Engin augljós lausn hjá McLaren Birgir Þór Harðarson skrifar 10. maí 2013 21:15 McLaren er ekki nærri því komið í endamark með að leysa vandamálin sín. McLaren-liðinu gekk ekki vel á föstudagsæfingunum fyrir spánska kappaksturinn sem fram fóru í dag. Þeir Jenson Button og Sergio Perez náðu aðeins tólfta og þrettánda besta tíma á seinni æfingunni. Liðið uppfærði yfirbyggingu bílsins mikið fyrir kappaksturinn um helgina en þær uppfærslur duga greinilega ekki í baráttunni við hin toppliðin, hvað þá liðin fyrir miðja deild. Liðið viðurkennir nú að vandamálin séu stærri en svo að hægt sé að leysa þau milli móta. Sam Michael, einn stjórnenda liðsins, sagði við blaðamenn í dag að það væru samlegðaráhrif nokkurra veigamikilla atriða sem væru að plaga liðið. Þau vandamál yrðu ekki leyst í flýti. „Við vitum hvaða hlutar það eru sem við verðum að lagfæra, við vitum hvar vandamálið liggur og við vitum að það er í ferli. Þetta mun allt taka sinn tíma,“ sagði Michael. „Stærsu mistökin sem þú getur gert þegar maður stendur sig illa eða ekki samkvæmt væntingum er að reiða sig á einhverja töfralausn. Hún mun aldrei koma. Þess vegna höfum við takmarkaðar væntingar til þessa tímabils svo fólk haldi nú ekki að við séum vongóðir.“ Formúla Tengdar fréttir Vettel og Alonso bitust um besta tímann Þeir Sebastian Vettel og Fernando Alonso kepptust um að eiga besta tíma í æfingum dagsins fyrir kappaksturinn í Barceloan á Spáni sem fram fer um helgina. Vettel hafði betur í seinni æfingunni en Alonso í þeirri fyrri. 10. maí 2013 14:16 Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
McLaren-liðinu gekk ekki vel á föstudagsæfingunum fyrir spánska kappaksturinn sem fram fóru í dag. Þeir Jenson Button og Sergio Perez náðu aðeins tólfta og þrettánda besta tíma á seinni æfingunni. Liðið uppfærði yfirbyggingu bílsins mikið fyrir kappaksturinn um helgina en þær uppfærslur duga greinilega ekki í baráttunni við hin toppliðin, hvað þá liðin fyrir miðja deild. Liðið viðurkennir nú að vandamálin séu stærri en svo að hægt sé að leysa þau milli móta. Sam Michael, einn stjórnenda liðsins, sagði við blaðamenn í dag að það væru samlegðaráhrif nokkurra veigamikilla atriða sem væru að plaga liðið. Þau vandamál yrðu ekki leyst í flýti. „Við vitum hvaða hlutar það eru sem við verðum að lagfæra, við vitum hvar vandamálið liggur og við vitum að það er í ferli. Þetta mun allt taka sinn tíma,“ sagði Michael. „Stærsu mistökin sem þú getur gert þegar maður stendur sig illa eða ekki samkvæmt væntingum er að reiða sig á einhverja töfralausn. Hún mun aldrei koma. Þess vegna höfum við takmarkaðar væntingar til þessa tímabils svo fólk haldi nú ekki að við séum vongóðir.“
Formúla Tengdar fréttir Vettel og Alonso bitust um besta tímann Þeir Sebastian Vettel og Fernando Alonso kepptust um að eiga besta tíma í æfingum dagsins fyrir kappaksturinn í Barceloan á Spáni sem fram fer um helgina. Vettel hafði betur í seinni æfingunni en Alonso í þeirri fyrri. 10. maí 2013 14:16 Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Vettel og Alonso bitust um besta tímann Þeir Sebastian Vettel og Fernando Alonso kepptust um að eiga besta tíma í æfingum dagsins fyrir kappaksturinn í Barceloan á Spáni sem fram fer um helgina. Vettel hafði betur í seinni æfingunni en Alonso í þeirri fyrri. 10. maí 2013 14:16