Laxveiðin af stað með hvelli Hrund Þórsdóttir skrifar 25. júní 2013 18:21 Veiði er hafin í mörgum af helstu laxveiðiám landsins og þeir sem þekkja best til segja veiðiárið hefjast með hvelli. „Það er ekki hægt að segja annað. Menn eru að veiða mjög vel í öllum ám og mikið af fiski,“ segir veiðimaðurinn Ásgeir Heiðar. Bjarni Júlíusson, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, segir síðasta laxveiðisumar hugsanlega hafa verið það slakasta í heila öld. „ Það sem gerðist þá var að fiskurinn kom óvenjurýr úr hafinu. Hann hafði greinilega ekki fengið æti og einfaldlega bara drepist þar, að við teljum. Það sem gerir okkur bjartsýna í ár er að fiskurinn er að koma svo fjandi flottur úr sjónum.“ Ásgeir og Bjarni segja fiskinn í mun betra standi en sést hafi lengi. Sérstaklega sé smálaxinn vel haldinn, en það er lax sem verið hefur í sjó í eitt ár. „ Hann bara vantaði í fyrra og þeir fáu sem komu voru frekar rýrir. Það er spurning hvað veldur; hvort það eru skilyrði í hafi eða hvað. Það eru margar kenningar um þetta, hvort þetta sé makrílnum að kenna eða síld eða þorski eða köldum sjávarstraumum. Meðan fiskifræðingarnir vita þetta ekki, þá vitum við þetta ekki. Þetta er bara ráðgáta,“ segir Ásgeir. Eftir góða veiði síðustu daga er sala á veiðileyfum að taka við sér. Fleiri vilja veiða í Elliðaánum en komast að og því er dregið um leyfin þar. Þessi laxveiðiperla í miðri höfuðborginni fer ekki varhluta af góðri sumarbyrjun. „ Elliðaárnar hafa nú verið þekktar fyrir smálax í gegnum tíðina en við vitum núna af tveimur fiskum, 88 og 91 cm, þannig að þetta er bara orðið að stórlaxaá og við vonum bara að það haldi áfram,“ segir Bjarni að lokum. Stangveiði Mest lesið Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði
Veiði er hafin í mörgum af helstu laxveiðiám landsins og þeir sem þekkja best til segja veiðiárið hefjast með hvelli. „Það er ekki hægt að segja annað. Menn eru að veiða mjög vel í öllum ám og mikið af fiski,“ segir veiðimaðurinn Ásgeir Heiðar. Bjarni Júlíusson, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, segir síðasta laxveiðisumar hugsanlega hafa verið það slakasta í heila öld. „ Það sem gerðist þá var að fiskurinn kom óvenjurýr úr hafinu. Hann hafði greinilega ekki fengið æti og einfaldlega bara drepist þar, að við teljum. Það sem gerir okkur bjartsýna í ár er að fiskurinn er að koma svo fjandi flottur úr sjónum.“ Ásgeir og Bjarni segja fiskinn í mun betra standi en sést hafi lengi. Sérstaklega sé smálaxinn vel haldinn, en það er lax sem verið hefur í sjó í eitt ár. „ Hann bara vantaði í fyrra og þeir fáu sem komu voru frekar rýrir. Það er spurning hvað veldur; hvort það eru skilyrði í hafi eða hvað. Það eru margar kenningar um þetta, hvort þetta sé makrílnum að kenna eða síld eða þorski eða köldum sjávarstraumum. Meðan fiskifræðingarnir vita þetta ekki, þá vitum við þetta ekki. Þetta er bara ráðgáta,“ segir Ásgeir. Eftir góða veiði síðustu daga er sala á veiðileyfum að taka við sér. Fleiri vilja veiða í Elliðaánum en komast að og því er dregið um leyfin þar. Þessi laxveiðiperla í miðri höfuðborginni fer ekki varhluta af góðri sumarbyrjun. „ Elliðaárnar hafa nú verið þekktar fyrir smálax í gegnum tíðina en við vitum núna af tveimur fiskum, 88 og 91 cm, þannig að þetta er bara orðið að stórlaxaá og við vonum bara að það haldi áfram,“ segir Bjarni að lokum.
Stangveiði Mest lesið Stórlax úr Víðidalnum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði