Tvöföld óheppni Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2013 11:15 Allt á floti í málningu inni í bílnum og bilstjórinn líka Eitt er að lenda í bílslysi en annað að verða baðaður í málningu í leiðinni. Þessi óheppni ökumaður í Washingtonfylki missti stjórn á bíl sínum á þjóðvegi og endaði utan vegar. Hann hafði nýverið fjárfest í talsverðu magni af málningu og eitthvað virðast lokin á dollunum hafa verið illa fest á því þær opnuðust flestar og léku lausum hala í bílnum er hann skoppaði um grundirnar utan vegar. Því var aðkoman ekki falleg, ökumaðurinn algerlega baðaður í málningunni, en auk þess hundur mannsins og innrétting bílsins. Ökumaðurinn var fluttur á spítala með minniháttar meiðsl en þar beið hans fyrst heilmikill málningarþvottur. Minni sögum fer af þvotti á hundi hans. Vonandi var þetta vatnsuppleysanleg málning, ekki olíumálning. Endursöluverð bílsins hefur örugglega lækkað aðeins við óhappið.Allt á floti allsstaðar og hundurinn með Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent
Eitt er að lenda í bílslysi en annað að verða baðaður í málningu í leiðinni. Þessi óheppni ökumaður í Washingtonfylki missti stjórn á bíl sínum á þjóðvegi og endaði utan vegar. Hann hafði nýverið fjárfest í talsverðu magni af málningu og eitthvað virðast lokin á dollunum hafa verið illa fest á því þær opnuðust flestar og léku lausum hala í bílnum er hann skoppaði um grundirnar utan vegar. Því var aðkoman ekki falleg, ökumaðurinn algerlega baðaður í málningunni, en auk þess hundur mannsins og innrétting bílsins. Ökumaðurinn var fluttur á spítala með minniháttar meiðsl en þar beið hans fyrst heilmikill málningarþvottur. Minni sögum fer af þvotti á hundi hans. Vonandi var þetta vatnsuppleysanleg málning, ekki olíumálning. Endursöluverð bílsins hefur örugglega lækkað aðeins við óhappið.Allt á floti allsstaðar og hundurinn með
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent