Ferðamenn greiddu 14,4 milljarða fyrir gistiþjónustu í fyrra 3. júní 2013 08:11 Stærsti liður erlendrar kortaveltu hér á landi á síðasta ári var í flokknum gistiþjónusta eða liðlega 14,4 milljarðar kr. Þá var velta ýmissar ferðaþjónustu (t.d. skipulegra skoðunarferða, pakkaferðir, veiðileyfi o.fl.) 8,7 milljarðar kr., 7,6 milljarðar til veitingahúsa og 4,3 milljarðar kr. til bílaleiga. Þetta kemur fram í nýrri úttekt á kortaveltu ferðamanna á Íslandi frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Rannsóknarsetrið tekur þessar upplýsingar sérstaklega saman. Í úttektinni kemur fram að á síðasta ári nam kortavelta erlendra ferðamanna vegna kaupa í verslunum 13,7 milljörðum kr. Af þeirri upphæð var 2,7 milljörðum varið til kaupa í fataverslunum, sem er um 13% af heildarveltu íslenskra sérverslana með föt á síðasta ári. Líklegt er að aðallega sé um að ræða íslenskan útivistarfatnað. Erlend kortavelta í íslenskri dagvöruverslun var um 2,3 milljarðar kr. í fyrra. Þá greiddu erlendir ferðamenn með kortum sínum í tollfrjálsri verslun, eða Fríhöfninni, fyrir um 1,4 milljarð kr. eða litlu lægri upphæð en þeirrar sem var varið til gjafa- og minjagripaverslunar, eða um 1,8 milljarð kr. Erlend kortavelta vegna farþegaflugs nam í fyrra 3,2 milljarða kr. Þess ber þó að geta kortavelta útlendingar sem kaupa farmiða til Íslands frá heimalandi sínu fer aðeins í gegnum íslenska færsluhirða ef greitt er beint til íslensku flugfélaganna en ekki ef greitt er til erlendrar ferðaskrifstofu eða annars erlends milliliðs.Mikill vöxtur Mikill vöxtur hefur verið í erlendir kortaveltu það sem af er þessu ári. Þannig má sjá að velta bílaleiga hér á landi vegna erlendra ferðamanna hefur aukist um 77% á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Þá jókst erlend kortavelta vegna heimsókna á söfn og gallerí um 63% á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs miðað við sömu mánuði í fyrra og vegna tónleika og leikhúss um 38%. Verslun hefur einnig notið góðs af þessari auknu erlendu kortaveltu það sem af er ári, en hún jókst um 29% á milli ára. Kortavelta Íslendinga vegna ferðatengdrar þjónustu innanlands það sem af er þessu ári er svipuð veltunni í fyrra eða heldur minni. Þannig er innlend kortavelta vegna farþegaflugs 5,7% minni fyrstu fjóra mánuði þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Þannig má ætla að annað hvort ferðist landsmenn minna eða fargjöld hafi lækkað í verði. Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Sjá meira
Stærsti liður erlendrar kortaveltu hér á landi á síðasta ári var í flokknum gistiþjónusta eða liðlega 14,4 milljarðar kr. Þá var velta ýmissar ferðaþjónustu (t.d. skipulegra skoðunarferða, pakkaferðir, veiðileyfi o.fl.) 8,7 milljarðar kr., 7,6 milljarðar til veitingahúsa og 4,3 milljarðar kr. til bílaleiga. Þetta kemur fram í nýrri úttekt á kortaveltu ferðamanna á Íslandi frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Rannsóknarsetrið tekur þessar upplýsingar sérstaklega saman. Í úttektinni kemur fram að á síðasta ári nam kortavelta erlendra ferðamanna vegna kaupa í verslunum 13,7 milljörðum kr. Af þeirri upphæð var 2,7 milljörðum varið til kaupa í fataverslunum, sem er um 13% af heildarveltu íslenskra sérverslana með föt á síðasta ári. Líklegt er að aðallega sé um að ræða íslenskan útivistarfatnað. Erlend kortavelta í íslenskri dagvöruverslun var um 2,3 milljarðar kr. í fyrra. Þá greiddu erlendir ferðamenn með kortum sínum í tollfrjálsri verslun, eða Fríhöfninni, fyrir um 1,4 milljarð kr. eða litlu lægri upphæð en þeirrar sem var varið til gjafa- og minjagripaverslunar, eða um 1,8 milljarð kr. Erlend kortavelta vegna farþegaflugs nam í fyrra 3,2 milljarða kr. Þess ber þó að geta kortavelta útlendingar sem kaupa farmiða til Íslands frá heimalandi sínu fer aðeins í gegnum íslenska færsluhirða ef greitt er beint til íslensku flugfélaganna en ekki ef greitt er til erlendrar ferðaskrifstofu eða annars erlends milliliðs.Mikill vöxtur Mikill vöxtur hefur verið í erlendir kortaveltu það sem af er þessu ári. Þannig má sjá að velta bílaleiga hér á landi vegna erlendra ferðamanna hefur aukist um 77% á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Þá jókst erlend kortavelta vegna heimsókna á söfn og gallerí um 63% á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs miðað við sömu mánuði í fyrra og vegna tónleika og leikhúss um 38%. Verslun hefur einnig notið góðs af þessari auknu erlendu kortaveltu það sem af er ári, en hún jókst um 29% á milli ára. Kortavelta Íslendinga vegna ferðatengdrar þjónustu innanlands það sem af er þessu ári er svipuð veltunni í fyrra eða heldur minni. Þannig er innlend kortavelta vegna farþegaflugs 5,7% minni fyrstu fjóra mánuði þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Þannig má ætla að annað hvort ferðist landsmenn minna eða fargjöld hafi lækkað í verði.
Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Sjá meira