Sláttutraktor 4 sek. í hundraðið Finnur Thorlacius skrifar 18. júlí 2013 14:30 Honda finnst greinilega gaman að leika sér með eigin framleiðsluvörur. Þeir settu 1000cc mótor úr Honda VTR Firestorm mótorhjóli í Honda sláttutraktor og fyrir vikið er hann sá sneggsti í heimi. Hann kemst á hundrað kílómetra hraða á sléttum 4 sekúndum. Að auki hefur hann hámarkshraðann 209 km/klst. Að sjálfsögðu þurfti að breyta fjöðrun og dekkjum, sem og yfirbyggingunni örlítið, en að mestu leiti lítur hann út eins og venjulegur slátturtraktor. Hann getur líka virkað sem slíkur og slær á 25 kílómetra hraða, eða um helmingi hraðar en flestir aðrir sláttutraktorar. Þyngd hans er aðeins um 140 kíló en vélin 109 hestafla, svo það er kannski ekki nema von að hann sé snöggur upp. Hann er eins snöggur í hundraðið og 557 hestafla Mercedes Benz S-Class 63 AMG. Hægt er að virða fyrir sér afl og akstursgetu traktorsins í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent
Honda finnst greinilega gaman að leika sér með eigin framleiðsluvörur. Þeir settu 1000cc mótor úr Honda VTR Firestorm mótorhjóli í Honda sláttutraktor og fyrir vikið er hann sá sneggsti í heimi. Hann kemst á hundrað kílómetra hraða á sléttum 4 sekúndum. Að auki hefur hann hámarkshraðann 209 km/klst. Að sjálfsögðu þurfti að breyta fjöðrun og dekkjum, sem og yfirbyggingunni örlítið, en að mestu leiti lítur hann út eins og venjulegur slátturtraktor. Hann getur líka virkað sem slíkur og slær á 25 kílómetra hraða, eða um helmingi hraðar en flestir aðrir sláttutraktorar. Þyngd hans er aðeins um 140 kíló en vélin 109 hestafla, svo það er kannski ekki nema von að hann sé snöggur upp. Hann er eins snöggur í hundraðið og 557 hestafla Mercedes Benz S-Class 63 AMG. Hægt er að virða fyrir sér afl og akstursgetu traktorsins í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent