Toyota aftur framúr BMW sem verðmætasta bílamerkið Finnur Thorlacius skrifar 23. maí 2013 13:45 Toyota er verðmætasta bílamerkið Á hverju ári er lagt mat á virði þekktustu vörumerkja heimsins og þar eru bílamerkin áberandi. Ekkert þeirra nær þó hærra sæti en því 23. en þar situr Toyota og BMW í því næsta. Er Toyota metið á 24,5 milljarða bandaríkjadala, en BMW 24,0 milljarða. Í fyrra var þessu öfugt farið þó Toyota hafi verið á toppnum meðal bílaframleiðenda 2006 til 2009 og aftur árið 2011. BMW vermdi toppsætið í fyrra og árið 2010. Það eru 6 bílaframleiðendur sem ná inn á topp 100 listann nú. Mercedes Benz er í 43. sæti, Honda í 71., Nissan 86. Og Volkswagen í því hundraðasta. Hækkun fyrirtækjanna að virði var mjög misjafnt. Toyota hækkaði um 12%, Mercedes Benz um 11% og Nissan og Volkswagen um 3%. Bæði Honda og BMW lækkuðu um 2%. Fleiri hástökkvarar voru á meðal bílaframleiðendanna þó svo þau hafi ekki náð á topp 100 listann. Audi hækkaði um 18% í virði, Hyundai um 11% og Ford um 8%. Ástæðan fyrir mikilli hækkun Toyota á milli ára er helst rakin til góðs árangurs í sölu Hybrid bíla. Helsta ástæða falls BMW á listanum er talin sú að fyrirtækið skortir nýjar gerðir bíla og hafi ekki kynnt marga slíka á undangengnu ári. Vermætasta fyrirtæki allra í heiminum er Apple og er það ríflega 7 sinnum verðmætara en Toyota. Er þetta þriðja árið í röð sem Apple vermir efsta sætið. Google er nú í öðru sæti listans og tók það sæti frá IBM frá árinu á undan. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent
Á hverju ári er lagt mat á virði þekktustu vörumerkja heimsins og þar eru bílamerkin áberandi. Ekkert þeirra nær þó hærra sæti en því 23. en þar situr Toyota og BMW í því næsta. Er Toyota metið á 24,5 milljarða bandaríkjadala, en BMW 24,0 milljarða. Í fyrra var þessu öfugt farið þó Toyota hafi verið á toppnum meðal bílaframleiðenda 2006 til 2009 og aftur árið 2011. BMW vermdi toppsætið í fyrra og árið 2010. Það eru 6 bílaframleiðendur sem ná inn á topp 100 listann nú. Mercedes Benz er í 43. sæti, Honda í 71., Nissan 86. Og Volkswagen í því hundraðasta. Hækkun fyrirtækjanna að virði var mjög misjafnt. Toyota hækkaði um 12%, Mercedes Benz um 11% og Nissan og Volkswagen um 3%. Bæði Honda og BMW lækkuðu um 2%. Fleiri hástökkvarar voru á meðal bílaframleiðendanna þó svo þau hafi ekki náð á topp 100 listann. Audi hækkaði um 18% í virði, Hyundai um 11% og Ford um 8%. Ástæðan fyrir mikilli hækkun Toyota á milli ára er helst rakin til góðs árangurs í sölu Hybrid bíla. Helsta ástæða falls BMW á listanum er talin sú að fyrirtækið skortir nýjar gerðir bíla og hafi ekki kynnt marga slíka á undangengnu ári. Vermætasta fyrirtæki allra í heiminum er Apple og er það ríflega 7 sinnum verðmætara en Toyota. Er þetta þriðja árið í röð sem Apple vermir efsta sætið. Google er nú í öðru sæti listans og tók það sæti frá IBM frá árinu á undan.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent