stig. Næsta mót fer fram í Barcelona á Spáni eftir þrjár vikur, þann 12. maí. Þar vann Pastor Maldonado óvænt í fyrra fyrir Williams-liðið. Mótið markar líka upphaf tímabilsins í Evrópu þar sem bílarnir verða stöðugt uppfærðir tæknilega.
Formúla Tengdar fréttir Vettel: Tími Rosbergs óbætanlegur Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var ásamt Fernando Alonso talinn líklegastur til að ná ráspól í tímatökum dagsin. Hann segir ráspólstíma Nico Rosbergs hafa verið óbætanlegan og hafa komið á óvart. 20. apríl 2013 19:00 Nico Rosberg stal ráspólnum óvænt Það gerðist óvænt í tímatökum fyrir kappaksturinn í Barein í hádeginu að Nico Rosberg á Mercedes setti besta tíma og náði auðveldlega ráspól. Sebastian Vettel varð annar í Red Bull-bílnum. 20. apríl 2013 12:25 Räikkönen er sama hvernig dekkin eru Kimi Räikkönen, ökumaður Lotus-liðsins í Formúlu 1, sér enga ástæðu fyrir því að breyta dekkjunum sem Pirelli hefur skaffað liðunum í ár. Kappaksturinn sé alveg eins og í gamla daga. 18. apríl 2013 19:45 Kimi fljótastur á æfingum í Barein Kimi Raikkönen var fljótastur um brautina í Barein á seinni æfingunni fyrir kappaksturinn þar í morgun. Felipe Massa átti besta tíma fyrri æfinganna. 19. apríl 2013 17:15 Verður kappakstrinum aflýst í þetta sinn? Formúla 1 snýr aftur til Barein í skugga mótmæla þar sem staðið hafa í tæp tvö ár. Eins og í fyrra hafa mótmælin gegn konungsstjórninni á eyjunni í Persaflóa breyst í mótmæli gegn Formúlu 1. 17. apríl 2013 22:45 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Vettel: Tími Rosbergs óbætanlegur Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var ásamt Fernando Alonso talinn líklegastur til að ná ráspól í tímatökum dagsin. Hann segir ráspólstíma Nico Rosbergs hafa verið óbætanlegan og hafa komið á óvart. 20. apríl 2013 19:00
Nico Rosberg stal ráspólnum óvænt Það gerðist óvænt í tímatökum fyrir kappaksturinn í Barein í hádeginu að Nico Rosberg á Mercedes setti besta tíma og náði auðveldlega ráspól. Sebastian Vettel varð annar í Red Bull-bílnum. 20. apríl 2013 12:25
Räikkönen er sama hvernig dekkin eru Kimi Räikkönen, ökumaður Lotus-liðsins í Formúlu 1, sér enga ástæðu fyrir því að breyta dekkjunum sem Pirelli hefur skaffað liðunum í ár. Kappaksturinn sé alveg eins og í gamla daga. 18. apríl 2013 19:45
Kimi fljótastur á æfingum í Barein Kimi Raikkönen var fljótastur um brautina í Barein á seinni æfingunni fyrir kappaksturinn þar í morgun. Felipe Massa átti besta tíma fyrri æfinganna. 19. apríl 2013 17:15
Verður kappakstrinum aflýst í þetta sinn? Formúla 1 snýr aftur til Barein í skugga mótmæla þar sem staðið hafa í tæp tvö ár. Eins og í fyrra hafa mótmælin gegn konungsstjórninni á eyjunni í Persaflóa breyst í mótmæli gegn Formúlu 1. 17. apríl 2013 22:45