Tónlist

Botnleðja bætist við dagskrá ATP

Botnleðja spilar á ATP-hátíðinni.
Botnleðja spilar á ATP-hátíðinni. fréttablaðið/anton
Hljómsveitin Botnleðja hefur bæst við þann hóp listamanna sem kemur fram á hátíðinni All Tomorrow's Parties Iceland á Ásbrú nú um helgina.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Botnleðja kemur fram á ATP en Shellac valdi hljómsveitina á ATP í Englandi árið 2004.



Hljómsveitin Botnleðja er flestum kunnug en eftir margra ára hlé hafa liðsmenn sveitarinnar sent frá sér nýja safnplötu og spila þeir einmitt á útgáfutónleikum í Austurbæ í kvöld. Hljómsveitin kemur fram annað kvöld á ATP Iceland en hér má finna uppfærða dagskrá.

Dagspassar á 9.900 kr. og helgarpassar á 16.900 kr. eru fáanlegir á midi.is. Til að auðvelda höfuðborgarbúum lífið selur Reykjavík Excursions miða á hátíðina sem fela í sér rútuferðir fram og til baka á hátíðina. Það er bæði hægt að fá helgarpassa og dagpassa með rútuferðum en einnig er hægt að kaupa rútuferðir fyrir alla helgina eða staka daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×