Avis kaupir Payless bílaleiguna Finnur Thorlacius skrifar 17. júlí 2013 15:15 Stærri bílaleigufyrirtækin eru að kaupa þau minni Samþjöppun á bílaleigumarkaðnum heldur áfram út í heimi og í gær keypti bílaleigurisinn Avis Budget Group bílaleiguna Payless. Ekki er langt síðan Avis keypti bílaleiguna Zipcar fyrir 61 milljarð króna, en nú þurfti Avis aðeins að punga út 6,1 milljarði. Vafalaust eru þessi kaup til þess ætluð að standa uppí hárinu á Hertz sem keypti nýverið Dollar-Thrifty bílaleiguna. Meiningin er að reka Payless áfram sem sjálfstætt fyrirtæki og halda nafninu. Payless mun styrkja Avis á markaði fyrir ódýra og millidýra bílaleigubíla og auka styrk hins sameiginlega fyrirtækis við innkaup nýrra bíla. Velta Avis Budget Group í fyrra var 900 milljarðar króna. Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent
Samþjöppun á bílaleigumarkaðnum heldur áfram út í heimi og í gær keypti bílaleigurisinn Avis Budget Group bílaleiguna Payless. Ekki er langt síðan Avis keypti bílaleiguna Zipcar fyrir 61 milljarð króna, en nú þurfti Avis aðeins að punga út 6,1 milljarði. Vafalaust eru þessi kaup til þess ætluð að standa uppí hárinu á Hertz sem keypti nýverið Dollar-Thrifty bílaleiguna. Meiningin er að reka Payless áfram sem sjálfstætt fyrirtæki og halda nafninu. Payless mun styrkja Avis á markaði fyrir ódýra og millidýra bílaleigubíla og auka styrk hins sameiginlega fyrirtækis við innkaup nýrra bíla. Velta Avis Budget Group í fyrra var 900 milljarðar króna.
Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent