Allt sem þarf í borgaraksturinn Finnur Thorlacius skrifar 11. júní 2013 08:30 Smár en knár Volkswagen up! Reynsluakstur - Volkswagen High up! Smábílar eru sniðugir og hentugir í borgarumferðinni og þeir hafa að auki þann kost að eyða litlu. Í Danmörku seljast þeir eins og heitar lummur og allir söluhæstu bílar þar eru smábílar. Einn af minni bílum sem til sölu er hér á landi er Volkswagen up! Hann er að vonum einnig minnsti bíll sem Volkswagen framleiðir. Up! á syturbíl í Skoda Citigo og er hann í grunninn sami bíll. Eins og verð Volkswagen up! bendir til er hann frekar hrár bíll en markmið Volkswagen með honum er að bjóða mjög ódýran valkost sem beint er að ungu kynslóðinni sem gerir ekki miklar kröfur til lúxus í bílum sínum en metur þess meira lipurð og smæð hans, auk lítillar eyðslu. Þó hefur Volkswagen reynt að fylla í eitt gatið enn í bílaflórunni með því að bjóða up! sem örlítið meira er lagt í og hefur hann fengið nafnið High up! Vonandi verða eigendur hans hátt uppi í þeim skilningi að ánægjan með bílinn flytji þá þangað en ekki eitthvað annað. Reynsluakstur á High up! var einmitt í þá veruna, en hér er á ferð hinn skemmtilegasti kettlingur sem svarar öllum kröfum þess sem mest fer ferða sinna innan borgarmarkanna. Þess skal þó minnst að reynsla greinarritara af up! á þýskum hraðbrautum var ekki til að draga úr áliti hans utan borga, en honum mátti aka með gleði, öryggi og viðunandi hljóðleysi á 150 kílómetra hraða löngum stundum.Ferlega góður akstursbíllÞað kemur ekkert sérlega á óvart að up! skuli vera góður akstursbíll en allir bílar Volkswagen eru það um þessar mundir. Þeir verða ekki liprari smábílarnir. Ekki skemmir fyrir að þessi Hugh up! útfærsla bílsins er með stærri vélinni, þ.e. 75 hestafla vél í stað 60 hestafla í venjulegum up! Þar sem bíllinn er léttur eru þessi 75 hestöfl til þess eins að henda bílnum áfram milli horna og fyrir vikið verður aksturinn ári skemmtilegur. Undirvagn bílsins er vel upp settur, stýringin nákvæm og hæfilega létt og tilfinningin fyrir vegi góð eins og við á í smáum bíl. Hann er ekki lægri en svo að aldrei rakst hann undir þó sífellt hraðara væri farið yfir hraðahindranir. Telst það til mikilla kosta fyrir svona bíl. Annað sem gladdi ökumann mjög var lág eyðsla bílsins og svo fór að ökumaður var ávallt í keppni við að ná eyðslunni niður. Það er ekki slæmt að fara í köldum bíl í ökuferð innan borgarmarkanna og er heim er komið aftur kemur í ljós að hann hefur eytt 4,4 lítrum á hundraðið. Hann var reyndar alltaf milli 4 og 5 lítrum og er ekki hægt að gera stærri kröfur en það. Uppgefin meðaleyðsla er 4,2 l. og er líklega auðvelt að ná þeirri tölu með afar skynsömum akstri, en viðurkennast skal að ökumaður hafði ekki þolinmæði til slíks og fannst skemmtilegra að njóta einnig aksturskosta bílsins á kostnað eyðslunnar. Fimm gíra beinskipting var í reynsluakstursbílnum. Í mælaborði er ráðlagt hvenær skipta skal upp eða niður og var hún þess eðlis að skipta skildi ört, enda stutt á milli gíra og oft hafði ökumaður á tilfinningunni að hann væri að pína bílinn á of lágum snúningi, en þannig eyðir hann minnstu. Up! má fá með sjálfskiptingu en erfitt er að mæla með því fyrir svo smáan bíl og þá rýkur eyðslan upp. Fyrir utan það þá þykir sjálfskiptingin léleg, sein og sérlega pirrandi. Merkilega gott plássVolkswagen High up! er með 5 hurðir og því hentugur fyrir barnafólk sem leiðist að troða börnunum innum framhurðirnar áður en ökumaður sest sjálfur inn. Bíllinn er smár og því er ekki gert ráð fyrir fimmta farþeganum og aðeins eru 2 bílbelti afturí. Vel fer hinsvegar fyrir þeim tveimur og merkilega gott fótapláss og höfuðrými er afturí, enda bíllinn upphár. Innréttingin er einföld en skilvirk. Efnisnotkun er í ódýrari kantinum en notagildi og hönnun hífir hana upp. Ytri litur bílsins er fluttur í nokkra bera fleti innréttingarinnar og þar sem reynsluakstursbíllinn var dökkblár spilaði það vel með svörtum lit annarra hluta hennar. Mælaborðið er einstaklega einfalt, með stórum hraðamæli fyrir miðju og bensínmælinum litlum hægra megin og snúningshraðamæli vinstra megin. Eitt var það þó í mælaborðinu sem mikla kátínu vakti og minnti miklu fremur á dýrari bíl, en það var skjár sem festur er ofan á mælaborðið. Hann gagnast sem leiðsögutæki og upplýsinga- og aðgerðaskjár. Er hann aukahlutur í up! en ferlega góð kaup. Til marks um að up! sé samt einfaldur bíll og ódýr er ekki rúðuupphalari í afturhurðum heldur smella sem leyfir opnun uppá nokkra sentimetra. Að framan eru samt rafdrifnar rúður.Hentugur borgarbíllHigh up! er talsvert fríðari en venjulegur up! Mestu máli skiptir þar flottar 15 tommu felgur, litaðar afturrúður og þokuljós, svo eitthvað sé nefnt. Að innan fær hann líka leðurklætt stýri, MP3 spilara í hljóðkerfið, hita í framsætum, fína miðstöð og meira er lagt í innréttinguna og notkun króms aukin. Sæti í ofuródýrum bílum eru oft helsti ókostur þeirra en það á ekki við í þessum bíl og reyndust þau hin bestu þó dvalið væri lengi í bílnum. Skottrými er að sjálfsögðu ekki stórt, en dugar þó í ferð í matvörubúðina. Margir hafa sagt að Volkswagen up! sé besti borgarbíllinn sem fá má þessa dagana og svei mér þá hvort ekki sé rétt að taka undir það. Tilfinningin við akstur þessa bíls er þannig að maður gleymir fljótt að ekið sé einum af minnstu bílum sem bjóðast og eiginleikarnir minna miklu fremur á stærri og dýrari bíla. Kostir: Góðir aksturseiginleikar, lág eyðsla, gott verð Ókostir: Lítið skottrými, léleg sjálfskipting1,0 þriggja strokka bensín, 75 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 4,2 l./100 km í bl. akstri Mengun: 98 g/km CO2 Hröðun: 13,2 sek. Hámarkshraði: 172 km/klst Verð: Frá 2.050.000 kr. Umboð: Hekla Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent
Reynsluakstur - Volkswagen High up! Smábílar eru sniðugir og hentugir í borgarumferðinni og þeir hafa að auki þann kost að eyða litlu. Í Danmörku seljast þeir eins og heitar lummur og allir söluhæstu bílar þar eru smábílar. Einn af minni bílum sem til sölu er hér á landi er Volkswagen up! Hann er að vonum einnig minnsti bíll sem Volkswagen framleiðir. Up! á syturbíl í Skoda Citigo og er hann í grunninn sami bíll. Eins og verð Volkswagen up! bendir til er hann frekar hrár bíll en markmið Volkswagen með honum er að bjóða mjög ódýran valkost sem beint er að ungu kynslóðinni sem gerir ekki miklar kröfur til lúxus í bílum sínum en metur þess meira lipurð og smæð hans, auk lítillar eyðslu. Þó hefur Volkswagen reynt að fylla í eitt gatið enn í bílaflórunni með því að bjóða up! sem örlítið meira er lagt í og hefur hann fengið nafnið High up! Vonandi verða eigendur hans hátt uppi í þeim skilningi að ánægjan með bílinn flytji þá þangað en ekki eitthvað annað. Reynsluakstur á High up! var einmitt í þá veruna, en hér er á ferð hinn skemmtilegasti kettlingur sem svarar öllum kröfum þess sem mest fer ferða sinna innan borgarmarkanna. Þess skal þó minnst að reynsla greinarritara af up! á þýskum hraðbrautum var ekki til að draga úr áliti hans utan borga, en honum mátti aka með gleði, öryggi og viðunandi hljóðleysi á 150 kílómetra hraða löngum stundum.Ferlega góður akstursbíllÞað kemur ekkert sérlega á óvart að up! skuli vera góður akstursbíll en allir bílar Volkswagen eru það um þessar mundir. Þeir verða ekki liprari smábílarnir. Ekki skemmir fyrir að þessi Hugh up! útfærsla bílsins er með stærri vélinni, þ.e. 75 hestafla vél í stað 60 hestafla í venjulegum up! Þar sem bíllinn er léttur eru þessi 75 hestöfl til þess eins að henda bílnum áfram milli horna og fyrir vikið verður aksturinn ári skemmtilegur. Undirvagn bílsins er vel upp settur, stýringin nákvæm og hæfilega létt og tilfinningin fyrir vegi góð eins og við á í smáum bíl. Hann er ekki lægri en svo að aldrei rakst hann undir þó sífellt hraðara væri farið yfir hraðahindranir. Telst það til mikilla kosta fyrir svona bíl. Annað sem gladdi ökumann mjög var lág eyðsla bílsins og svo fór að ökumaður var ávallt í keppni við að ná eyðslunni niður. Það er ekki slæmt að fara í köldum bíl í ökuferð innan borgarmarkanna og er heim er komið aftur kemur í ljós að hann hefur eytt 4,4 lítrum á hundraðið. Hann var reyndar alltaf milli 4 og 5 lítrum og er ekki hægt að gera stærri kröfur en það. Uppgefin meðaleyðsla er 4,2 l. og er líklega auðvelt að ná þeirri tölu með afar skynsömum akstri, en viðurkennast skal að ökumaður hafði ekki þolinmæði til slíks og fannst skemmtilegra að njóta einnig aksturskosta bílsins á kostnað eyðslunnar. Fimm gíra beinskipting var í reynsluakstursbílnum. Í mælaborði er ráðlagt hvenær skipta skal upp eða niður og var hún þess eðlis að skipta skildi ört, enda stutt á milli gíra og oft hafði ökumaður á tilfinningunni að hann væri að pína bílinn á of lágum snúningi, en þannig eyðir hann minnstu. Up! má fá með sjálfskiptingu en erfitt er að mæla með því fyrir svo smáan bíl og þá rýkur eyðslan upp. Fyrir utan það þá þykir sjálfskiptingin léleg, sein og sérlega pirrandi. Merkilega gott plássVolkswagen High up! er með 5 hurðir og því hentugur fyrir barnafólk sem leiðist að troða börnunum innum framhurðirnar áður en ökumaður sest sjálfur inn. Bíllinn er smár og því er ekki gert ráð fyrir fimmta farþeganum og aðeins eru 2 bílbelti afturí. Vel fer hinsvegar fyrir þeim tveimur og merkilega gott fótapláss og höfuðrými er afturí, enda bíllinn upphár. Innréttingin er einföld en skilvirk. Efnisnotkun er í ódýrari kantinum en notagildi og hönnun hífir hana upp. Ytri litur bílsins er fluttur í nokkra bera fleti innréttingarinnar og þar sem reynsluakstursbíllinn var dökkblár spilaði það vel með svörtum lit annarra hluta hennar. Mælaborðið er einstaklega einfalt, með stórum hraðamæli fyrir miðju og bensínmælinum litlum hægra megin og snúningshraðamæli vinstra megin. Eitt var það þó í mælaborðinu sem mikla kátínu vakti og minnti miklu fremur á dýrari bíl, en það var skjár sem festur er ofan á mælaborðið. Hann gagnast sem leiðsögutæki og upplýsinga- og aðgerðaskjár. Er hann aukahlutur í up! en ferlega góð kaup. Til marks um að up! sé samt einfaldur bíll og ódýr er ekki rúðuupphalari í afturhurðum heldur smella sem leyfir opnun uppá nokkra sentimetra. Að framan eru samt rafdrifnar rúður.Hentugur borgarbíllHigh up! er talsvert fríðari en venjulegur up! Mestu máli skiptir þar flottar 15 tommu felgur, litaðar afturrúður og þokuljós, svo eitthvað sé nefnt. Að innan fær hann líka leðurklætt stýri, MP3 spilara í hljóðkerfið, hita í framsætum, fína miðstöð og meira er lagt í innréttinguna og notkun króms aukin. Sæti í ofuródýrum bílum eru oft helsti ókostur þeirra en það á ekki við í þessum bíl og reyndust þau hin bestu þó dvalið væri lengi í bílnum. Skottrými er að sjálfsögðu ekki stórt, en dugar þó í ferð í matvörubúðina. Margir hafa sagt að Volkswagen up! sé besti borgarbíllinn sem fá má þessa dagana og svei mér þá hvort ekki sé rétt að taka undir það. Tilfinningin við akstur þessa bíls er þannig að maður gleymir fljótt að ekið sé einum af minnstu bílum sem bjóðast og eiginleikarnir minna miklu fremur á stærri og dýrari bíla. Kostir: Góðir aksturseiginleikar, lág eyðsla, gott verð Ókostir: Lítið skottrými, léleg sjálfskipting1,0 þriggja strokka bensín, 75 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 4,2 l./100 km í bl. akstri Mengun: 98 g/km CO2 Hröðun: 13,2 sek. Hámarkshraði: 172 km/klst Verð: Frá 2.050.000 kr. Umboð: Hekla
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent