Alfa Romeo jepplingur Finnur Thorlacius skrifar 7. maí 2013 10:15 Fær líklega sama undirvagn og Jeep Cherokee. Hver vill ekki taka þátt í hinum sívaxandi jepplingamarkaði. Bílframleiðendunum fer ört fjölgandi sem taka þar þátt. Fiat hefur uppi miklar væntingar með Alfa Romeo merki sitt og ætlar að tefla djarft, ekki síst á Ameríkumarkaðnum. Einn liður í því er að bjóða uppá þennan bíl á næstu tveimur til þremur árum og jafnvel smíða fleiri en eina gerð jepplinga. Jepplingurinn mun hugsanlega hafa sama undirvagn og Jeep Cherokee eða Grand Cherokee, en Fiat á jú megnið af Chrysler, sem Jeep merkið fellur undir. Maserati er eitt merki enn sem Fiat á og þar á bæ er verið að vinna að smíði jeppa sem á að keppa við Porsche Cayenne og Land Rover jeppana. Fiat ætlar sér að nota sölunet Chrysler í Bandaríkjunum við sölu Alfa Romeo bíla og kannski mun það einnig eiga við Maserati. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Fær líklega sama undirvagn og Jeep Cherokee. Hver vill ekki taka þátt í hinum sívaxandi jepplingamarkaði. Bílframleiðendunum fer ört fjölgandi sem taka þar þátt. Fiat hefur uppi miklar væntingar með Alfa Romeo merki sitt og ætlar að tefla djarft, ekki síst á Ameríkumarkaðnum. Einn liður í því er að bjóða uppá þennan bíl á næstu tveimur til þremur árum og jafnvel smíða fleiri en eina gerð jepplinga. Jepplingurinn mun hugsanlega hafa sama undirvagn og Jeep Cherokee eða Grand Cherokee, en Fiat á jú megnið af Chrysler, sem Jeep merkið fellur undir. Maserati er eitt merki enn sem Fiat á og þar á bæ er verið að vinna að smíði jeppa sem á að keppa við Porsche Cayenne og Land Rover jeppana. Fiat ætlar sér að nota sölunet Chrysler í Bandaríkjunum við sölu Alfa Romeo bíla og kannski mun það einnig eiga við Maserati.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent