Bangsi lendir í árekstri en labbar burt Finnur Thorlacius skrifar 31. maí 2013 11:45 Skógarbirnir eru stórar og sterkar skepnur og virðast þola flest. Í þessu myndskeiði sést þar sem bangsi einn er svo ólánsamur að hlaupa í veg fyrir bíl í Rússlandi. Heilmikill árekstur hlýst af og björninn rúllar margar veltur eftir hann og endar utan vegar. Hann hristir þetta smáræði þó af sér og gengur af stað inn í skóg í mestu makindum. Líklegt er að dauði hefði hlotist af ef manneskja hefði orðið fyrir bílnum. Þær ná sannarlega mörgum athygliverðum myndunum myndavélarnar sem Rússar hafa tamið sér að hafa ofaná mælaborði bíla sinna. Sjón er sögu ríkari, en myndskeiðið er aðeins 17 sekúndur. Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent
Skógarbirnir eru stórar og sterkar skepnur og virðast þola flest. Í þessu myndskeiði sést þar sem bangsi einn er svo ólánsamur að hlaupa í veg fyrir bíl í Rússlandi. Heilmikill árekstur hlýst af og björninn rúllar margar veltur eftir hann og endar utan vegar. Hann hristir þetta smáræði þó af sér og gengur af stað inn í skóg í mestu makindum. Líklegt er að dauði hefði hlotist af ef manneskja hefði orðið fyrir bílnum. Þær ná sannarlega mörgum athygliverðum myndunum myndavélarnar sem Rússar hafa tamið sér að hafa ofaná mælaborði bíla sinna. Sjón er sögu ríkari, en myndskeiðið er aðeins 17 sekúndur.
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent