Vettel og Alonso bitust um besta tímann Birgir Þór Harðarson skrifar 10. maí 2013 14:16 Alonso var fljótastur á morgunæfingunni. Þeir Sebastian Vettel og Fernando Alonso kepptust um að eiga besta tíma í æfingum dagsins fyrir kappaksturinn í Barceloan á Spáni sem fram fer um helgina. Vettel hafði betur í seinni æfingunni en Alonso í þeirri fyrri. Það munaði hins vegar ekki miklu nú síðdegis því Alonso, á heimavelli um helgina, var aðeins 0,017 sekúndum á eftir heimsmeistaranum þrefalda. Red Bull-bíllinn virðist vera mjög fljótur enda átti Mark Webber, liðsfélagi Vettels, þriðja besta tíma seinni æfingarinnar, 0,083 sekúndum á eftir Alonso. Finninn Kimi Raikkönen var ekki langt undan í Lotus-bílnum og náði fjórða besta tíma. Í næstu sætum voru Felipe Massa á Ferrari, Lewis Hamilton og Nico Rosberg á Mercedes og þá Adrian Sutil á Force India. McLaren-liðið mætti til Spánar með mikið uppfærðan keppnisbíl síðan í Barein fyrir þremur vikum. Uppfærslurnar virðast hins vegar ekki vera að skila þeim betri hringtímum því Jenson Button og Sergio Perez áttu í basli í tólfta og þrettánda sæti. Formúla Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þeir Sebastian Vettel og Fernando Alonso kepptust um að eiga besta tíma í æfingum dagsins fyrir kappaksturinn í Barceloan á Spáni sem fram fer um helgina. Vettel hafði betur í seinni æfingunni en Alonso í þeirri fyrri. Það munaði hins vegar ekki miklu nú síðdegis því Alonso, á heimavelli um helgina, var aðeins 0,017 sekúndum á eftir heimsmeistaranum þrefalda. Red Bull-bíllinn virðist vera mjög fljótur enda átti Mark Webber, liðsfélagi Vettels, þriðja besta tíma seinni æfingarinnar, 0,083 sekúndum á eftir Alonso. Finninn Kimi Raikkönen var ekki langt undan í Lotus-bílnum og náði fjórða besta tíma. Í næstu sætum voru Felipe Massa á Ferrari, Lewis Hamilton og Nico Rosberg á Mercedes og þá Adrian Sutil á Force India. McLaren-liðið mætti til Spánar með mikið uppfærðan keppnisbíl síðan í Barein fyrir þremur vikum. Uppfærslurnar virðast hins vegar ekki vera að skila þeim betri hringtímum því Jenson Button og Sergio Perez áttu í basli í tólfta og þrettánda sæti.
Formúla Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira