Henti áritaðri mynd af sér og Tiger Woods í ruslið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2013 22:45 Ljósmyndin sem tekin var af Mediate og Tiger við verðlaunaafhendinguna í San Diego árið 2008. Nordicphotos/Getty Kylfingurinn Rocco Mediate greindi frá því í sjónvarpsþætti David Feherty á Golf Channel að hann hefði fleygt ljósmynd af sér og Tiger Woods, með áritun Woods, í ruslið. Mediate og Tiger börðust um sigurinn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi árið 2008. Fór svo að umspil þurfti til að knýja fram úrslitin þar sem Tiger hafði betur. „Ég er með eina sögu sem lýsir ágætlega hvernig persónuleiki Tiger Woods er," segir Mediate í viðtalinu. Félagarnir mættu nefnilega til leiks á Opna bandaríska ári síðar. Þá segist Mediate hafa sett flotta mynd af þeim félögum frá því á mótinu ári áður í skáp Tiger ásamt blaði með holustaðsetningunum á vellinum. Myndina og kortið setti Mediate í umslag ásamt beiðni til Tiger um að árita eintökin fyrir sig. Mediate segist hafa vonast til þess að Tiger myndi slá á létta strengi og skrifa eitthvað skemmtilegt á myndina og kortið. Mediate hafi svo ætlað að hengja herlegheitin upp á vegg til minningar um daginn sem hann komst svo nærri því að sigra Tiger. „Ég lauk leik á undan honum á laugardeginum, eins og flestir, og fór svo að ná í myndina. Ég opnaði umslagið og beið spenntur að sjá hvað hann hafði skrifað," segir Mediate og varð fyrir vonbrigðum. „Hann skrifaði ekkert á holukortið og á myndinni stóð aðeins Tiger Woods." Mediate bendir á að þrátt fyrir allt beri hann mikla virðingu fyrir Tiger. Þetta lýsi bara hans persónuleika, þ.e. að hann sé ekki líklegur til að slá á létta strengi líkt og Mediate sjálfur hefði gert. Golf Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Kylfingurinn Rocco Mediate greindi frá því í sjónvarpsþætti David Feherty á Golf Channel að hann hefði fleygt ljósmynd af sér og Tiger Woods, með áritun Woods, í ruslið. Mediate og Tiger börðust um sigurinn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi árið 2008. Fór svo að umspil þurfti til að knýja fram úrslitin þar sem Tiger hafði betur. „Ég er með eina sögu sem lýsir ágætlega hvernig persónuleiki Tiger Woods er," segir Mediate í viðtalinu. Félagarnir mættu nefnilega til leiks á Opna bandaríska ári síðar. Þá segist Mediate hafa sett flotta mynd af þeim félögum frá því á mótinu ári áður í skáp Tiger ásamt blaði með holustaðsetningunum á vellinum. Myndina og kortið setti Mediate í umslag ásamt beiðni til Tiger um að árita eintökin fyrir sig. Mediate segist hafa vonast til þess að Tiger myndi slá á létta strengi og skrifa eitthvað skemmtilegt á myndina og kortið. Mediate hafi svo ætlað að hengja herlegheitin upp á vegg til minningar um daginn sem hann komst svo nærri því að sigra Tiger. „Ég lauk leik á undan honum á laugardeginum, eins og flestir, og fór svo að ná í myndina. Ég opnaði umslagið og beið spenntur að sjá hvað hann hafði skrifað," segir Mediate og varð fyrir vonbrigðum. „Hann skrifaði ekkert á holukortið og á myndinni stóð aðeins Tiger Woods." Mediate bendir á að þrátt fyrir allt beri hann mikla virðingu fyrir Tiger. Þetta lýsi bara hans persónuleika, þ.e. að hann sé ekki líklegur til að slá á létta strengi líkt og Mediate sjálfur hefði gert.
Golf Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira