Loeb: Kubica getur gert betur en Raikkönen Birgir Þór Harðarson skrifar 16. maí 2013 06:15 Loeb ekur Citroen í WRC. Sebastien Loeb, nífaldur heimsmeistari í rallý, segir Pólverjan Robert Kubica geta náð mun betri árangri í rallý en finnanum Kimi Raikkönen tókst. Kubica getur jafnvel barist um titilinn í heimsmeistararallinu. Robert Kubica keppir nú í Evrópurallinu og hefur ekið í nokkrum mótum í Heimsrallinu með góðum árangri. Pólverjinn keppti í Formúlu 1 til ársins 2010 þegar hann lenti í hrikalegu slysi í rallý á Ítalíu. Síðan þá hefur hann verið í stöðugri endurhæfingu og rétt nýbyrjaður að aka á ný í keppni. Raikkönen yfirgaf Formúlu 1 árið eftir tímabilið 2009, sagðist vera fullsaddur á fjölmiðlafári og rugli, og snéri sér að rallakstri með misjöfnum árangri. Hann keppti í heimsmeistararallinu allt tímabilið 2010 en náði aldrei sérstökum árangri þrátt fyrir að sýna stundum sína alþekktu hæfileika undir stýri. Finninn snéri loks aftur í Formúlu 1 með Lotus í fyrra og hefur þegar unnið tvo kappakstra og er sem stendur í öðru sæti heimsmeistarakeppninnar. Kubica dreymir um að keppa á ný í Formúlu 1 og vegur hrós Loeb örugglega þungt þegar hann skilar inn ferilskránni til formúluliðs í framtíðinni. "Kimi var góður til að byrja með en hann náði aldrei að þróa hæfileika sína í rallý eins og hann hefði viljað. Ég er viss um að Kubica verði betri en Raikkönen í rallý því, ólíkt Kimi, tekur hann hlutunum af einstakri fagmennsku og vill vera bestur," sagði Loeb. Hinn franski Loeb vann heimsmeistaratitilinn í rallý níu sinnum í röð á árunum 2004 til 2012. Hann er nú hættur að keppa að fullu í heimsmeistararallinu en tekur eitt og eitt mót meðfram götubílakappakstri á lokuðum brautum. Formúla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebastien Loeb, nífaldur heimsmeistari í rallý, segir Pólverjan Robert Kubica geta náð mun betri árangri í rallý en finnanum Kimi Raikkönen tókst. Kubica getur jafnvel barist um titilinn í heimsmeistararallinu. Robert Kubica keppir nú í Evrópurallinu og hefur ekið í nokkrum mótum í Heimsrallinu með góðum árangri. Pólverjinn keppti í Formúlu 1 til ársins 2010 þegar hann lenti í hrikalegu slysi í rallý á Ítalíu. Síðan þá hefur hann verið í stöðugri endurhæfingu og rétt nýbyrjaður að aka á ný í keppni. Raikkönen yfirgaf Formúlu 1 árið eftir tímabilið 2009, sagðist vera fullsaddur á fjölmiðlafári og rugli, og snéri sér að rallakstri með misjöfnum árangri. Hann keppti í heimsmeistararallinu allt tímabilið 2010 en náði aldrei sérstökum árangri þrátt fyrir að sýna stundum sína alþekktu hæfileika undir stýri. Finninn snéri loks aftur í Formúlu 1 með Lotus í fyrra og hefur þegar unnið tvo kappakstra og er sem stendur í öðru sæti heimsmeistarakeppninnar. Kubica dreymir um að keppa á ný í Formúlu 1 og vegur hrós Loeb örugglega þungt þegar hann skilar inn ferilskránni til formúluliðs í framtíðinni. "Kimi var góður til að byrja með en hann náði aldrei að þróa hæfileika sína í rallý eins og hann hefði viljað. Ég er viss um að Kubica verði betri en Raikkönen í rallý því, ólíkt Kimi, tekur hann hlutunum af einstakri fagmennsku og vill vera bestur," sagði Loeb. Hinn franski Loeb vann heimsmeistaratitilinn í rallý níu sinnum í röð á árunum 2004 til 2012. Hann er nú hættur að keppa að fullu í heimsmeistararallinu en tekur eitt og eitt mót meðfram götubílakappakstri á lokuðum brautum.
Formúla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira