Toyota ýjar að arftaka Supra Finnur Thorlacius skrifar 14. júní 2013 14:45 Toyota Celica Supra Takeschi Uchiyamada sem brátt verður stjórnarformaður Toyota hefur gefið til kynna að sportbíllinn sem Toyota er að vinna að í samstarfi við BMW verði arftaki Toyota Celica Supra bílsins. Hann færði fyrirtækinu góða ímynd sem framleiðandi góðra sportbíla, en Toyota hefur misst þá ímynd eftir að fyrirtækið hefur ekki boðið slíka bíla eftir að framleiðslu hans var hætt árið 1999. Sú ímynd batnaði þó til muna eftir gott samstarf Toyota við Subaru við framleiðslu Toyota GT-86/Subaru BRZ bílsins. Nýi bíllinn á að vera líkari Celica Supra bílnum og aðgreinast verulega frá GT-86. Stærstu ákvarðanirnar um smíði þessa bíls verða teknar af verkfræðingum okkar sagði Uchiyamada. Uchiyamada er frægastur sem faðir Prius Hybrid bílsins svo smíði þessa sportbíls er ansi langt frá sérsviði hans en hann gerir sér grein fyrir hversu miklvægt er fyrir Toyota að endurreisa ímynd sína á sviði sportbíla og gera merki Toyta spennandi aftur. Það ætti ekki að reynast þessu stærsta bílafyrirtæki heims svo erfitt með allt sitt fjármagn. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent
Takeschi Uchiyamada sem brátt verður stjórnarformaður Toyota hefur gefið til kynna að sportbíllinn sem Toyota er að vinna að í samstarfi við BMW verði arftaki Toyota Celica Supra bílsins. Hann færði fyrirtækinu góða ímynd sem framleiðandi góðra sportbíla, en Toyota hefur misst þá ímynd eftir að fyrirtækið hefur ekki boðið slíka bíla eftir að framleiðslu hans var hætt árið 1999. Sú ímynd batnaði þó til muna eftir gott samstarf Toyota við Subaru við framleiðslu Toyota GT-86/Subaru BRZ bílsins. Nýi bíllinn á að vera líkari Celica Supra bílnum og aðgreinast verulega frá GT-86. Stærstu ákvarðanirnar um smíði þessa bíls verða teknar af verkfræðingum okkar sagði Uchiyamada. Uchiyamada er frægastur sem faðir Prius Hybrid bílsins svo smíði þessa sportbíls er ansi langt frá sérsviði hans en hann gerir sér grein fyrir hversu miklvægt er fyrir Toyota að endurreisa ímynd sína á sviði sportbíla og gera merki Toyta spennandi aftur. Það ætti ekki að reynast þessu stærsta bílafyrirtæki heims svo erfitt með allt sitt fjármagn.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent