Sá samviskusami í sambúðinni með Eiði Smára Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2013 15:15 Hannes Þór í baráttu við Adil Rami í landsleik Frakka og Íslendinga. Nordicphotos/AFP „Yfirleitt er ég frekar kærulaus týpa og get verið utan við mig og ekki með allt á hreinu. Í herbergissamskiptum okkar Eiðs snýst þetta við," segir landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson. Hannes Þór og Eiður Smári Guðjohnsen deila saman hótelherbergi í íslenska landsliðinu. Liðið dvelur á Hótel Nordica á Suðurlandsbraut og líkar Hannes vistin vel. „Lífið á hótelinu er mjög ljúft. Það væsir ekki um okkur. Að sama skapi erum við einbeittir og á fullu í undirbúnignum fyrir verkefnið," segir Hannes og talið berst að herbergisfélaga hans, Eiði Smára. „Hann er rándýr herbergisfélagi. Við erum búnir að vera saman í herbergi í dálítinn tíma. Það er fínt. Við náum ágætlega saman og horfum mikið á Klovn," segir markvörðurinn. Hannes er einn þriggja leikmanna íslenska landsliðsins sem leikur með liði hér á landi. Hann á heima skammt frá hótelinu og því nokkuð sérstök staða að dvelja á hóteli með fjölskylduna í næsta húsi. „Þetta er sérstök staða að eiga heima svona nálægt hótelinu. Ég hef aðeins verið að skjótast heim þegar mig vantar eitthvað. Svo er ég með lítið barn heima líka þ.a. ég reyni að kíkja heim þegar ég hef tækifæri til. Annars hefur mér fundist ágætt að kúpla mig út úr stressinu og leggjast inn á hótel í viku," segir Hannes. KR-ingurinn segir tímann með landsliðinu sýna honum hvað fótboltinn hafi upp á að bjóða. Umgjörðin sé stigi fyrir ofan það sem hann sé vanur í deildinni hér heima. „Það kitlar metnaðinn og minnir mann á það að heimurinn er stærri. Atvinnumennska er eitthvað sem ég vil upplifa. Ef möguleikinn er fyrir hendi þá reynir maður að ná því. Það væri gaman að taka þann slag," segir Hannes sem varð 29 ára í apríl. Hann segir það sérstaka tilfinningu að vera orðin sá samviskusami líkt og tilfellið sé í sambúð þeirra Eiðs Smára í landsliðinu. „Þetta er sennilega eina skiptið í lífinu sem ég er samviskusama týpan," segir Hannes kíminn. Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
„Yfirleitt er ég frekar kærulaus týpa og get verið utan við mig og ekki með allt á hreinu. Í herbergissamskiptum okkar Eiðs snýst þetta við," segir landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson. Hannes Þór og Eiður Smári Guðjohnsen deila saman hótelherbergi í íslenska landsliðinu. Liðið dvelur á Hótel Nordica á Suðurlandsbraut og líkar Hannes vistin vel. „Lífið á hótelinu er mjög ljúft. Það væsir ekki um okkur. Að sama skapi erum við einbeittir og á fullu í undirbúnignum fyrir verkefnið," segir Hannes og talið berst að herbergisfélaga hans, Eiði Smára. „Hann er rándýr herbergisfélagi. Við erum búnir að vera saman í herbergi í dálítinn tíma. Það er fínt. Við náum ágætlega saman og horfum mikið á Klovn," segir markvörðurinn. Hannes er einn þriggja leikmanna íslenska landsliðsins sem leikur með liði hér á landi. Hann á heima skammt frá hótelinu og því nokkuð sérstök staða að dvelja á hóteli með fjölskylduna í næsta húsi. „Þetta er sérstök staða að eiga heima svona nálægt hótelinu. Ég hef aðeins verið að skjótast heim þegar mig vantar eitthvað. Svo er ég með lítið barn heima líka þ.a. ég reyni að kíkja heim þegar ég hef tækifæri til. Annars hefur mér fundist ágætt að kúpla mig út úr stressinu og leggjast inn á hótel í viku," segir Hannes. KR-ingurinn segir tímann með landsliðinu sýna honum hvað fótboltinn hafi upp á að bjóða. Umgjörðin sé stigi fyrir ofan það sem hann sé vanur í deildinni hér heima. „Það kitlar metnaðinn og minnir mann á það að heimurinn er stærri. Atvinnumennska er eitthvað sem ég vil upplifa. Ef möguleikinn er fyrir hendi þá reynir maður að ná því. Það væri gaman að taka þann slag," segir Hannes sem varð 29 ára í apríl. Hann segir það sérstaka tilfinningu að vera orðin sá samviskusami líkt og tilfellið sé í sambúð þeirra Eiðs Smára í landsliðinu. „Þetta er sennilega eina skiptið í lífinu sem ég er samviskusama týpan," segir Hannes kíminn.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira