Ofþjálfun barna í íþróttum áhyggjuefni Helga Arnardóttir skrifar 6. maí 2013 10:02 Faðir og knattspyrnuþjálfari hefur áhyggjur af því að ungmenni í íþróttum æfi of mikið í viku hverri sem geti valdið ofþreytu, langvarandi meiðslum, og áhugaleysi. Hann segir lítinn mun vera á vikulegum fjölda æfingatíma íslenskra unglinga, sem stundi tvær íþróttagreinar, og atvinnumanns í handbolta erlendis. Ásgeir Ólafsson starfar sem knattspyrnuþjálfari ungmenna á aldrinum 12-17 ára og er einnig faðir barna í íþróttum. Hann ritaði grein í Morgunblaðið undir yfirskriftinni eru börnin okkar að æfa of mikið? Ásgeir segir börn og unglinga oft undir of miklu líkamlegu álagi í íþróttum og fái ekki næga hvíld. Sérstaklega þau ungmenni sem stundi fleiri en eina íþrótt í viku. „Sem dæmi þá er góður vinur minn atvinnumaður í handknattleik erlendis. Hann æfir allt að sextán til sautján klukkutíma í viku og sonur minn er að æfa tólf klukkutíma í viku þrettán ára gamall." Þrátt fyrir að rannsóknir sýni að ungmenni hreyfi sig minna nú en áður þá segir Ásgeir ofþjálfun hafa alvarlegar afleiðingar. Íþróttaiðkun sé klárlega af hinu góða en við of mikið álag gætu börn fundið til langvarandi meiðsla, ofþreytu og áhugaleysis. Hann segir að íþróttafélögin megi líta sér nær varðandi tímasetningar æfinga og leikja um helgar. En ábyrgðin sé fyrst og fremst foreldranna. „Ég beini þessu fyrst og fremst til okkar foreldra. Við þekkjum börnin okkar alltaf best og við eigum auðvitað að leyfa börnunum að taka frí ef þau eru þreytt."Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Íþróttir Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Sjá meira
Faðir og knattspyrnuþjálfari hefur áhyggjur af því að ungmenni í íþróttum æfi of mikið í viku hverri sem geti valdið ofþreytu, langvarandi meiðslum, og áhugaleysi. Hann segir lítinn mun vera á vikulegum fjölda æfingatíma íslenskra unglinga, sem stundi tvær íþróttagreinar, og atvinnumanns í handbolta erlendis. Ásgeir Ólafsson starfar sem knattspyrnuþjálfari ungmenna á aldrinum 12-17 ára og er einnig faðir barna í íþróttum. Hann ritaði grein í Morgunblaðið undir yfirskriftinni eru börnin okkar að æfa of mikið? Ásgeir segir börn og unglinga oft undir of miklu líkamlegu álagi í íþróttum og fái ekki næga hvíld. Sérstaklega þau ungmenni sem stundi fleiri en eina íþrótt í viku. „Sem dæmi þá er góður vinur minn atvinnumaður í handknattleik erlendis. Hann æfir allt að sextán til sautján klukkutíma í viku og sonur minn er að æfa tólf klukkutíma í viku þrettán ára gamall." Þrátt fyrir að rannsóknir sýni að ungmenni hreyfi sig minna nú en áður þá segir Ásgeir ofþjálfun hafa alvarlegar afleiðingar. Íþróttaiðkun sé klárlega af hinu góða en við of mikið álag gætu börn fundið til langvarandi meiðsla, ofþreytu og áhugaleysis. Hann segir að íþróttafélögin megi líta sér nær varðandi tímasetningar æfinga og leikja um helgar. En ábyrgðin sé fyrst og fremst foreldranna. „Ég beini þessu fyrst og fremst til okkar foreldra. Við þekkjum börnin okkar alltaf best og við eigum auðvitað að leyfa börnunum að taka frí ef þau eru þreytt."Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Íþróttir Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Sjá meira