Listaverk eða skemmdarverk? Bergsteinn Sigurðsson skrifar 8. júní 2013 00:01 Undarlegar áletrarnir á náttúruminjum í Mývatnssveit vöktu mikla undrun í vor. Böndin berast nú að listamanninum Julius von Bismarck og samstarfsmönnum hans. Markús Þór Andrésson, sýningarstjóri og leiðsögumaður, segir hugmyndina að baki verki von Bismarck áhugaverða en útfærslan sé forkastanleg. Það hleypti illu blóði í náttúruvini í vor þegar upp komst um umhverfisspjöll í Mývatnssveit, þar sem orðin Crater, Cave og Lava höfðu verið máluð í risavöxnu letri víðs vegar á náttúruminjar. Nú hafa böndin borist að Julius von Bismarck, tæplega þrítugum myndlistarmanni og fyrrverandi lærlingi Ólafs Elíassonar. Á dögunum rakst Hlynur Hallsson myndlistarmaður á ljósmyndaröð á sýningu Bismarcks og Julians Charrière í Berlín þar sem áletruðu náttúrufyrirbrigðin koma fyrir og svo virðist sem fleiri staðir hafi fengið að kenna á pensli listamannsins eða samstarfsmanna hans. Bismarck hafnar sök en sagðist í yfirlýsingu hafa unnið sýninguna í samstarfi við ónafngreinda listamenn sem hefðu haft frjálsar hendur og unnið sín verk á eigin forsendum og ábyrgð. En um hvað er verkið á sýningunni? Í texta sýningarskrár segir að listamennirnir leitist við að stefna saman náttúru og viðteknum hugmyndum mannsins um hana. „Náttúran birtist okkur fyrirvaralaust. Við skilgreinum flóknar samsetningar sem „skóg“ án nokkurs hiks. […] Hversdags- eða einfaldleiki hugtakanna [sem máluð eru á náttúrufyrirbrigðin] stingur í stúf við raunveruleikann. Áletrunin „Wald“ („skógur“) vekur upp þá spurningu hvort viðkomandi sé í rauninni að horfa á „skóg“ eða fyrirbæri, sem líkt og listin sjálf, storkar viðteknum skilgreiningum.“ Mikill styr stóð um verkið Fegursta bók í heimi á sýningunni Koddu. Eggert Pétursson taldi það afskræmingu á höfundarverki sínu og var verkið fjarlægt af sýningunni. Siðferðislegar spurningar Verk Bismarcks myndi flokkast undir umhverfislist. Hvort sem ábyrgðin er á herðum Bismarcks eða hinna ónafngreindu samstarfsmanna hans eru tengsl hans við náttúruspjöllin ótvíræð og vekja upp spurninguna hvort það séu nokkurn tímann réttlætanlegt að valda varanlegu raski á náttúru- eða menningarminjum í nafni listarinnar. Hvenær verður listaverk skemmdarverk og getur skemmdarverk nokkurn tímann orðið listaverk? Markús Þór Andrésson þekkir vel mæri listar og umhverfis, enda bæði sýningarstjóri og leiðsögumaður. Hann man ekki eftir sambærilegu verki af viðlíka skala hér á landi og myndaröð Bismarcks en minnir á að siðferðislegar spurningar séu ávallt á lofti í listheiminum. „Fólk veltir því fyrir sér hvar siðferðisleg mörk eru dregin í meðhöndlun umhverfis eða listaverka annarra, listasögunni eða meðferð á öðru fólki. Við þekkjum þessa umræðu hér á landi, til dæmis úr Koddu-sýningunni og vegna komu Santiagos Sierra á Listahátíð í fyrra. Það má jafnvel nefna sýningu Söru Riel hjá Listasafni Árnesinga fyrir nokkrum árum.“ En getur verið réttlætanlegt að valda varanlegu raski og náttúruspjöllum í listrænum tilgangi? Markús efast um að það sjónarmið eigi sér hljómgrunn víða. „Ég hugsa að þeir séu fleiri sem myndu fordæma slíkt og sjálfur er ég á þeirri línu. En þetta er spurningin sem við stöndum sífellt frammi fyrir í myndlistinni og sumir beinlínis gera út á að vinna á þessum mörkum. Mér sýnist aftur á móti að þessi tiltekni listamaður sé ekki að vinna á þeim forsendum og umræðan er sjálfsagt komin á allt annan stað en hann ætlaði sér. Verk hans snýst ekki um list og vandalisma, heldur er þetta einhvers konar umfjöllun um táknfræði, hvað sé náttúra og hvernig við upplifum hana. Það er áhugavert efni í sjálfu sér en leiðin sem hann velur er forkastanleg.“ Bjargey Ólafsdóttir málaði 4,000 fermetra ísbjörn á Langjökul með umhverfisvænum matarlit en uppskar engu að síður kæru frá Umhverfisstofnun. Tilefni til sjálfsskoðunar Áletranirnar í verkum Bismarcks leiða hugann að grafffítílistaverkum sem finna á má á borgarveggjum um allan heim. Lengi vel voru þau líka fyrst og fremst álitin skemmdarverk en hafa smám saman unnið sér þegnrétt sem viðurkennd listgrein. „Þetta er allt að skarast. Graffítílistin hefur verið dregin inn í hina almennu listasögu; það sem á að heita nafnlaus neðanjarðarlist er orðið hluti af markaðsvélinni. Mér sýnist það sama vera að gerast þarna; þetta eru verk sem eru komin í opinbert listasamhengi en listamennirnir reyna samt að haga sér eins og þetta séu eins konar laumuverk. Mér finnst í rauninni makalaust að listamennirnir skuli ekki gangast við þessu.“ Markús Þór telur að málið gefi Íslendingum hins vegar tilefni til að líta í eigin barm. „Það er full ástæða til að staldra við og spyrja hvernig við umgöngumst landið sjálf. Við leggjum mikla áherslu á hina „óspillta náttúru“ í orði kveðnu en umgöngumst hana í raun talsvert frjálslega. Kannski draga viðhorf þeirra sem heimsækja landið dám af því. Það er að minnsta kosti vert að spyrja: Getur verið að þetta mál endurspegli að einhverju leyti takmarkaða virðingu okkar sjálfra fyrir náttúrunni?“ Graffitilistaverk Söru Riel á niðurníddum húsum vekja spurningar um verðmætagildi, Í hverju felst skemmdarverkið? Brot á sæmdarrétti eða tjáningarfrelsi? Mikil læti urðu í kringum sýninguna Koddu í Nýlistasafninu árið 2011, einkum vegna verksins Fegursta bók í heimi. Þar var bókinni Flóra Íslands, með teikningum Eggerts Péturssonar, stillt upp útmakaðri í matvælum. Bókin var gefin út í 500 tölusettum eintökum. Farið var fram á lögbann á verkinu á þeim forsendum að það bryti á sæmdarrétti Eggerts, sem kallaði verkið „níðingsverk“. Stjórn Nýlistasafnsins fjarlægði verkið við kröftug mótmæli sýningarstjóranna þriggja, Ásmundar Ásmundssonar, Hannesar Lárussonar og Tinnu Grétarsdóttur, sem töldu tjáningarfrelsi sitt fótumtroðið í málinu.Forgengilegur ísbjörn kærður til lögreglu Bjargey Ólafsdóttir myndlistarmaður teiknaði fjögur þúsund fermetra stóran ísbjörn á Langjökul í nóvember 2010. Verkið var partur af alþjóðlegu verkefni, 350 Earth, þar sem listamenn á sautján stöðum víðs vegar um heiminn útbjuggu risavaxin verk sem áttu að minna á áhrif loftlagsbreytinga. Bjargey notaði skaðlausan rauðan matarlit sem brotnaði niður á nokkrum dögum. Þrátt fyrir að efni litarins væri forgengilegt kærði Umhverfisstofnun gjörninginn til lögreglu. Málið var síðar fellt niður.Graffað á eyðibýli Lengi vel var graffítílist kölluð veggjakrot og taldist til skemmdarverka. Á undanförnum árum hefur hún hins vegar öðlast sess innan hinnar almennu listasögu. Myndlistarmaðurinn Sara Riel hefur unnið mikið með graffítílist, til dæmis á sýningunni Slangur(-y) í Listasafni Árnesinga. Á henni voru til sýnis ljósmyndir af graffítíverkum sem hún vann víða um land árið 2006. Sara graffaði slanguryrði og gerði tilraunir með leturtýpur. Sýningin vakti meðal annars margslungnar spurningar um verðmætagildi, til dæmis hvort hægt sé að vinna skemmdarverk á verðlausum hlutum, til dæmis með því að graffa á eyðibýli í niðurníðslu, sem sjálf voru lýti á náttúrunni. Hvort er meira skemmdarverk; að láta mannvirki grotna niður eða graffa þau? Getur verið að gröffin hafi þvert á móti gefið býlunum aukið gildi eða eru eyðibýli orðin að sjálfstæðum menningarminjum sem ekki skal raska? Santiago Sierra, einn umdeildasti listamaður heims, borgaði eitt sinn vændiskonum i dópi fyrir að fá að húðflúra þær í listgjörningi. Borgar fyrir afnot af fólki Spánverjinn Santiago Sierra er einn umdeildasti listamaður heims, enda ganga verk hans beinlínis út á að fara yfir mörk hins siðferðilega. Hann ræður oft fólk til afnota í verkum sínum. Eitt sinn greiddi hann til dæmis vændiskonum í dópi fyrir að fá að húðflúra þær. Aðdáendur hans hampa honum fyrir að vekja athygli á óþægilegum málefnum á róttækan hátt. Gagnrýnendur hans fyrirlíta hann fyrir að svífast einskis og nýta sér neyð annarra til að vekja á sér athygli. Vinnubrögð Sierra vekja upp margar spurningar, til dæmis: Ef það er í lagi að óprýða líkama annarrar manneskju til frambúðar í listrænu skyni, gildir þá hið sama um náttúruna? Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Markús Þór Andrésson, sýningarstjóri og leiðsögumaður, segir hugmyndina að baki verki von Bismarck áhugaverða en útfærslan sé forkastanleg. Það hleypti illu blóði í náttúruvini í vor þegar upp komst um umhverfisspjöll í Mývatnssveit, þar sem orðin Crater, Cave og Lava höfðu verið máluð í risavöxnu letri víðs vegar á náttúruminjar. Nú hafa böndin borist að Julius von Bismarck, tæplega þrítugum myndlistarmanni og fyrrverandi lærlingi Ólafs Elíassonar. Á dögunum rakst Hlynur Hallsson myndlistarmaður á ljósmyndaröð á sýningu Bismarcks og Julians Charrière í Berlín þar sem áletruðu náttúrufyrirbrigðin koma fyrir og svo virðist sem fleiri staðir hafi fengið að kenna á pensli listamannsins eða samstarfsmanna hans. Bismarck hafnar sök en sagðist í yfirlýsingu hafa unnið sýninguna í samstarfi við ónafngreinda listamenn sem hefðu haft frjálsar hendur og unnið sín verk á eigin forsendum og ábyrgð. En um hvað er verkið á sýningunni? Í texta sýningarskrár segir að listamennirnir leitist við að stefna saman náttúru og viðteknum hugmyndum mannsins um hana. „Náttúran birtist okkur fyrirvaralaust. Við skilgreinum flóknar samsetningar sem „skóg“ án nokkurs hiks. […] Hversdags- eða einfaldleiki hugtakanna [sem máluð eru á náttúrufyrirbrigðin] stingur í stúf við raunveruleikann. Áletrunin „Wald“ („skógur“) vekur upp þá spurningu hvort viðkomandi sé í rauninni að horfa á „skóg“ eða fyrirbæri, sem líkt og listin sjálf, storkar viðteknum skilgreiningum.“ Mikill styr stóð um verkið Fegursta bók í heimi á sýningunni Koddu. Eggert Pétursson taldi það afskræmingu á höfundarverki sínu og var verkið fjarlægt af sýningunni. Siðferðislegar spurningar Verk Bismarcks myndi flokkast undir umhverfislist. Hvort sem ábyrgðin er á herðum Bismarcks eða hinna ónafngreindu samstarfsmanna hans eru tengsl hans við náttúruspjöllin ótvíræð og vekja upp spurninguna hvort það séu nokkurn tímann réttlætanlegt að valda varanlegu raski á náttúru- eða menningarminjum í nafni listarinnar. Hvenær verður listaverk skemmdarverk og getur skemmdarverk nokkurn tímann orðið listaverk? Markús Þór Andrésson þekkir vel mæri listar og umhverfis, enda bæði sýningarstjóri og leiðsögumaður. Hann man ekki eftir sambærilegu verki af viðlíka skala hér á landi og myndaröð Bismarcks en minnir á að siðferðislegar spurningar séu ávallt á lofti í listheiminum. „Fólk veltir því fyrir sér hvar siðferðisleg mörk eru dregin í meðhöndlun umhverfis eða listaverka annarra, listasögunni eða meðferð á öðru fólki. Við þekkjum þessa umræðu hér á landi, til dæmis úr Koddu-sýningunni og vegna komu Santiagos Sierra á Listahátíð í fyrra. Það má jafnvel nefna sýningu Söru Riel hjá Listasafni Árnesinga fyrir nokkrum árum.“ En getur verið réttlætanlegt að valda varanlegu raski og náttúruspjöllum í listrænum tilgangi? Markús efast um að það sjónarmið eigi sér hljómgrunn víða. „Ég hugsa að þeir séu fleiri sem myndu fordæma slíkt og sjálfur er ég á þeirri línu. En þetta er spurningin sem við stöndum sífellt frammi fyrir í myndlistinni og sumir beinlínis gera út á að vinna á þessum mörkum. Mér sýnist aftur á móti að þessi tiltekni listamaður sé ekki að vinna á þeim forsendum og umræðan er sjálfsagt komin á allt annan stað en hann ætlaði sér. Verk hans snýst ekki um list og vandalisma, heldur er þetta einhvers konar umfjöllun um táknfræði, hvað sé náttúra og hvernig við upplifum hana. Það er áhugavert efni í sjálfu sér en leiðin sem hann velur er forkastanleg.“ Bjargey Ólafsdóttir málaði 4,000 fermetra ísbjörn á Langjökul með umhverfisvænum matarlit en uppskar engu að síður kæru frá Umhverfisstofnun. Tilefni til sjálfsskoðunar Áletranirnar í verkum Bismarcks leiða hugann að grafffítílistaverkum sem finna á má á borgarveggjum um allan heim. Lengi vel voru þau líka fyrst og fremst álitin skemmdarverk en hafa smám saman unnið sér þegnrétt sem viðurkennd listgrein. „Þetta er allt að skarast. Graffítílistin hefur verið dregin inn í hina almennu listasögu; það sem á að heita nafnlaus neðanjarðarlist er orðið hluti af markaðsvélinni. Mér sýnist það sama vera að gerast þarna; þetta eru verk sem eru komin í opinbert listasamhengi en listamennirnir reyna samt að haga sér eins og þetta séu eins konar laumuverk. Mér finnst í rauninni makalaust að listamennirnir skuli ekki gangast við þessu.“ Markús Þór telur að málið gefi Íslendingum hins vegar tilefni til að líta í eigin barm. „Það er full ástæða til að staldra við og spyrja hvernig við umgöngumst landið sjálf. Við leggjum mikla áherslu á hina „óspillta náttúru“ í orði kveðnu en umgöngumst hana í raun talsvert frjálslega. Kannski draga viðhorf þeirra sem heimsækja landið dám af því. Það er að minnsta kosti vert að spyrja: Getur verið að þetta mál endurspegli að einhverju leyti takmarkaða virðingu okkar sjálfra fyrir náttúrunni?“ Graffitilistaverk Söru Riel á niðurníddum húsum vekja spurningar um verðmætagildi, Í hverju felst skemmdarverkið? Brot á sæmdarrétti eða tjáningarfrelsi? Mikil læti urðu í kringum sýninguna Koddu í Nýlistasafninu árið 2011, einkum vegna verksins Fegursta bók í heimi. Þar var bókinni Flóra Íslands, með teikningum Eggerts Péturssonar, stillt upp útmakaðri í matvælum. Bókin var gefin út í 500 tölusettum eintökum. Farið var fram á lögbann á verkinu á þeim forsendum að það bryti á sæmdarrétti Eggerts, sem kallaði verkið „níðingsverk“. Stjórn Nýlistasafnsins fjarlægði verkið við kröftug mótmæli sýningarstjóranna þriggja, Ásmundar Ásmundssonar, Hannesar Lárussonar og Tinnu Grétarsdóttur, sem töldu tjáningarfrelsi sitt fótumtroðið í málinu.Forgengilegur ísbjörn kærður til lögreglu Bjargey Ólafsdóttir myndlistarmaður teiknaði fjögur þúsund fermetra stóran ísbjörn á Langjökul í nóvember 2010. Verkið var partur af alþjóðlegu verkefni, 350 Earth, þar sem listamenn á sautján stöðum víðs vegar um heiminn útbjuggu risavaxin verk sem áttu að minna á áhrif loftlagsbreytinga. Bjargey notaði skaðlausan rauðan matarlit sem brotnaði niður á nokkrum dögum. Þrátt fyrir að efni litarins væri forgengilegt kærði Umhverfisstofnun gjörninginn til lögreglu. Málið var síðar fellt niður.Graffað á eyðibýli Lengi vel var graffítílist kölluð veggjakrot og taldist til skemmdarverka. Á undanförnum árum hefur hún hins vegar öðlast sess innan hinnar almennu listasögu. Myndlistarmaðurinn Sara Riel hefur unnið mikið með graffítílist, til dæmis á sýningunni Slangur(-y) í Listasafni Árnesinga. Á henni voru til sýnis ljósmyndir af graffítíverkum sem hún vann víða um land árið 2006. Sara graffaði slanguryrði og gerði tilraunir með leturtýpur. Sýningin vakti meðal annars margslungnar spurningar um verðmætagildi, til dæmis hvort hægt sé að vinna skemmdarverk á verðlausum hlutum, til dæmis með því að graffa á eyðibýli í niðurníðslu, sem sjálf voru lýti á náttúrunni. Hvort er meira skemmdarverk; að láta mannvirki grotna niður eða graffa þau? Getur verið að gröffin hafi þvert á móti gefið býlunum aukið gildi eða eru eyðibýli orðin að sjálfstæðum menningarminjum sem ekki skal raska? Santiago Sierra, einn umdeildasti listamaður heims, borgaði eitt sinn vændiskonum i dópi fyrir að fá að húðflúra þær í listgjörningi. Borgar fyrir afnot af fólki Spánverjinn Santiago Sierra er einn umdeildasti listamaður heims, enda ganga verk hans beinlínis út á að fara yfir mörk hins siðferðilega. Hann ræður oft fólk til afnota í verkum sínum. Eitt sinn greiddi hann til dæmis vændiskonum í dópi fyrir að fá að húðflúra þær. Aðdáendur hans hampa honum fyrir að vekja athygli á óþægilegum málefnum á róttækan hátt. Gagnrýnendur hans fyrirlíta hann fyrir að svífast einskis og nýta sér neyð annarra til að vekja á sér athygli. Vinnubrögð Sierra vekja upp margar spurningar, til dæmis: Ef það er í lagi að óprýða líkama annarrar manneskju til frambúðar í listrænu skyni, gildir þá hið sama um náttúruna?
Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira