Athugar að stýra rennsli fossa og hlífa Eyvafeni Kristján Már Unnarsson skrifar 25. júní 2013 19:03 Landsvirkjun vill kanna hvort unnt sé að haga Norðlingaölduveitu þannig að lón hennar nái ekki inn í Eyvafen. Þá býðst fyrirtækið til að halda rennsli á Dynk og öðrum fossum efri Þjórsár yfir sumartímann. Umræðan um Þjórsárver hefur enn og aftur blossað upp eftir að umhverfisráðherra frestaði því fyrir helgi að stækka friðlandið vegna athugasemda Landsvirkjunar. Stækkun friðlandsins hefði þýtt að áform um frekari nýtingu efri Þjórsár til raforkuframleiðslu hefðu verið slegin af. Um 40 prósent af rennsli efri Þjórsár eru þegar virkjuð með svokallaðri Kvíslaveitu en Landsvirkjun hefur lengi áformað að ná 30 prósentum til viðbótar með Norðlingaölduveitu. Með henni yrði hluta Þjórsár veitt um jarðgöng til Þórisvatns, til að framleiða meira rafmagn í virkjunum við Vatnsfell, Sigöldu, Hrauneyjafoss og Búðarháls. Helstu rök andstæðinga er að veitan rýri náttúruverndargildi Þjórsárvera og skerði fossana Dynk, Gljúfurleitarfoss og Kjálkaversfoss. Á móti segir Landsvirkjun þetta einn hagkvæmasta orkukost landsins, tíu milljörðum króna ódýrari en Búðarhálsvirkjun en með álíka mikilli orku. Fyrstu hugmyndir gerðu ráð fyrir að stórum hluta Þjórsárvera yrði sökkt en árið 2002 féllst Skipulagsstofnun á útfærslu, sem kallaði á hörð mótmæli, þar sem hluti lónsins átti að ná inn á friðland Þjórsárvera. Úrskurður Jóns Kristjánssonar, setts umhverfisráðherra, árið 2003, og síðar dómur Héraðsdóms árið 2006, færðu lónið alveg út úr friðlandinu. Það varð til þess að andstæðingar settu fram nýja kröfu; að friðlandið yrði stækkað suður yfir Norðlingaöldu, meðal annars með þeim rökum að svokallað Eyvafen teldist hluti Þjórsárvera. Landslag við Norðlingaöldu einkennist af sandöldum og í nýlegri umsögn segir Landsvirkjun að ekki hafi verið sett fram skýr rök fyrir stækkun friðlandsins í þessa átt enda finnist þarna varla vottur af svokallaðri rústamýrarvist. Þá segist Landsvirkjun jafnframt vilja skoða hvort halda megi áformuðu lóni utan Eyvafens og útfæra hugmyndir um rennslistýringu til að draga úr áhrifum á fossana. Mest lesið Okkar eiginn Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Áfrýjar í Imon-málinu Viðskipti innlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Landsvirkjun vill kanna hvort unnt sé að haga Norðlingaölduveitu þannig að lón hennar nái ekki inn í Eyvafen. Þá býðst fyrirtækið til að halda rennsli á Dynk og öðrum fossum efri Þjórsár yfir sumartímann. Umræðan um Þjórsárver hefur enn og aftur blossað upp eftir að umhverfisráðherra frestaði því fyrir helgi að stækka friðlandið vegna athugasemda Landsvirkjunar. Stækkun friðlandsins hefði þýtt að áform um frekari nýtingu efri Þjórsár til raforkuframleiðslu hefðu verið slegin af. Um 40 prósent af rennsli efri Þjórsár eru þegar virkjuð með svokallaðri Kvíslaveitu en Landsvirkjun hefur lengi áformað að ná 30 prósentum til viðbótar með Norðlingaölduveitu. Með henni yrði hluta Þjórsár veitt um jarðgöng til Þórisvatns, til að framleiða meira rafmagn í virkjunum við Vatnsfell, Sigöldu, Hrauneyjafoss og Búðarháls. Helstu rök andstæðinga er að veitan rýri náttúruverndargildi Þjórsárvera og skerði fossana Dynk, Gljúfurleitarfoss og Kjálkaversfoss. Á móti segir Landsvirkjun þetta einn hagkvæmasta orkukost landsins, tíu milljörðum króna ódýrari en Búðarhálsvirkjun en með álíka mikilli orku. Fyrstu hugmyndir gerðu ráð fyrir að stórum hluta Þjórsárvera yrði sökkt en árið 2002 féllst Skipulagsstofnun á útfærslu, sem kallaði á hörð mótmæli, þar sem hluti lónsins átti að ná inn á friðland Þjórsárvera. Úrskurður Jóns Kristjánssonar, setts umhverfisráðherra, árið 2003, og síðar dómur Héraðsdóms árið 2006, færðu lónið alveg út úr friðlandinu. Það varð til þess að andstæðingar settu fram nýja kröfu; að friðlandið yrði stækkað suður yfir Norðlingaöldu, meðal annars með þeim rökum að svokallað Eyvafen teldist hluti Þjórsárvera. Landslag við Norðlingaöldu einkennist af sandöldum og í nýlegri umsögn segir Landsvirkjun að ekki hafi verið sett fram skýr rök fyrir stækkun friðlandsins í þessa átt enda finnist þarna varla vottur af svokallaðri rústamýrarvist. Þá segist Landsvirkjun jafnframt vilja skoða hvort halda megi áformuðu lóni utan Eyvafens og útfæra hugmyndir um rennslistýringu til að draga úr áhrifum á fossana.
Mest lesið Okkar eiginn Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Áfrýjar í Imon-málinu Viðskipti innlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira