Rafmagnsstrætóar í Genf hlaða á 15 sekúndum Finnur Thorlacius skrifar 11. júní 2013 12:30 Víða í borgum Evrópu ganga strætóar fyrir rafmagni. Það hefur þó hingað til krafist raflínukerfa fyrir ofan vagnana sem krefjast þess að þeir fari alltaf sömu leiðina og breyting á leiðakerfi því torveld. Auk þess eru þessar raflínur ekki til prýði. Nú hefur svissneska fyrirtækið ABB fundið lausn sem sneiðir hjá þessum ókostum. Strætisvagnar í Genf fá nú öfluga rafhleðslu, svokallaða "flash charging", í hvert sinn sem þeir stöðva á stoppustöðvum sínum og tekur hver hleðsla ekki nema 15 sekúndur, sem dugar ávallt að næstu stoppustöð. Að leiðarenda fá þeir hinsvegar hleðslu í 4 mínútur sem fullhlaða rafhlöður þeirra. Þessir strætisvagnar eru ekki af smærri gerðinni heldur taka allt að 135 farþega. Þessi tækni getur gerbreytt almenningssamgöngu í borgum og veitir mikið frjálsræði í uppsetningu leiðarkerfa, er eins umhverfisvæn og kostur er og mun að auki fríkka ásýnd borganna. Auk þess eru þessir strætisvagnar hljóðlausir og veitir ekki af í stöðugum nið margra stórborganna. Það væri ekki ónýtt að nýta þessa tækni fyrir strætisvagnakerfi höfuðborgarsvæðisins hér og spara mikinn gjaldeyri í leiðinni sem fer til eldsneytiskaupa. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent
Víða í borgum Evrópu ganga strætóar fyrir rafmagni. Það hefur þó hingað til krafist raflínukerfa fyrir ofan vagnana sem krefjast þess að þeir fari alltaf sömu leiðina og breyting á leiðakerfi því torveld. Auk þess eru þessar raflínur ekki til prýði. Nú hefur svissneska fyrirtækið ABB fundið lausn sem sneiðir hjá þessum ókostum. Strætisvagnar í Genf fá nú öfluga rafhleðslu, svokallaða "flash charging", í hvert sinn sem þeir stöðva á stoppustöðvum sínum og tekur hver hleðsla ekki nema 15 sekúndur, sem dugar ávallt að næstu stoppustöð. Að leiðarenda fá þeir hinsvegar hleðslu í 4 mínútur sem fullhlaða rafhlöður þeirra. Þessir strætisvagnar eru ekki af smærri gerðinni heldur taka allt að 135 farþega. Þessi tækni getur gerbreytt almenningssamgöngu í borgum og veitir mikið frjálsræði í uppsetningu leiðarkerfa, er eins umhverfisvæn og kostur er og mun að auki fríkka ásýnd borganna. Auk þess eru þessir strætisvagnar hljóðlausir og veitir ekki af í stöðugum nið margra stórborganna. Það væri ekki ónýtt að nýta þessa tækni fyrir strætisvagnakerfi höfuðborgarsvæðisins hér og spara mikinn gjaldeyri í leiðinni sem fer til eldsneytiskaupa.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent