Pistill: Ekki nóg að vera bara með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2013 06:00 Nordic Photos / Getty Images Fyrir fjórum árum braut íslenska kvennalandsliðið blað í sögu íslenskar knattspyrnu með því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins. Spennan var mikil í íslenska hópnum fyrir þessi sögulegu skref inn á mót þeirra bestu í Evrópu en uppskeran var döpur, þrír tapleikir og stutt gaman. Nú er fram undan annað Evrópumót. Gengið hefur á ýmsu á árinu. Undirbúningsleikirnir hafa flestir tapast og liðið hefur mátt þola meiri gagnrýni en áður. Stelpurnar horfa upp á breytt umhverfi. Árið 2009 var sigurinn að komast inn á EM en núna fjórum árum síðar er ekki nóg að vera bara með. Bæði þjóðin og stelpurnar sjálfar vilja meira.Áhætta tekin í undirbúningnum Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók að eigin sögn áhættu með að hafa erfiðleikastigið á undirbúningsleikjunum mjög hátt. Liðið spilaði aðeins einn leik á móti „slöku“ liði (sem vannst) en mætti þess í stað mörgum af bestu knattspynulandsliðunum. Stelpurnar hafa því synt í djúpu lauginni á þessu ári og gera sér fulla grein út í hvað þær eru að fara. Þær hafa samt allt til alls til að standa sig betur en fyrir fjórum. Stærsti hluti liðsins hefur staðið í þessum sporum áður og lykilmenn liðsins hafa líka nær allir spilað í atvinnumennsku árin fjögur.Nýr kafli skrifaður Þrátt fyrir töpin þrjú fyrir fjórum árum var skemmtilegt að fylgjast með þessum skemmtilegu og metnaðarfullu knattspyrnukonum stíga söguleg skref í íslensku knattspyrnusögunni. Það verður ekki síður gaman að sjá þær reyna að brjóta niður næsta múr. Það er kannski ekki mikil bjartsýni í kringum liðið eftir alla tapleiki ársins en pressan er heldur ekki mikil sem hefur jafnan hjálpað íslenskum liðum. Ég lofa ykkur þó því að Katrín, Margrét Lára, Sara og félagar þeirra í landsliðinu ætla að gera þjóðina stolta og sanna það fyrir sér og öðrum að Ísland á eitt af bestu kvennalandsliðum Evrópu. Ég get því ekki beðið eftir því að fylgjast með stelpunum okkar skrifa enn einn nýjan kaflann í knattspyrnusögu Íslands. Pistillinn Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Fyrir fjórum árum braut íslenska kvennalandsliðið blað í sögu íslenskar knattspyrnu með því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins. Spennan var mikil í íslenska hópnum fyrir þessi sögulegu skref inn á mót þeirra bestu í Evrópu en uppskeran var döpur, þrír tapleikir og stutt gaman. Nú er fram undan annað Evrópumót. Gengið hefur á ýmsu á árinu. Undirbúningsleikirnir hafa flestir tapast og liðið hefur mátt þola meiri gagnrýni en áður. Stelpurnar horfa upp á breytt umhverfi. Árið 2009 var sigurinn að komast inn á EM en núna fjórum árum síðar er ekki nóg að vera bara með. Bæði þjóðin og stelpurnar sjálfar vilja meira.Áhætta tekin í undirbúningnum Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók að eigin sögn áhættu með að hafa erfiðleikastigið á undirbúningsleikjunum mjög hátt. Liðið spilaði aðeins einn leik á móti „slöku“ liði (sem vannst) en mætti þess í stað mörgum af bestu knattspynulandsliðunum. Stelpurnar hafa því synt í djúpu lauginni á þessu ári og gera sér fulla grein út í hvað þær eru að fara. Þær hafa samt allt til alls til að standa sig betur en fyrir fjórum. Stærsti hluti liðsins hefur staðið í þessum sporum áður og lykilmenn liðsins hafa líka nær allir spilað í atvinnumennsku árin fjögur.Nýr kafli skrifaður Þrátt fyrir töpin þrjú fyrir fjórum árum var skemmtilegt að fylgjast með þessum skemmtilegu og metnaðarfullu knattspyrnukonum stíga söguleg skref í íslensku knattspyrnusögunni. Það verður ekki síður gaman að sjá þær reyna að brjóta niður næsta múr. Það er kannski ekki mikil bjartsýni í kringum liðið eftir alla tapleiki ársins en pressan er heldur ekki mikil sem hefur jafnan hjálpað íslenskum liðum. Ég lofa ykkur þó því að Katrín, Margrét Lára, Sara og félagar þeirra í landsliðinu ætla að gera þjóðina stolta og sanna það fyrir sér og öðrum að Ísland á eitt af bestu kvennalandsliðum Evrópu. Ég get því ekki beðið eftir því að fylgjast með stelpunum okkar skrifa enn einn nýjan kaflann í knattspyrnusögu Íslands.
Pistillinn Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira