"Það felst ranglæti í því að fólk borgar mismunandi fasteignagjöld" Hrund Þórsdóttir skrifar 7. júlí 2013 18:45 Á föstudaginn var greint frá því að skipulagsstjóri Hafnarfjarðar hefði staðið í langvinnu stríði við byggingarstjóra vegna vanefnda og ókláraðra verka. Algengt væri að fólk og fyrirtæki flyttu inn í hús sem ekki hefðu farið í gegnum öryggis- og lokaúttektir. Ólafur Ingi Tómasson, varabæjarfulltrúi, sem situr í Skipulags- og byggingaráði Hafnarfjarðar, telur að bærinn hafi orðið af hundruðum milljóna vegna rangrar skráningar fasteignagjalda og segir þetta skipta gríðarlegu máli fyrir skuldugt sveitarfélag. Í ársreikningi kemur fram að átak vegna rangrar skráningar fasteigna hafi skilað bæjarfélaginu um hundrað milljónum á síðasta ári, en Ólafur telur þetta mjög varlega áætlað. Dæmi séu um að iðnaðarhúsnæði upp á jafnvel fleiri þúsund fermetra hafi verið skráð á byggingar- eða matsstig til fjölda ára, þótt húsin hafi verið í fullri notkun. Einnig séu dæmi um íbúðarhúsnæði sem ekki sé greitt af. „Það eru til dæmi um fólk sem býr hlið við hlið í nýlegu húsnæði. Annar aðilinn borgar full fasteignagjöld en nágranninn helmingi lægri vegna þess að hús nágrannans er skráð sem fokhelt,“ segir Ólafur. Að hans sögn var tillaga um aukið utanumhald ekki samþykkt og umfang vandamálsins því á huldu. „Það felst ranglæti í því að fólk borgar mismunandi fasteignagjöld. Þau eru há og það eiga allir að sitja við sama borð í greiðslu opinberra gjalda en því miður hefur eftirlit með þessum þætti bara brugðist.“ Mest lesið Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent Rekstur innan fjárheimilda Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Á föstudaginn var greint frá því að skipulagsstjóri Hafnarfjarðar hefði staðið í langvinnu stríði við byggingarstjóra vegna vanefnda og ókláraðra verka. Algengt væri að fólk og fyrirtæki flyttu inn í hús sem ekki hefðu farið í gegnum öryggis- og lokaúttektir. Ólafur Ingi Tómasson, varabæjarfulltrúi, sem situr í Skipulags- og byggingaráði Hafnarfjarðar, telur að bærinn hafi orðið af hundruðum milljóna vegna rangrar skráningar fasteignagjalda og segir þetta skipta gríðarlegu máli fyrir skuldugt sveitarfélag. Í ársreikningi kemur fram að átak vegna rangrar skráningar fasteigna hafi skilað bæjarfélaginu um hundrað milljónum á síðasta ári, en Ólafur telur þetta mjög varlega áætlað. Dæmi séu um að iðnaðarhúsnæði upp á jafnvel fleiri þúsund fermetra hafi verið skráð á byggingar- eða matsstig til fjölda ára, þótt húsin hafi verið í fullri notkun. Einnig séu dæmi um íbúðarhúsnæði sem ekki sé greitt af. „Það eru til dæmi um fólk sem býr hlið við hlið í nýlegu húsnæði. Annar aðilinn borgar full fasteignagjöld en nágranninn helmingi lægri vegna þess að hús nágrannans er skráð sem fokhelt,“ segir Ólafur. Að hans sögn var tillaga um aukið utanumhald ekki samþykkt og umfang vandamálsins því á huldu. „Það felst ranglæti í því að fólk borgar mismunandi fasteignagjöld. Þau eru há og það eiga allir að sitja við sama borð í greiðslu opinberra gjalda en því miður hefur eftirlit með þessum þætti bara brugðist.“
Mest lesið Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent Rekstur innan fjárheimilda Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent
Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent