Sátu báðu megin við borðið - eftirlit var ekki fullnægjandi 2. júlí 2013 15:18 Rannsóknarnefnd Alþingis um Íbúðalánasjóð telur að eftirlit með starfsemi íbúðalánasjóðs hafi ekki verið fullnægjandi. Rannsóknarnefnd Alþingis um Íbúðalánasjóð telur að eftirlit með starfsemi íbúðalánasjóðs hafi ekki verið fullnægjandi. Í niðurstöður nefndarinnar segir að almennt sé meginskýringuna fyrir ófullnægjandi eftirliti að finna í útbreiddu skeytingarleysi í umgengni við eftirlit, skilningsleysi á því hvað gerir eftirlit virkt og trúverðugt og í áhrifum pólitískra ráðninga. Af þessum ástæðum brugðust stofnanir stjórnsýslukerfisins ein af annarri. Svo segir að þegar litið sé til einstakra stofnana liggja ólíkar ástæður að baki því að eftirlit með Íbúðalánasjóði reyndist ekki fullnægjandi árið 2004 þegar umfangsmestu breytingarnar á lánastarfsemi sjóðsins voru gerðar. Í fyrsta lagi hafði Alþingi afsalað sér aðkomu að tilnefningu í stjórn Íbúðalánasjóðs. Íbúðalánasjóður varð í kjölfarið sjálfstæðari gagnvart þinginu en ósjálfstæðari gagnvart flokkspólitísku valdi ráðherra sem einn skipaði í stjórn sjóðsins án tilnefningar. Í öðru lagi gróf skipan fulltrúa úr félagsmálanefnd þingsins til setu í stjórn sjóðsins undan eftirlitshlutverki þingsins. Það dregur úr trúverðugleika eftirlits sitji aðilar báðum megin borðs því að enginn getur haft eftirlit með sjálfum sér. Í þriðja lagi rýrðu pólitískar ráðningar, að því er séð verður, í stöður framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs, forstjóra Fjármálaeftirlits og bankastjóra Seðlabanka Íslands trúverðugleika og virkni eftirlits þessara stofnana með starfsemi sjóðsins. Í fjórða lagi bjó Ríkisábyrgðasjóður yfir veikustu stjórntækjunum af framangreindum eftirlitsstofnunum. Þegar á reyndi skorti á þá pólitísku forustu sem til þurfti svo að Ríkisábyrgðasjóður gæti gegnt því hlutverki að varna því að ábyrgðir féllu á ríkissjóð. Að lokum hafði Ríkisendurskoðun með samningi við Íbúðalánasjóð tekið að sér innri endurskoðun fyrir stofnunina og var þar með ekki lengur sá óháði aðili sem Alþingi þurfti á að halda til að gera úttekt á starfseminni. Með þessum samningi hafði Ríkisendurskoðun skapað sér vanhæfi og þar með skaðað eitt veigamesta eftirlitstæki þingsins. Tengdar fréttir Skuldabréfaskiptin ein verstu mistökin Rannsóknarnefnd Alþingis um starsemi Íbúðalánasjóðs segir í kolsvartri skýrslu um sjóðinn að ein verstu mistökin sem voru gerð hjá sjóðnum hafi verið þegar íbúðabréfakerfið var tekið upp árið0 2004 og húsbréfakerfið lagt niður. 2. júlí 2013 14:55 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samábyrg fyrir breytingum Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var samábyrg fyrir breytingum innan Íbúðalánasjóðs árið 2004 að því er fram kemur í niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð. 2. júlí 2013 15:11 Skýrsla um starfsemi og rekstur Íbúðalánasjóðs birt í dag Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um starfsemi Íbúðalánasjóðs verður afhent í dag klukkan 13.00 í Alþingishúsinu og birt á vef Alþingis klukkan 14.00. 2. júlí 2013 09:19 Mistök Íbúðalánasjóðs kostað þjóðina milljarða Í ágripi um helstu niðurstöður rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð segir að rannsókn þeirra hafi leitt í ljós margvísleg mistök, sum mjög alvarleg, sem hafa kostað þjóðina milljarða króna. 2. júlí 2013 14:17 Mest lesið Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Rekstur innan fjárheimilda Viðskipti innlent Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Rannsóknarnefnd Alþingis um Íbúðalánasjóð telur að eftirlit með starfsemi íbúðalánasjóðs hafi ekki verið fullnægjandi. Í niðurstöður nefndarinnar segir að almennt sé meginskýringuna fyrir ófullnægjandi eftirliti að finna í útbreiddu skeytingarleysi í umgengni við eftirlit, skilningsleysi á því hvað gerir eftirlit virkt og trúverðugt og í áhrifum pólitískra ráðninga. Af þessum ástæðum brugðust stofnanir stjórnsýslukerfisins ein af annarri. Svo segir að þegar litið sé til einstakra stofnana liggja ólíkar ástæður að baki því að eftirlit með Íbúðalánasjóði reyndist ekki fullnægjandi árið 2004 þegar umfangsmestu breytingarnar á lánastarfsemi sjóðsins voru gerðar. Í fyrsta lagi hafði Alþingi afsalað sér aðkomu að tilnefningu í stjórn Íbúðalánasjóðs. Íbúðalánasjóður varð í kjölfarið sjálfstæðari gagnvart þinginu en ósjálfstæðari gagnvart flokkspólitísku valdi ráðherra sem einn skipaði í stjórn sjóðsins án tilnefningar. Í öðru lagi gróf skipan fulltrúa úr félagsmálanefnd þingsins til setu í stjórn sjóðsins undan eftirlitshlutverki þingsins. Það dregur úr trúverðugleika eftirlits sitji aðilar báðum megin borðs því að enginn getur haft eftirlit með sjálfum sér. Í þriðja lagi rýrðu pólitískar ráðningar, að því er séð verður, í stöður framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs, forstjóra Fjármálaeftirlits og bankastjóra Seðlabanka Íslands trúverðugleika og virkni eftirlits þessara stofnana með starfsemi sjóðsins. Í fjórða lagi bjó Ríkisábyrgðasjóður yfir veikustu stjórntækjunum af framangreindum eftirlitsstofnunum. Þegar á reyndi skorti á þá pólitísku forustu sem til þurfti svo að Ríkisábyrgðasjóður gæti gegnt því hlutverki að varna því að ábyrgðir féllu á ríkissjóð. Að lokum hafði Ríkisendurskoðun með samningi við Íbúðalánasjóð tekið að sér innri endurskoðun fyrir stofnunina og var þar með ekki lengur sá óháði aðili sem Alþingi þurfti á að halda til að gera úttekt á starfseminni. Með þessum samningi hafði Ríkisendurskoðun skapað sér vanhæfi og þar með skaðað eitt veigamesta eftirlitstæki þingsins.
Tengdar fréttir Skuldabréfaskiptin ein verstu mistökin Rannsóknarnefnd Alþingis um starsemi Íbúðalánasjóðs segir í kolsvartri skýrslu um sjóðinn að ein verstu mistökin sem voru gerð hjá sjóðnum hafi verið þegar íbúðabréfakerfið var tekið upp árið0 2004 og húsbréfakerfið lagt niður. 2. júlí 2013 14:55 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samábyrg fyrir breytingum Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var samábyrg fyrir breytingum innan Íbúðalánasjóðs árið 2004 að því er fram kemur í niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð. 2. júlí 2013 15:11 Skýrsla um starfsemi og rekstur Íbúðalánasjóðs birt í dag Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um starfsemi Íbúðalánasjóðs verður afhent í dag klukkan 13.00 í Alþingishúsinu og birt á vef Alþingis klukkan 14.00. 2. júlí 2013 09:19 Mistök Íbúðalánasjóðs kostað þjóðina milljarða Í ágripi um helstu niðurstöður rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð segir að rannsókn þeirra hafi leitt í ljós margvísleg mistök, sum mjög alvarleg, sem hafa kostað þjóðina milljarða króna. 2. júlí 2013 14:17 Mest lesið Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Rekstur innan fjárheimilda Viðskipti innlent Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Skuldabréfaskiptin ein verstu mistökin Rannsóknarnefnd Alþingis um starsemi Íbúðalánasjóðs segir í kolsvartri skýrslu um sjóðinn að ein verstu mistökin sem voru gerð hjá sjóðnum hafi verið þegar íbúðabréfakerfið var tekið upp árið0 2004 og húsbréfakerfið lagt niður. 2. júlí 2013 14:55
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samábyrg fyrir breytingum Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var samábyrg fyrir breytingum innan Íbúðalánasjóðs árið 2004 að því er fram kemur í niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð. 2. júlí 2013 15:11
Skýrsla um starfsemi og rekstur Íbúðalánasjóðs birt í dag Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um starfsemi Íbúðalánasjóðs verður afhent í dag klukkan 13.00 í Alþingishúsinu og birt á vef Alþingis klukkan 14.00. 2. júlí 2013 09:19
Mistök Íbúðalánasjóðs kostað þjóðina milljarða Í ágripi um helstu niðurstöður rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð segir að rannsókn þeirra hafi leitt í ljós margvísleg mistök, sum mjög alvarleg, sem hafa kostað þjóðina milljarða króna. 2. júlí 2013 14:17
Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent
Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent