Hagfræðideild dregur úr hagvaxtarspá sinni 31. maí 2013 13:17 Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að hagvöxtur verði 1,8% á þessu ári í uppfærðri þjóðhagsspá sinni. Þetta er nokkur lækkun frá spá deildarinnar frá nóvember 2012, en þá var spáð 2,4% hagvexti. Í Vegvísi deildarinnar segir að lækkunin byggi aðallega á þeirri spá að fjármunamyndun minnki frá fyrra ári, og lýst er áhyggjum af litlum fjárfestingum og minnkun fjárhagsstofns hagkerfisins sem muni skaða það til lengri tíma. Deildin gerir hins vegar ráð fyrir meiri hagvexti á næstu tveimur árum en í fyrri spá. Þá spáir deildin minni vexti einkaneyslu (1,9%) á milli ára en áður var gert ráð fyrir (2,1%). Einnnig bendir deildin á vísbendingar um að aukin notkun yfirdráttarheimilda hafi stuðlað að meiri einkaneyslu en ella á síðasta ári og að stóraukið peningamagn í umferð gæti bent til að umfang neðanjarðarhagkerfis kunni að bjaga mælingar á einkaneyslu. Jákvæð teikn í spánni eru að verðbólgan er á niðurleið. Hagfræðideildin gerir þannig ráð fyrir að verðbólgan verði undir 4% í ár og á næstu tveimur árum, sem er undir efri vikmörkum verðbólgumarkmiðs. Þá hefur deildin lækkað spá sína um atvinnuleysi á árinu, úr 5,2% meðalatvinnuleysi í 4,8%. Í þjóðhagsspánni er aukið mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir hagkerfið undirstrikað, bæði vegna stóraukins útflutnings á þjónustu, en einnig sem greinar sem líklegt er að fjárfesti mikið á næstu árum. Sjá nánar hér. Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að hagvöxtur verði 1,8% á þessu ári í uppfærðri þjóðhagsspá sinni. Þetta er nokkur lækkun frá spá deildarinnar frá nóvember 2012, en þá var spáð 2,4% hagvexti. Í Vegvísi deildarinnar segir að lækkunin byggi aðallega á þeirri spá að fjármunamyndun minnki frá fyrra ári, og lýst er áhyggjum af litlum fjárfestingum og minnkun fjárhagsstofns hagkerfisins sem muni skaða það til lengri tíma. Deildin gerir hins vegar ráð fyrir meiri hagvexti á næstu tveimur árum en í fyrri spá. Þá spáir deildin minni vexti einkaneyslu (1,9%) á milli ára en áður var gert ráð fyrir (2,1%). Einnnig bendir deildin á vísbendingar um að aukin notkun yfirdráttarheimilda hafi stuðlað að meiri einkaneyslu en ella á síðasta ári og að stóraukið peningamagn í umferð gæti bent til að umfang neðanjarðarhagkerfis kunni að bjaga mælingar á einkaneyslu. Jákvæð teikn í spánni eru að verðbólgan er á niðurleið. Hagfræðideildin gerir þannig ráð fyrir að verðbólgan verði undir 4% í ár og á næstu tveimur árum, sem er undir efri vikmörkum verðbólgumarkmiðs. Þá hefur deildin lækkað spá sína um atvinnuleysi á árinu, úr 5,2% meðalatvinnuleysi í 4,8%. Í þjóðhagsspánni er aukið mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir hagkerfið undirstrikað, bæði vegna stóraukins útflutnings á þjónustu, en einnig sem greinar sem líklegt er að fjárfesti mikið á næstu árum. Sjá nánar hér.
Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Sjá meira