Sýni framsýni og þor við lausn á snjóhengjuvandanum 27. maí 2013 09:49 „Við viljum hefja nýja sókn til bættra lífskjara og lausn Snjóhengjunnar er lykilforsenda í þeim efnum. Við erum í góðri stöðu til að ná góðri niðurstöðu hvað varðar 800 milljarða aflandskrónur sem leita útgöngu og skorum á stjórnmálamenn að sýna framsýni og þor við lausn málsins“, segir Róbert Wessman. Þetta kom fram í máli hans á morgunverðarfundi um Snjóhengjuna sem haldinn var á veitingastaðnum Nauthól í morgun. Þar fór Róbert yfir tillögur um lausn vandans Í tilkynningu segir að fyrir síðustu Alþingiskosningar var skorað á stjórnmálamenn að setja lausn Snjóhengjunnar í forgang fyrir síðustu kosningar og hópur stofnenda setti á fót vefsíðuna www.sjohengjan.is. Á morgunverðarfundi á vegum vefmiðilsins Eyjunnar nú fyrr í morgun kynnti Róbert Wessman tillögur um hvernig hægt sé að styrkja stöðu Íslands gagnvart þrotabúum föllnu bankanna enn frekar. Íslensk lögfræðistofa hefur gefið álit sitt á umræddum tillögum og telur þær framkvæmanlegar. Jafnframt hefur verið leitað til þekktrar alþjóðlegrar lögfræðistofu í Bretlandi um hugsanlega aðkomu að málinu. „Staða Íslands gangvart þrotabúum gömlu bankanna er mjög sterk. Mikilvægt er að Íslendingar beiti löggjafarvaldinu til að styrkja stöðu sína enn frekar. Í þeim efnum væri heppilegt að grípa til llag- og reglugerðabreytingar hið fyrsta. Um er að ræða eitt stærsta hagsmunamál Íslendinga frá fullveldi en innan fárra ára vofir yfir önnur kreppa á Íslandi vegna neikvæðs gjaldeyrisjafnaðar ef ekkert er að gert. Nú er tækifæri til bæta lífskjör Íslendinga til framtíðar, fjölga störfum og auka kaupmátt. Slíkt tækifæri verður að nýta“, segir Róbert.Þrjú meginskref Á morgunverðarfundinum kynnti Róbert eftirfarandi þrjú meginskref til að styrkja stöðu Íslendinga: Setja inn ákvæði í íslenska löggjöf að náist ekki nauðasamningar fyrir næstu áramót þá beri slitastjórnum bankanna að setja þá í þrot. Skerpa á gjaldþrotalöggjöf um að einungis sé heimilt að greiða út úr íslenskum þrotabúum í íslenskri mynt. Slíkt er hefðin á Íslandi og öðrum Norðurlöndum, en með þessu væri verið að taka af allan vafa. Afnema undanþágur sem eru í gildi í dag varðandi þær íslensku krónur sem eru fastar á höfuðbók 27 og bera vexti. Undanþága í dag heimilar vaxtagreiðslur til erlendra eigenda í erlendri mynt. Hinsvegar þarf tafarlaust að afnema þessar undanþágur svo það sama gildir um þessa aðila og alla aðra aðila sem íslensk löggjöf varðandi takmarkanir á greiðslum úr landi nær til. Einnig má takmarka fjárfestingakosti þessara eigna enn frekar. Lögfræðiálit íslenskrar lögfræðistofu, sem unnið er af færum lögfræðingum á þessu sviði fyrir Snjóhengjuhópinn, styður ofangreindar þessar tillögur og telur þær framkvæmanlegar. Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Sjá meira
„Við viljum hefja nýja sókn til bættra lífskjara og lausn Snjóhengjunnar er lykilforsenda í þeim efnum. Við erum í góðri stöðu til að ná góðri niðurstöðu hvað varðar 800 milljarða aflandskrónur sem leita útgöngu og skorum á stjórnmálamenn að sýna framsýni og þor við lausn málsins“, segir Róbert Wessman. Þetta kom fram í máli hans á morgunverðarfundi um Snjóhengjuna sem haldinn var á veitingastaðnum Nauthól í morgun. Þar fór Róbert yfir tillögur um lausn vandans Í tilkynningu segir að fyrir síðustu Alþingiskosningar var skorað á stjórnmálamenn að setja lausn Snjóhengjunnar í forgang fyrir síðustu kosningar og hópur stofnenda setti á fót vefsíðuna www.sjohengjan.is. Á morgunverðarfundi á vegum vefmiðilsins Eyjunnar nú fyrr í morgun kynnti Róbert Wessman tillögur um hvernig hægt sé að styrkja stöðu Íslands gagnvart þrotabúum föllnu bankanna enn frekar. Íslensk lögfræðistofa hefur gefið álit sitt á umræddum tillögum og telur þær framkvæmanlegar. Jafnframt hefur verið leitað til þekktrar alþjóðlegrar lögfræðistofu í Bretlandi um hugsanlega aðkomu að málinu. „Staða Íslands gangvart þrotabúum gömlu bankanna er mjög sterk. Mikilvægt er að Íslendingar beiti löggjafarvaldinu til að styrkja stöðu sína enn frekar. Í þeim efnum væri heppilegt að grípa til llag- og reglugerðabreytingar hið fyrsta. Um er að ræða eitt stærsta hagsmunamál Íslendinga frá fullveldi en innan fárra ára vofir yfir önnur kreppa á Íslandi vegna neikvæðs gjaldeyrisjafnaðar ef ekkert er að gert. Nú er tækifæri til bæta lífskjör Íslendinga til framtíðar, fjölga störfum og auka kaupmátt. Slíkt tækifæri verður að nýta“, segir Róbert.Þrjú meginskref Á morgunverðarfundinum kynnti Róbert eftirfarandi þrjú meginskref til að styrkja stöðu Íslendinga: Setja inn ákvæði í íslenska löggjöf að náist ekki nauðasamningar fyrir næstu áramót þá beri slitastjórnum bankanna að setja þá í þrot. Skerpa á gjaldþrotalöggjöf um að einungis sé heimilt að greiða út úr íslenskum þrotabúum í íslenskri mynt. Slíkt er hefðin á Íslandi og öðrum Norðurlöndum, en með þessu væri verið að taka af allan vafa. Afnema undanþágur sem eru í gildi í dag varðandi þær íslensku krónur sem eru fastar á höfuðbók 27 og bera vexti. Undanþága í dag heimilar vaxtagreiðslur til erlendra eigenda í erlendri mynt. Hinsvegar þarf tafarlaust að afnema þessar undanþágur svo það sama gildir um þessa aðila og alla aðra aðila sem íslensk löggjöf varðandi takmarkanir á greiðslum úr landi nær til. Einnig má takmarka fjárfestingakosti þessara eigna enn frekar. Lögfræðiálit íslenskrar lögfræðistofu, sem unnið er af færum lögfræðingum á þessu sviði fyrir Snjóhengjuhópinn, styður ofangreindar þessar tillögur og telur þær framkvæmanlegar.
Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Sjá meira