Tónlist

ESB tónleikar í tilefni af Evrópudeginum

Ungsinfónía Evrópusambandsins (e. European Union Youth Orchestra) sameinar hæfileikaríkasta unga tónlistarfólk Evrópu undir stjórn heimsþekktra hljómsveitarstjóra. Hljómsveitin hefur getið sér gott orð um allan heim en tónlistarstjóri hennar er Vladimir Ashkenazy.
Ungsinfónía Evrópusambandsins (e. European Union Youth Orchestra) sameinar hæfileikaríkasta unga tónlistarfólk Evrópu undir stjórn heimsþekktra hljómsveitarstjóra. Hljómsveitin hefur getið sér gott orð um allan heim en tónlistarstjóri hennar er Vladimir Ashkenazy.
Í tilefni Evrópudagsins 2013 stendur Evrópustofa – upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi – fyrir hátíðartónleikum í Eldborgarsal Hörpu, laugardaginn 11. maí með Ungsinfóníu Evrópusambandsins og söngvurum frá Evrópsku óperumiðstöðinni undir stjórn hins virta hljómsveitarstjóra Laurent Pillot og er aðgangur ókeypis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Evrópustofu.

Evrópudagurinn er haldinn hátíðlegur 9. maí ár hvert, en þann dag árið 1950 var lögð fram yfirlýsing sem lagði grunninn að stofnun Evrópusambandsins.

Boðið verður upp á ýmsar þekktar perlur úr tónlistarsögunni í frábærum flutningi.

Ungsinfónía Evrópusambandsins (e. European Union Youth Orchestra) sameinar hæfileikaríkasta unga tónlistarfólk Evrópu undir stjórn heimsþekktra hljómsveitarstjóra. Hljómsveitin hefur getið sér gott orð um allan heim en tónlistarstjóri hennar er Vladimir Ashkenazy.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir en miða á tónleika er nú hægt að nálgast í miðasölu Hörpu eða á vef tónlistarhússins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.