Körfubolti

McCallum var hökkuð í spað

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Shannon McCallum
Shannon McCallum Mynd/Stefán
„Hún er hökkuð í spað og henni er ýtt og haldið frá boltanum allan leikinn en það er ekki dæmd ein einasta villa á það," sagði Finnur Freyr Stefánsson þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta eftir tap gegn Keflavík í dag.

„Það kemur að því að leikmenn meiðast og það varð staðan á henni. Keflavík er hörku varnarlið en það er ákveðin lína sem þú átt ekki að fara yfir og þær fóru yfir það í dag. Það þarf að passa leikmenn, annars gerast hlutir,“ sagði Finnur sem horfði til dómara leiksins.

„Við erum með tvo menn á vellinum sem hafa það hlutverk að vernda leikmenn og það vill stundum verða þannig þegar kanarnir koma að þær séu stærri og líkamlega sterkari en aðrir leikmenn og það gildi aðrar reglur í kringum þær,“ sagði Finnur allt annað en ánægður með þá meðferð sem Shannon McCallum fékk í leiknum.

Umfjöllun og viðtöl úr leiknum má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×