Ólafur og áhrifamennirnir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 29. júní 2013 10:40 Við setningu Alþingis fyrir rúmum þremur vikum sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, að hægur gangur í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og viðræður hans við „fjölmarga evrópska áhrifamenn“ hefðu sannfært hann um að í raun væri ekki ríkur áhugi á því hjá ESB að ljúka viðræðunum. Niðurstaða forsetans var „að litlu kann að skipta hvort Ísland kýs að halda viðræðum áfram; mótaðilann virðist í reynd skorta getu eða vilja til að ljúka þeim á næstu árum“. Einhverra hluta vegna gengur illa að fá staðfestingu hjá evrópskum áhrifamönnum á að þetta sé afstaðan gagnvart aðildarumsókn Íslands. Viku eftir að forsetinn tók að sér að flytja þingi og þjóð þennan boðskap ráðamanna í ESB ítrekaði Stefan Füle, stækkunarstjóri sambandsins, að ásetningur þess um að klára málið væri óbreyttur. „Við höfum ekki aðeins viljann, heldur einnig getuna til að ljúka viðræðunum,“ sagði Füle. Viku síðar sagðist David Lidington, Evrópumálaráðherra Bretlands, verða að vera „virðingarfyllst ósammála“ forseta Íslands. Fjölgun aðildarríkja væri ekki efst á verkefnalista sambandsins. „En ég hef ekki orðið var við nokkra tregðu til að halda áfram og ljúka ferlinu,“ sagði Lidington. Fjórum dögum síðar lýsti Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, yfir eindregnum stuðningi Dana við ESB-aðild Íslands og sagði að það hefði ævinlega verið ósk Dana að gróið lýðræðisríki og náin vinaþjóð eins og Íslendingar yrði með Dönum í ESB. Daginn eftir tók Joachim Gauck, forseti Þýzkalands, á móti sínum íslenzka starfsbróður í Berlín og tók það fram í ræðu að hann gæti ekki látið kvöldið líða án þess að undirstrika að Þýzkaland styddi aðild Íslands af fullum þunga og það yrði Þjóðverjum mikil ánægja að geta boðið Ísland velkomið sem aðildarríki. Þegar þarna var komið sögu var forsetanum greinilega farið að þykja yfirlýsingaflóðið frá evrópskum áhrifamönnum eitthvað óþægilegt og hann sagði í samtali við RÚV: „Ég sagði í þingsetningarræðunni að það væri margt sem að benti til þess að og það væri mín ályktun eftir viðræður við marga og það hefur nú styrkst í þessari heimsókn að af ýmsum ástæðum sem að ég rakti í ræðu minni meðal annars þeirri að ekki væri unnt að ljúka viðræðum nema að ljóst væri að verulegur stuðningur væri meðal Íslendinga fyrir aðild. Því það er á vissan hátt óábyrgt af okkur sem þjóð að fara í alvöru, að fara í viðræður við alvörusamband eins og Evrópusambandið svona í einhverjum leikaraskap bara til þess að kanna nú hvað við kannski fengjum út úr því.“ Þetta er alveg rétt sjónarmið hjá forsetanum, efnislega. En rangt hjá honum að það hafi verið þetta sem hann sagði í þingsetningarræðunni. Hann sagði allt annað, og nú hefur maður gengið undir manns hönd í ESB að hrekja það kurteislega. Forsetinn ætti að láta evrópska ráðamenn sjálfa um að túlka afstöðu aðildarríkjanna til ESB-aðildar Íslands. En hann hefur rétt fyrir sér um að það á ekki að sækjast eftir aðild að ESB í neinum hálfkæringi. Sem yfirlýstasti stuðningsmaður beins lýðræðis á Íslandi hlýtur hann þá að styðja að þjóðin fái sem fyrst að greiða atkvæði um það hvort halda eigi aðildarviðræðunum áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun
Við setningu Alþingis fyrir rúmum þremur vikum sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, að hægur gangur í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og viðræður hans við „fjölmarga evrópska áhrifamenn“ hefðu sannfært hann um að í raun væri ekki ríkur áhugi á því hjá ESB að ljúka viðræðunum. Niðurstaða forsetans var „að litlu kann að skipta hvort Ísland kýs að halda viðræðum áfram; mótaðilann virðist í reynd skorta getu eða vilja til að ljúka þeim á næstu árum“. Einhverra hluta vegna gengur illa að fá staðfestingu hjá evrópskum áhrifamönnum á að þetta sé afstaðan gagnvart aðildarumsókn Íslands. Viku eftir að forsetinn tók að sér að flytja þingi og þjóð þennan boðskap ráðamanna í ESB ítrekaði Stefan Füle, stækkunarstjóri sambandsins, að ásetningur þess um að klára málið væri óbreyttur. „Við höfum ekki aðeins viljann, heldur einnig getuna til að ljúka viðræðunum,“ sagði Füle. Viku síðar sagðist David Lidington, Evrópumálaráðherra Bretlands, verða að vera „virðingarfyllst ósammála“ forseta Íslands. Fjölgun aðildarríkja væri ekki efst á verkefnalista sambandsins. „En ég hef ekki orðið var við nokkra tregðu til að halda áfram og ljúka ferlinu,“ sagði Lidington. Fjórum dögum síðar lýsti Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, yfir eindregnum stuðningi Dana við ESB-aðild Íslands og sagði að það hefði ævinlega verið ósk Dana að gróið lýðræðisríki og náin vinaþjóð eins og Íslendingar yrði með Dönum í ESB. Daginn eftir tók Joachim Gauck, forseti Þýzkalands, á móti sínum íslenzka starfsbróður í Berlín og tók það fram í ræðu að hann gæti ekki látið kvöldið líða án þess að undirstrika að Þýzkaland styddi aðild Íslands af fullum þunga og það yrði Þjóðverjum mikil ánægja að geta boðið Ísland velkomið sem aðildarríki. Þegar þarna var komið sögu var forsetanum greinilega farið að þykja yfirlýsingaflóðið frá evrópskum áhrifamönnum eitthvað óþægilegt og hann sagði í samtali við RÚV: „Ég sagði í þingsetningarræðunni að það væri margt sem að benti til þess að og það væri mín ályktun eftir viðræður við marga og það hefur nú styrkst í þessari heimsókn að af ýmsum ástæðum sem að ég rakti í ræðu minni meðal annars þeirri að ekki væri unnt að ljúka viðræðum nema að ljóst væri að verulegur stuðningur væri meðal Íslendinga fyrir aðild. Því það er á vissan hátt óábyrgt af okkur sem þjóð að fara í alvöru, að fara í viðræður við alvörusamband eins og Evrópusambandið svona í einhverjum leikaraskap bara til þess að kanna nú hvað við kannski fengjum út úr því.“ Þetta er alveg rétt sjónarmið hjá forsetanum, efnislega. En rangt hjá honum að það hafi verið þetta sem hann sagði í þingsetningarræðunni. Hann sagði allt annað, og nú hefur maður gengið undir manns hönd í ESB að hrekja það kurteislega. Forsetinn ætti að láta evrópska ráðamenn sjálfa um að túlka afstöðu aðildarríkjanna til ESB-aðildar Íslands. En hann hefur rétt fyrir sér um að það á ekki að sækjast eftir aðild að ESB í neinum hálfkæringi. Sem yfirlýstasti stuðningsmaður beins lýðræðis á Íslandi hlýtur hann þá að styðja að þjóðin fái sem fyrst að greiða atkvæði um það hvort halda eigi aðildarviðræðunum áfram.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun