Klúður hjá Donald og Mickelson leiðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2013 11:48 Donald slær úr glompunni á 17. holunni á Merion. Nordicphotos/AFP Eftir að hafa spilað frábærlega fyrstu sextán holurnar á þriðja hringnum á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi fataðist Luke Donald flugið. Englendingurinn hafði eins höggs forystu á tveimur höggum undir pari þegar hann fékk skolla á sautjándu holu. Hann notaðist við tvö-járn og sendi upphafshögg sitt á par þrjú holunni í glompu. Donald valdi sömu kylfu fyrir upphafshöggið á átjándu holunni og sendi boltann í erfiða stöðu utan brautar. Sá enski fékk tvöfaldan skolla og lauk því hringnum á höggi yfir pari. „Ég hefði átt að gera betur," sagði Donald við fréttamenn eftir hringinn. „Þetta eru vonbrigði en ég þarf að taka það jákvæða með mér inn í lokahringinn." Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson hefur eins höggs forystu fyrir lokahringinn. Það tók hinn örvhenta fimm og hálfa klukkustund að klára hringinn en Mickelson hefur beðið lengi eftir sigri á mótinu. Fimm sinnum hefur annað sætið orðið hlutskipti Bandaríkjamannsins sem spilaði fyrst á mótinu árið 1990. Hann er eini kylfingurinn sem er undir pari eftir þrjá hringi. Hunter Mahan, Charl Schwartzel og Steve Stricker eru höggi á eftir Mickelson. Tiger Woods er í 31. sæti á níu höggum undir pari eftir skelfilegan hring í gær.Stöðuna á mótinu má sjá hér. Golf Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Eftir að hafa spilað frábærlega fyrstu sextán holurnar á þriðja hringnum á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi fataðist Luke Donald flugið. Englendingurinn hafði eins höggs forystu á tveimur höggum undir pari þegar hann fékk skolla á sautjándu holu. Hann notaðist við tvö-járn og sendi upphafshögg sitt á par þrjú holunni í glompu. Donald valdi sömu kylfu fyrir upphafshöggið á átjándu holunni og sendi boltann í erfiða stöðu utan brautar. Sá enski fékk tvöfaldan skolla og lauk því hringnum á höggi yfir pari. „Ég hefði átt að gera betur," sagði Donald við fréttamenn eftir hringinn. „Þetta eru vonbrigði en ég þarf að taka það jákvæða með mér inn í lokahringinn." Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson hefur eins höggs forystu fyrir lokahringinn. Það tók hinn örvhenta fimm og hálfa klukkustund að klára hringinn en Mickelson hefur beðið lengi eftir sigri á mótinu. Fimm sinnum hefur annað sætið orðið hlutskipti Bandaríkjamannsins sem spilaði fyrst á mótinu árið 1990. Hann er eini kylfingurinn sem er undir pari eftir þrjá hringi. Hunter Mahan, Charl Schwartzel og Steve Stricker eru höggi á eftir Mickelson. Tiger Woods er í 31. sæti á níu höggum undir pari eftir skelfilegan hring í gær.Stöðuna á mótinu má sjá hér.
Golf Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira