Tímamótasigur hjá Datacell og Wikileaks Valur Grettisson skrifar 1. júlí 2013 11:48 Sveinn Andri ásamt Ólafi Vigni Sigurvinssyni, stofnanda Datacell Mynd/BL Valitor hefur framlengt þjónustu sína til fyrirtækisins Datacell sem sá um að færsluhirðingar í þágu Wikileaks. Áfangasigur segir lögmaður fyrirtækisins, sem undirbýr nú skaðabótamál gegn fyrirtækinu. Það var í apríl síðastliðnum sem Hæstiréttur Íslands staðfesti að Valitor hefði verið óheimilt að loka fyrir greiðslugátt Datacell sem tók við fjárframlögum til WikiLeaks. Að sögn Sveins Andra Sveinssonar, lögmanns Datacell, opnaði fyrirtækið greiðslugáttina eftir að dómur féll, en tilkynntu á sama tíma að þeir hygðust segja samningum upp við Datacell. Kortafyrirtækið hefur nú sent frá sér tilkynningu þar sem kom fram að þeir hefðu hætt við að loka fyrir greiðslugáttina nú um helgina. „þeir tilkynntu, eftir að þeir opnuðu gáttina, um uppsögn samningarins við Datacell, en við mótmælum því harðlega.“ Segir Sveinn Andri og vitnar þá í reglur um skyldur til samningsgerðar og bætir við að engar málefnalegar ástæður liggi að baki uppsögninni. Málinu er því alls ekki lokið, auk þess sem Datacell og WikiLeaks undirbúa skaðabóta mál. „Wikileaks og Datacell líka hafa orðið fyrir gríðarlegu fjárhagslegu tjóni og ljóst að við munum halda bótakröfu að valitor vegna þessa tjóns,“ segir Sveinn Andri. Niðurstaðan nú er þó stórt skref í baráttu Datacell og WikiLeaks í áttina að safna fjárframlögum. „Þetta er tímamótasigur hjá okkar umbjóðendum,“ segir Sveinn Andri. Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu frá Valitor vegna málsins: Valitor hefur tilkynnt Datacell að fallið hafi verið frá lokun á greiðslugátt til fyrirtækisins frá og með miðnætti 30. júní, eins og tilkynnt hafði verið um í apríl síðastliðnum. Ástæður breyttrar afstöðu Valitor eru: Í fyrst lagi að MasterCard hefur heimilað Valitor að veita Datacell þjónustu á sviði færsluhirðingar með MasterCard kortum í þágu WikiLeaks. Í öðru lagi vegna þess að MasterCard og Visa EU hafa í tæpt ár látið það óáreitt að Card de Bleue í Frakkland annist færsluhirðingar með MasterCard og Visa í þágu WikiLeaks. Valitor er í starfsemi sinni bundið af skilmálum MasterCard og Visa EU og getur því þurft að rjúfa samning sinn við DataCell að kröfu þessara aðila til að tryggja að öðru leyti örugg og ótrufluð kortaviðskipti hér á landi. Valitor tekur sem fyrr ekki afstöðu til starfsemi Wikileaks eða ágreinings samtakanna við alþjóðleg fjármálafyrirtæki. Mest lesið Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Sófi fyrir nýsköpun Viðskipti innlent Áfrýjar í Imon-málinu Viðskipti innlent Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent Markaðurinn 4. sept. Atvinnulíf Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Valitor hefur framlengt þjónustu sína til fyrirtækisins Datacell sem sá um að færsluhirðingar í þágu Wikileaks. Áfangasigur segir lögmaður fyrirtækisins, sem undirbýr nú skaðabótamál gegn fyrirtækinu. Það var í apríl síðastliðnum sem Hæstiréttur Íslands staðfesti að Valitor hefði verið óheimilt að loka fyrir greiðslugátt Datacell sem tók við fjárframlögum til WikiLeaks. Að sögn Sveins Andra Sveinssonar, lögmanns Datacell, opnaði fyrirtækið greiðslugáttina eftir að dómur féll, en tilkynntu á sama tíma að þeir hygðust segja samningum upp við Datacell. Kortafyrirtækið hefur nú sent frá sér tilkynningu þar sem kom fram að þeir hefðu hætt við að loka fyrir greiðslugáttina nú um helgina. „þeir tilkynntu, eftir að þeir opnuðu gáttina, um uppsögn samningarins við Datacell, en við mótmælum því harðlega.“ Segir Sveinn Andri og vitnar þá í reglur um skyldur til samningsgerðar og bætir við að engar málefnalegar ástæður liggi að baki uppsögninni. Málinu er því alls ekki lokið, auk þess sem Datacell og WikiLeaks undirbúa skaðabóta mál. „Wikileaks og Datacell líka hafa orðið fyrir gríðarlegu fjárhagslegu tjóni og ljóst að við munum halda bótakröfu að valitor vegna þessa tjóns,“ segir Sveinn Andri. Niðurstaðan nú er þó stórt skref í baráttu Datacell og WikiLeaks í áttina að safna fjárframlögum. „Þetta er tímamótasigur hjá okkar umbjóðendum,“ segir Sveinn Andri. Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu frá Valitor vegna málsins: Valitor hefur tilkynnt Datacell að fallið hafi verið frá lokun á greiðslugátt til fyrirtækisins frá og með miðnætti 30. júní, eins og tilkynnt hafði verið um í apríl síðastliðnum. Ástæður breyttrar afstöðu Valitor eru: Í fyrst lagi að MasterCard hefur heimilað Valitor að veita Datacell þjónustu á sviði færsluhirðingar með MasterCard kortum í þágu WikiLeaks. Í öðru lagi vegna þess að MasterCard og Visa EU hafa í tæpt ár látið það óáreitt að Card de Bleue í Frakkland annist færsluhirðingar með MasterCard og Visa í þágu WikiLeaks. Valitor er í starfsemi sinni bundið af skilmálum MasterCard og Visa EU og getur því þurft að rjúfa samning sinn við DataCell að kröfu þessara aðila til að tryggja að öðru leyti örugg og ótrufluð kortaviðskipti hér á landi. Valitor tekur sem fyrr ekki afstöðu til starfsemi Wikileaks eða ágreinings samtakanna við alþjóðleg fjármálafyrirtæki.
Mest lesið Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Sófi fyrir nýsköpun Viðskipti innlent Áfrýjar í Imon-málinu Viðskipti innlent Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent Markaðurinn 4. sept. Atvinnulíf Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent
Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent