Óðinn Þór sigraði í Þorlákshöfn eftir frábæran hring Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. maí 2013 16:04 Óðinn Þór, þriðji frá vinstri, lék á 68 höggum í dag. Mynd/GSÍ Keppni á Íslandsbankamótaröð unglinga í golfi er í fullum gangi á Þorláksvelli í Þorlákshöfn. Leikið er í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum og í morgun léku tveir aldursflokkar hjá strákunum. Í drengjaflokki, 15-16 ára, fagnaði Óðinn Þór Ríkarðsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar sigri en hann lék frábærlega í dag. Óðinn lék síðari hringinn í mótinu á 68 höggum eða þremur höggum undir pari. Hann lék fyrri hringinn í mótinu á 74 höggum og lék því samtals á pari í mótinu. Þrír kylfingar úr Golfklúbbnum Keili, þeir Henning Darri Þórðarson, Bigir Björn Magnússon og Gísli Sveinbergsson urðu jafnir í 2.-4. sæti á samtals þremur höggum yfir pari. Í strákaflokki, 14 ára og yngri, fór Kristján Benedikt Sveinsson úr Golfklúbbnum Hamar á Dalvík með sigur af hólmi. Hann lék samtals á 150 höggum eða átta höggum yfir pari Þorláksvallar. Það verður að teljast fínn árangur hjá Kristjáni enda er ennþá snjór norðan heiða og ekki hægt að leika golf nema við æfingar innandyra. Annar kylfingur frá Hamar á Dalvík, Arnór Snær Guðmundsson, varð annar á tíu höggum yfir pari. Aron Atli Bergmann Valtýsson úr Keili varð þriðji á 13 höggum yfir pari. Keppni er enn í fullum gangi og ljúka fjórir flokka keppni nú síðdegis. Leikið var á Þorláksvelli í Þorlákshöfn.Mynd/GSÍ Lokastaða efstu kylfinga í drengjaflokki, 15-16 ára: 1. Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG 74-68=142 par 2.-4. Henning Darri Þórðarson, GK 73-72=145 +3 2.-4. Birgir Björn Magnússon, GK 72-73=145 +3 2.-4. Gísli Sveinbergsson, GK 71-74=145 +3Strákaflokkur, 14 ára og yngri: 1. Kristján Benedikt Sveinsson, GHD 71-79=150 +8 2. Arnór Snær Guðmundsson, GHD 74-78=152 +10 3. Aron Atli Bergmann Valtýsson, GK 76-79=155 +13 Golf Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Keppni á Íslandsbankamótaröð unglinga í golfi er í fullum gangi á Þorláksvelli í Þorlákshöfn. Leikið er í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum og í morgun léku tveir aldursflokkar hjá strákunum. Í drengjaflokki, 15-16 ára, fagnaði Óðinn Þór Ríkarðsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar sigri en hann lék frábærlega í dag. Óðinn lék síðari hringinn í mótinu á 68 höggum eða þremur höggum undir pari. Hann lék fyrri hringinn í mótinu á 74 höggum og lék því samtals á pari í mótinu. Þrír kylfingar úr Golfklúbbnum Keili, þeir Henning Darri Þórðarson, Bigir Björn Magnússon og Gísli Sveinbergsson urðu jafnir í 2.-4. sæti á samtals þremur höggum yfir pari. Í strákaflokki, 14 ára og yngri, fór Kristján Benedikt Sveinsson úr Golfklúbbnum Hamar á Dalvík með sigur af hólmi. Hann lék samtals á 150 höggum eða átta höggum yfir pari Þorláksvallar. Það verður að teljast fínn árangur hjá Kristjáni enda er ennþá snjór norðan heiða og ekki hægt að leika golf nema við æfingar innandyra. Annar kylfingur frá Hamar á Dalvík, Arnór Snær Guðmundsson, varð annar á tíu höggum yfir pari. Aron Atli Bergmann Valtýsson úr Keili varð þriðji á 13 höggum yfir pari. Keppni er enn í fullum gangi og ljúka fjórir flokka keppni nú síðdegis. Leikið var á Þorláksvelli í Þorlákshöfn.Mynd/GSÍ Lokastaða efstu kylfinga í drengjaflokki, 15-16 ára: 1. Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG 74-68=142 par 2.-4. Henning Darri Þórðarson, GK 73-72=145 +3 2.-4. Birgir Björn Magnússon, GK 72-73=145 +3 2.-4. Gísli Sveinbergsson, GK 71-74=145 +3Strákaflokkur, 14 ára og yngri: 1. Kristján Benedikt Sveinsson, GHD 71-79=150 +8 2. Arnór Snær Guðmundsson, GHD 74-78=152 +10 3. Aron Atli Bergmann Valtýsson, GK 76-79=155 +13
Golf Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira