Engin augljós lausn hjá McLaren Birgir Þór Harðarson skrifar 10. maí 2013 21:15 McLaren er ekki nærri því komið í endamark með að leysa vandamálin sín. McLaren-liðinu gekk ekki vel á föstudagsæfingunum fyrir spánska kappaksturinn sem fram fóru í dag. Þeir Jenson Button og Sergio Perez náðu aðeins tólfta og þrettánda besta tíma á seinni æfingunni. Liðið uppfærði yfirbyggingu bílsins mikið fyrir kappaksturinn um helgina en þær uppfærslur duga greinilega ekki í baráttunni við hin toppliðin, hvað þá liðin fyrir miðja deild. Liðið viðurkennir nú að vandamálin séu stærri en svo að hægt sé að leysa þau milli móta. Sam Michael, einn stjórnenda liðsins, sagði við blaðamenn í dag að það væru samlegðaráhrif nokkurra veigamikilla atriða sem væru að plaga liðið. Þau vandamál yrðu ekki leyst í flýti. „Við vitum hvaða hlutar það eru sem við verðum að lagfæra, við vitum hvar vandamálið liggur og við vitum að það er í ferli. Þetta mun allt taka sinn tíma,“ sagði Michael. „Stærsu mistökin sem þú getur gert þegar maður stendur sig illa eða ekki samkvæmt væntingum er að reiða sig á einhverja töfralausn. Hún mun aldrei koma. Þess vegna höfum við takmarkaðar væntingar til þessa tímabils svo fólk haldi nú ekki að við séum vongóðir.“ Formúla Tengdar fréttir Vettel og Alonso bitust um besta tímann Þeir Sebastian Vettel og Fernando Alonso kepptust um að eiga besta tíma í æfingum dagsins fyrir kappaksturinn í Barceloan á Spáni sem fram fer um helgina. Vettel hafði betur í seinni æfingunni en Alonso í þeirri fyrri. 10. maí 2013 14:16 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
McLaren-liðinu gekk ekki vel á föstudagsæfingunum fyrir spánska kappaksturinn sem fram fóru í dag. Þeir Jenson Button og Sergio Perez náðu aðeins tólfta og þrettánda besta tíma á seinni æfingunni. Liðið uppfærði yfirbyggingu bílsins mikið fyrir kappaksturinn um helgina en þær uppfærslur duga greinilega ekki í baráttunni við hin toppliðin, hvað þá liðin fyrir miðja deild. Liðið viðurkennir nú að vandamálin séu stærri en svo að hægt sé að leysa þau milli móta. Sam Michael, einn stjórnenda liðsins, sagði við blaðamenn í dag að það væru samlegðaráhrif nokkurra veigamikilla atriða sem væru að plaga liðið. Þau vandamál yrðu ekki leyst í flýti. „Við vitum hvaða hlutar það eru sem við verðum að lagfæra, við vitum hvar vandamálið liggur og við vitum að það er í ferli. Þetta mun allt taka sinn tíma,“ sagði Michael. „Stærsu mistökin sem þú getur gert þegar maður stendur sig illa eða ekki samkvæmt væntingum er að reiða sig á einhverja töfralausn. Hún mun aldrei koma. Þess vegna höfum við takmarkaðar væntingar til þessa tímabils svo fólk haldi nú ekki að við séum vongóðir.“
Formúla Tengdar fréttir Vettel og Alonso bitust um besta tímann Þeir Sebastian Vettel og Fernando Alonso kepptust um að eiga besta tíma í æfingum dagsins fyrir kappaksturinn í Barceloan á Spáni sem fram fer um helgina. Vettel hafði betur í seinni æfingunni en Alonso í þeirri fyrri. 10. maí 2013 14:16 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Vettel og Alonso bitust um besta tímann Þeir Sebastian Vettel og Fernando Alonso kepptust um að eiga besta tíma í æfingum dagsins fyrir kappaksturinn í Barceloan á Spáni sem fram fer um helgina. Vettel hafði betur í seinni æfingunni en Alonso í þeirri fyrri. 10. maí 2013 14:16