Söngkonan Katy Perry er í góðu skapi þessa dagana og búin að kaupa sér tvö hús hlið við hlið í Hollywood-hæðum.
Áætlað er að hún hafi borgað samtals ellefu milljónir dollara fyrir bæði húsin, rúma 1,3 milljarða króna.

Annað húsið er afar nútímalega innréttað og búið fjórum svefnherbergjum og þremur baðherbergjum. Hitt er í spænskum stíl og búið þremur svefnherbergjum og þremur baðherbergjum. Katy ætti allavega ekki að vanta pláss.
