Massa sendur heim af sjúkrahúsi Birgir Þór Harðarson skrifar 26. maí 2013 17:04 Felipe Massa hefur verið sendur heim af sjúkrahúsinu í Mónakó eftir að hafa verið ekið þangað til frekari skoðunar vegna slyss í kappakstrinum í dag. Ferrari-bíll Massa virtist hafa bilað eitthvað því að á miklum hraða á leið inn í fyrstu beygju brautarinnar við St. Devote-kirkjuna ók Massa beint á vegriðið og kastaðist þaðan á hlið inn í öryggisvegg. Slysið var nánast samskonar og hann lenti í á laugardagsmorgun. Læknar voru fljótir á staðinn en þrátt fyrir að Massa hafi staðið sjálfur upp úr bílnum var strektur kragi um háls hans til öryggis. Honum var svo skutlað í læknabílnum á næsta sjúkrahús til frekari skoðunar. Hann hefur nú verið sendur heim ómeiddur og í lagi fyrir utan létt eymsli í hálsi. Hér að ofan má sjá myndband af slysinu á laugardagsmorgun. Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Felipe Massa hefur verið sendur heim af sjúkrahúsinu í Mónakó eftir að hafa verið ekið þangað til frekari skoðunar vegna slyss í kappakstrinum í dag. Ferrari-bíll Massa virtist hafa bilað eitthvað því að á miklum hraða á leið inn í fyrstu beygju brautarinnar við St. Devote-kirkjuna ók Massa beint á vegriðið og kastaðist þaðan á hlið inn í öryggisvegg. Slysið var nánast samskonar og hann lenti í á laugardagsmorgun. Læknar voru fljótir á staðinn en þrátt fyrir að Massa hafi staðið sjálfur upp úr bílnum var strektur kragi um háls hans til öryggis. Honum var svo skutlað í læknabílnum á næsta sjúkrahús til frekari skoðunar. Hann hefur nú verið sendur heim ómeiddur og í lagi fyrir utan létt eymsli í hálsi. Hér að ofan má sjá myndband af slysinu á laugardagsmorgun.
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira