Allir studdu tillögu Más um óbreytta stýrivexti Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. maí 2013 16:29 Már Guðmundsson seðlabankastjóri lagði fram tillögu um óbreytta stýrivexti. Peningastefnunefnd var einróma í þeirri ákvörðun, fyrir síðustu stýrivaxtaákvörðun, að halda ætti vöxtum bankans óbreyttum. Ástæðurnar voru þær að í samræmi við hægari alþjóðlegan hagvöxt hefði dregið úr hagvexti hér á landi og viðskiptakjör hefðu rýrnað. Samkvæmt hagspá sem birtist í Peningamálum, riti Seðlabankans, 15. maí eru horfur á að innlendur hagvöxtur verði í ár og yfir spátímabilið heldur minni en Seðlabankinn spáði í febrúar, en eigi að síður nálægt meðalhagvexti undanfarinna þriggja áratuga. Batinn á vinnumarkaði héldi áfram, með fjölgun starfandi og minna atvinnuleysi. Verðbólga hafði hjaðnað í takt við spár bankans og mældist 3,3% í apríl. Peningastefnunefnd taldi aftur á móti að undirliggjandi verðbólga og verðbólguvæntingar væru hærri. Eigi að síður var því spáð að verðbólgumarkmiðið næðist heldur fyrr en áður var gert ráð fyrir. Vegist þar á minni hagvöxtur og hærra gengi krónunnar annars vegar og meiri hækkun launa og minni framleiðnivöxtur hins vegar. Miðað við þetta töldu nefndarmenn að núverandi vaxtastig veitti nægilegt aðhald og að gera mætti ráð fyrir að það ykist eftir því sem verðbólga hjaðnaði. Í fundargerð peningastefnunefndar kemur fram að einn nefndarmaður taldi viðbótarrök fyrir óbreyttu vaxtastigi að nú þegar þjóðarbúskapurinn er að ná sér á strik væri æskilegt að vaxtastefnan hvetji til innlends sparnaðar sem sé forsenda þess viðskiptaafgangs sem þurfi til þess að standa undir afborgunum af erlendum lánum og kaupum á óskuldsettum gjaldeyrisforða og mikilvæg undirstaða aukinnar innlendrar fjárfestingar. Með hliðsjón af umræðunni lagði seðlabankastjóri til að vöxtum yrði haldið óbreyttum: innlánsvöxtum í 5%, hámarksvöxtum á 28 daga innstæðubréfum í 5,75%, vöxtum af lánum gegn veði til sjö daga í 6% og daglánavöxtum í 7%. Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra. Nefndarmenn voru sammála um að þótt heldur hafi hægt á efnahagsbatanum um sinn héldi slakinn í þjóðarbúskapnum áfram að minnka. Laust taumhald peningastefnunnar hefði stutt við efnahagsbatann á undanförnum misserum. Áfram gilti að eftir því sem slakinn hyrfi úr þjóðarbúskapnum væri nauðsynlegt að slaki peningastefnunnar hyrfi einnig. Að hve miklu leyti aðlögunin ætti sér stað með hærri nafnvöxtum Seðlabankans færi eftir framvindu verðbólgunnar, sem myndi ráðast að miklu leyti af þróun launa og gengishreyfingum krónunnar. Auk þess þyrfti peningastefnan hverju sinni að taka mið af stefnunni í opinberum fjármálum og öðrum þáttum sem hafa áhrif á eftirspurn. Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Sjá meira
Peningastefnunefnd var einróma í þeirri ákvörðun, fyrir síðustu stýrivaxtaákvörðun, að halda ætti vöxtum bankans óbreyttum. Ástæðurnar voru þær að í samræmi við hægari alþjóðlegan hagvöxt hefði dregið úr hagvexti hér á landi og viðskiptakjör hefðu rýrnað. Samkvæmt hagspá sem birtist í Peningamálum, riti Seðlabankans, 15. maí eru horfur á að innlendur hagvöxtur verði í ár og yfir spátímabilið heldur minni en Seðlabankinn spáði í febrúar, en eigi að síður nálægt meðalhagvexti undanfarinna þriggja áratuga. Batinn á vinnumarkaði héldi áfram, með fjölgun starfandi og minna atvinnuleysi. Verðbólga hafði hjaðnað í takt við spár bankans og mældist 3,3% í apríl. Peningastefnunefnd taldi aftur á móti að undirliggjandi verðbólga og verðbólguvæntingar væru hærri. Eigi að síður var því spáð að verðbólgumarkmiðið næðist heldur fyrr en áður var gert ráð fyrir. Vegist þar á minni hagvöxtur og hærra gengi krónunnar annars vegar og meiri hækkun launa og minni framleiðnivöxtur hins vegar. Miðað við þetta töldu nefndarmenn að núverandi vaxtastig veitti nægilegt aðhald og að gera mætti ráð fyrir að það ykist eftir því sem verðbólga hjaðnaði. Í fundargerð peningastefnunefndar kemur fram að einn nefndarmaður taldi viðbótarrök fyrir óbreyttu vaxtastigi að nú þegar þjóðarbúskapurinn er að ná sér á strik væri æskilegt að vaxtastefnan hvetji til innlends sparnaðar sem sé forsenda þess viðskiptaafgangs sem þurfi til þess að standa undir afborgunum af erlendum lánum og kaupum á óskuldsettum gjaldeyrisforða og mikilvæg undirstaða aukinnar innlendrar fjárfestingar. Með hliðsjón af umræðunni lagði seðlabankastjóri til að vöxtum yrði haldið óbreyttum: innlánsvöxtum í 5%, hámarksvöxtum á 28 daga innstæðubréfum í 5,75%, vöxtum af lánum gegn veði til sjö daga í 6% og daglánavöxtum í 7%. Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra. Nefndarmenn voru sammála um að þótt heldur hafi hægt á efnahagsbatanum um sinn héldi slakinn í þjóðarbúskapnum áfram að minnka. Laust taumhald peningastefnunnar hefði stutt við efnahagsbatann á undanförnum misserum. Áfram gilti að eftir því sem slakinn hyrfi úr þjóðarbúskapnum væri nauðsynlegt að slaki peningastefnunnar hyrfi einnig. Að hve miklu leyti aðlögunin ætti sér stað með hærri nafnvöxtum Seðlabankans færi eftir framvindu verðbólgunnar, sem myndi ráðast að miklu leyti af þróun launa og gengishreyfingum krónunnar. Auk þess þyrfti peningastefnan hverju sinni að taka mið af stefnunni í opinberum fjármálum og öðrum þáttum sem hafa áhrif á eftirspurn.
Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Sjá meira