Hamilton fremstur á heimavelli 29. júní 2013 13:19 Hamilton setti Mercedes-bílinn á ráspól í sólinni í dag. Bretinn Lewis Hamilton verður á ráspól á Silverstone-brautinni á morgun þegar Formúlu 1-kappaksturinn fer þar fram. Hamilton var mun fljótari en liðsfélagi sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg, en sá ók heilum 0,4 sekúndum hægar um brautina en Hamilton. Sebastian Vettel leiðir heimsmeistaramótið en hann náði aðeins þriðja besta tíma í Red Bull-bíl sínum. Tímatakan gaf góð merki um að Mercedes gæti átt séns á sigri í breska kappakstrinum á kosnað Red Bull en Pirelli-dekkjaframleiðandinn hefur valið harðari dekkjagerðir en búist var við. Það gæti hjálpað Hamilton og Rosberg. "Það verður tvímælalaust erfitt fyrir okkur að halda Sebastian fyrir aftan okkur," sagði Hamilton. "En við gerum auðvitað okkar besta." Mark Webber, ökuþór Red Bull sem sagði upp á miðvikudaginn, ræsir fjórði á eftir liðsfélaga sínum. Skotinn Paul di Resta sló liðsfélaga sínum við hjá Force India og ræsir fimmti. Adrian Sutil verður sjöundi. Óvænta stjarna dagsins var Daniel Ricciardo hjá Toro Rosso. Hann og liðsfélaginn Jean-Eric Vergne hafa verið í fluggír alla helgina enda verða þeir að sanna sig gagnvart Red Bull-liðinu vilji þeir fá sæti Webbers á næsta ári. Ricciardo ræsir sjötti í kappakstrinum á morgun. Toro Rosso hefur aldrei staðið sig vel á Silverstone áður. Ferrari, Lotus og McLaren voru í vandræðum í tímatökunum og náðu ekki að halda í við Mercedes og Red Bull. Alonso ræsir aðeins tíundi á eftir Kimi Raikkönen í Lotus. Jenson Button þurfti að sætta sig við að komast ekki upp úr annari lotu tímatökunnar og ræsir ellefti á undan Felipe Massa í Ferrari-bílnum. Sergio Perez verður fjórtándi. Williams-liðið tekur þátt í 600. kappakstri sínum um helgina en þrátt fyrir þá ótrúlegu reynslu eru þeir aðeins í sextánda og sautjánda sæti. Formúla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton verður á ráspól á Silverstone-brautinni á morgun þegar Formúlu 1-kappaksturinn fer þar fram. Hamilton var mun fljótari en liðsfélagi sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg, en sá ók heilum 0,4 sekúndum hægar um brautina en Hamilton. Sebastian Vettel leiðir heimsmeistaramótið en hann náði aðeins þriðja besta tíma í Red Bull-bíl sínum. Tímatakan gaf góð merki um að Mercedes gæti átt séns á sigri í breska kappakstrinum á kosnað Red Bull en Pirelli-dekkjaframleiðandinn hefur valið harðari dekkjagerðir en búist var við. Það gæti hjálpað Hamilton og Rosberg. "Það verður tvímælalaust erfitt fyrir okkur að halda Sebastian fyrir aftan okkur," sagði Hamilton. "En við gerum auðvitað okkar besta." Mark Webber, ökuþór Red Bull sem sagði upp á miðvikudaginn, ræsir fjórði á eftir liðsfélaga sínum. Skotinn Paul di Resta sló liðsfélaga sínum við hjá Force India og ræsir fimmti. Adrian Sutil verður sjöundi. Óvænta stjarna dagsins var Daniel Ricciardo hjá Toro Rosso. Hann og liðsfélaginn Jean-Eric Vergne hafa verið í fluggír alla helgina enda verða þeir að sanna sig gagnvart Red Bull-liðinu vilji þeir fá sæti Webbers á næsta ári. Ricciardo ræsir sjötti í kappakstrinum á morgun. Toro Rosso hefur aldrei staðið sig vel á Silverstone áður. Ferrari, Lotus og McLaren voru í vandræðum í tímatökunum og náðu ekki að halda í við Mercedes og Red Bull. Alonso ræsir aðeins tíundi á eftir Kimi Raikkönen í Lotus. Jenson Button þurfti að sætta sig við að komast ekki upp úr annari lotu tímatökunnar og ræsir ellefti á undan Felipe Massa í Ferrari-bílnum. Sergio Perez verður fjórtándi. Williams-liðið tekur þátt í 600. kappakstri sínum um helgina en þrátt fyrir þá ótrúlegu reynslu eru þeir aðeins í sextánda og sautjánda sæti.
Formúla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira