Audi framúr BMW í Indlandi Finnur Thorlacius skrifar 25. maí 2013 08:45 Audi Q3 jepplingurinn Við enda þessa áratugar er búist við því að Indland verði þriðji stærsti bílamarkaður heims. Það er því eins gott fyrir bílaframleiðendur að koma sér vel fyrir á þeim markaði. Það er einmitt það sem Audi er að gera og með tilkomu jepplingsins Q3, sem selst vel í Indlandi hefur Audi tekið framúr BMW í sölu bíla þar. Í fyrra óx sala Audi í Indlandi um 43% og sló þá við bæði BMW og Mercedes Benz, en bæði fyrirtækin upplifðu minnkandi sölu á því ári, um 9,5% og 5,4%. Þó að fjöldi seldra bíla hjá þessum þremur þýsku fyrirtækjum sé ekki mikill í Indlandi með tilliti til heildarsölu þeirra, er það samt mikilvægt fyrir framtíðina. Markaðurinn fyrir lúxusbíla mun vaxa hratt í Indlandi og líklega fjór- eða fimmfaldast við enda áratugarins. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent
Við enda þessa áratugar er búist við því að Indland verði þriðji stærsti bílamarkaður heims. Það er því eins gott fyrir bílaframleiðendur að koma sér vel fyrir á þeim markaði. Það er einmitt það sem Audi er að gera og með tilkomu jepplingsins Q3, sem selst vel í Indlandi hefur Audi tekið framúr BMW í sölu bíla þar. Í fyrra óx sala Audi í Indlandi um 43% og sló þá við bæði BMW og Mercedes Benz, en bæði fyrirtækin upplifðu minnkandi sölu á því ári, um 9,5% og 5,4%. Þó að fjöldi seldra bíla hjá þessum þremur þýsku fyrirtækjum sé ekki mikill í Indlandi með tilliti til heildarsölu þeirra, er það samt mikilvægt fyrir framtíðina. Markaðurinn fyrir lúxusbíla mun vaxa hratt í Indlandi og líklega fjór- eða fimmfaldast við enda áratugarins.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent