Niðurfærsla ætti eingöngu að beinast að þeim sem eru í mestum vanda Þorbjörn Þórðarson. skrifar 27. júní 2013 14:09 David Carey, hagfræðingur hjá OECD. Mynd/ ÞÞ Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, telur að niðurfærsla á húsnæðisskuldum heimilanna ætti eingöngu að beinast að þeim heimilum sem eru í raunverulegum vanda við endurgreiðslu. „Við teljum að ef fólk sé í vandræðum með endurgreiðslu húsnæðislána þá ætti niðurfærslan að beinast að þeim en ekki að þeim sem eiga ekki í vanda með endurgreiðslu. Það virðast ekki vera nein sterk rök fyrir því að færa niður skuldir þeirra," segir David Carey, hagfræðingur hjá OECD, en stofnunin birti í dag nýja skýrslu um stöðu efnahagsmála hér á landi sem nálgast má hér. Ósjálfbær skuldabyrði heimila og fyrirtækja hefur slæm áhrif samfélagið, tefur endurreisn hagkerfisins og getur dregið úr hagvexti til margra ára ef ekkert er að gert. Núverandi ríkisstjórn hefur það á stefnu sinni að færa niður verðtryggð húsnæðislán og fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga frá forsætisráðherra um efnið. Í umsögn Seðlabanka Íslands um þingsályktunartillöguna segir að Seðlabankinn hafi lagst gegn almennri niðurfærslu skulda, en lagt til að svigrúm sem kunni að vera verði nýtt til að koma til móts við þau heimili sem eru í mestum vanda. David Carey segist taka undir þetta sjónarmið Seðlabankans. Carey segir að skuldir heimilanna séu háar hér í samanburði við önnur lönd, þótt þær hafi lækkað þónokkuð. „Skuldir heimilanna hafa lækkað úr 130 prósent af vergri landframleiðslu Íslands niður í 110 prósent. Það eru mörg lönd sem hafa hærri skuldir, þetta er ekki meiriháttar vandamál hér. Það er vandamál með lán sem eru ekki að innheimtast og niðurfærsla húsnæðisskulda ætti að beinast að því að leysa það vandamál. Það myndi stuðla að sterkari fjármálafyrirtækjum og sterkara bankakerfi, sem er mikilvægt til að ýta undir hagvöxt," segir Carey. Mest lesið Markaðurinn 4. sept. Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Sófi fyrir nýsköpun Viðskipti innlent Áfrýjar í Imon-málinu Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, telur að niðurfærsla á húsnæðisskuldum heimilanna ætti eingöngu að beinast að þeim heimilum sem eru í raunverulegum vanda við endurgreiðslu. „Við teljum að ef fólk sé í vandræðum með endurgreiðslu húsnæðislána þá ætti niðurfærslan að beinast að þeim en ekki að þeim sem eiga ekki í vanda með endurgreiðslu. Það virðast ekki vera nein sterk rök fyrir því að færa niður skuldir þeirra," segir David Carey, hagfræðingur hjá OECD, en stofnunin birti í dag nýja skýrslu um stöðu efnahagsmála hér á landi sem nálgast má hér. Ósjálfbær skuldabyrði heimila og fyrirtækja hefur slæm áhrif samfélagið, tefur endurreisn hagkerfisins og getur dregið úr hagvexti til margra ára ef ekkert er að gert. Núverandi ríkisstjórn hefur það á stefnu sinni að færa niður verðtryggð húsnæðislán og fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga frá forsætisráðherra um efnið. Í umsögn Seðlabanka Íslands um þingsályktunartillöguna segir að Seðlabankinn hafi lagst gegn almennri niðurfærslu skulda, en lagt til að svigrúm sem kunni að vera verði nýtt til að koma til móts við þau heimili sem eru í mestum vanda. David Carey segist taka undir þetta sjónarmið Seðlabankans. Carey segir að skuldir heimilanna séu háar hér í samanburði við önnur lönd, þótt þær hafi lækkað þónokkuð. „Skuldir heimilanna hafa lækkað úr 130 prósent af vergri landframleiðslu Íslands niður í 110 prósent. Það eru mörg lönd sem hafa hærri skuldir, þetta er ekki meiriháttar vandamál hér. Það er vandamál með lán sem eru ekki að innheimtast og niðurfærsla húsnæðisskulda ætti að beinast að því að leysa það vandamál. Það myndi stuðla að sterkari fjármálafyrirtækjum og sterkara bankakerfi, sem er mikilvægt til að ýta undir hagvöxt," segir Carey.
Mest lesið Markaðurinn 4. sept. Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Sófi fyrir nýsköpun Viðskipti innlent Áfrýjar í Imon-málinu Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent
Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent