Seldi bíl og stal honum aftur 19. júlí 2013 13:28 Það má vara sig í bílakaupum, en að seljandinn steli honum aftur er vonandi sjaldgæft. Átján ára Kaliforníumær fann þennan líka fína Honda Civic af árgerð 2009 á 10.000 dollara og keypti hann af Jose nokkrum Madrigal. Hún ók honum stolt fyrir utan heimili sitt í Palm Springs, en þegar hún ætlaði að njóta hans daginn eftir var hann horfinn. Þjófurinn var enginn annar en seljandinn, sem greinilega hefur haldið eftir lykli af bílnum og vissi hvar hann yrði að finna. Að auki var eigendaskiptavottorðið sem fylgdi bílnum ólöglegt. Hún fór til lögreglunnar og tilkynnti þjófnaðinn. Lögreglan brá á það ráð að hringja í þjófinn og falast eftir bílnum til kaups. Mælti hún sér mót við hinn bíræfna þjóf við almenningsgarð. Madrigal sendi spúsu til verksins og var hún handtekin á staðnum, enda var hún með í ráðagerðinni allri. Lögreglan hélt síðan að heimili þjófaparsins, en þá lagði Madrigal á flótta á öðrum bíl sem komst ekki lengra en að næstu götu vegna bilunar og var fljótt færður í járn. Því sitja þau bæði inni sem stendur og verða kærð fyrir þjófnaðinn Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent
Átján ára Kaliforníumær fann þennan líka fína Honda Civic af árgerð 2009 á 10.000 dollara og keypti hann af Jose nokkrum Madrigal. Hún ók honum stolt fyrir utan heimili sitt í Palm Springs, en þegar hún ætlaði að njóta hans daginn eftir var hann horfinn. Þjófurinn var enginn annar en seljandinn, sem greinilega hefur haldið eftir lykli af bílnum og vissi hvar hann yrði að finna. Að auki var eigendaskiptavottorðið sem fylgdi bílnum ólöglegt. Hún fór til lögreglunnar og tilkynnti þjófnaðinn. Lögreglan brá á það ráð að hringja í þjófinn og falast eftir bílnum til kaups. Mælti hún sér mót við hinn bíræfna þjóf við almenningsgarð. Madrigal sendi spúsu til verksins og var hún handtekin á staðnum, enda var hún með í ráðagerðinni allri. Lögreglan hélt síðan að heimili þjófaparsins, en þá lagði Madrigal á flótta á öðrum bíl sem komst ekki lengra en að næstu götu vegna bilunar og var fljótt færður í járn. Því sitja þau bæði inni sem stendur og verða kærð fyrir þjófnaðinn
Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent