Helgarmaturinn - Fiskréttur sem kemur á óvart 17. maí 2013 09:45 Eva Lind Jónsdóttir Eva Lind Jónsdóttir reyndi þennan ljúffenga fiskrétt á dögunum en hún rak augun í uppskriftina hjá LKL-klúbbnum á netinu. Hún segir að þrátt fyrir að rétturinn sé einfaldur og fljótlegur í framkvæmd komi hann mjög skemmtilega á óvart. Þorskur með möndlusmjöri 800 g þorskur eða annar hvítur fiskur 200 g möndluflögur 3 dl möndlumjöl 100 g smjör Sítrónu-/limesafi Salt og pipar Byrjaðu á að bræða smjörið í potti og hrærðu svo möndlumjölinu rólega saman við svo úr verði þykk hræra. Settu helminginn af möndluflögunum, smá sítrónusafa, salt og pipar saman við, smakkaðu það til. Settu síðan fiskinn í smurt eldfast mót og settu hræruna yfir og stráðu svo restinni af möndlunum efst. Bakaðu í ofni í 25 mín á 180°C. Berðu fram með fersku salati að eigin vali. Sjávarréttir Uppskriftir Þorskur Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Eva Lind Jónsdóttir reyndi þennan ljúffenga fiskrétt á dögunum en hún rak augun í uppskriftina hjá LKL-klúbbnum á netinu. Hún segir að þrátt fyrir að rétturinn sé einfaldur og fljótlegur í framkvæmd komi hann mjög skemmtilega á óvart. Þorskur með möndlusmjöri 800 g þorskur eða annar hvítur fiskur 200 g möndluflögur 3 dl möndlumjöl 100 g smjör Sítrónu-/limesafi Salt og pipar Byrjaðu á að bræða smjörið í potti og hrærðu svo möndlumjölinu rólega saman við svo úr verði þykk hræra. Settu helminginn af möndluflögunum, smá sítrónusafa, salt og pipar saman við, smakkaðu það til. Settu síðan fiskinn í smurt eldfast mót og settu hræruna yfir og stráðu svo restinni af möndlunum efst. Bakaðu í ofni í 25 mín á 180°C. Berðu fram með fersku salati að eigin vali.
Sjávarréttir Uppskriftir Þorskur Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira