Jeremy Clarkson þénaði 2,6 milljarða á Top Gear í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 17. júlí 2013 12:15 Jeremy Clarkson brosir og hefur ástæðu til þess. Það er ekki nóg með að Jeremy Clarkson, einn þáttastjórnenda Top Gear bílaþáttanna, sé í einu skemmtilegasta starfi í heimi heldur fær hann afar vel greitt fyrir vinnu sína. Tekjur hans á síðasta ári vegna þáttanna numu 2.580 milljónum króna. Vænn hluti þeirrar upphæðar rötuðu í hans vasa við sölu fyrirtækis þess sem hefur með sölu auglýsinga í þáttinn að gera, sem selt var til BBC í fyrra. Fyrir þá sölu átti BBC 50% hlut í fyrirtækinu, Clarkson 30% og framleiðandi þáttanna Andy Wilman 20%. Þessar háu tekjur Jeremy Clarkson gerðu hann að launahæsta starfsmanni BBC í fyrra. Á síðustu 5 árum hefur Clarkson haft 1.850 milljóna tekjur af hagnaði auglýsingasölufyrirtækisins en ákvað þrátt fyrir það að selja hlut sinn. Hinir tveir þáttastjórnendur Top Gear, Richard Hammond og James May eru víst ekkert alltof hrifnir af þeim stjarnfræðilegu tekjum sem Clarkson hefur haft umfram þá tvo, en þeir samningar sem Clarkson gerði fyrir margt löngu hefur reynst honum alger gullkista. Nú, eftir sölu Clarkson á auglýsingasölufyrirtækinu, ættu þeir allir þrír að hafa sambærilegar tekjur af Top Gear og hafa þeir allir samið til næstu þriggja ára um áframhaldandi stjórnun þáttarins. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent
Það er ekki nóg með að Jeremy Clarkson, einn þáttastjórnenda Top Gear bílaþáttanna, sé í einu skemmtilegasta starfi í heimi heldur fær hann afar vel greitt fyrir vinnu sína. Tekjur hans á síðasta ári vegna þáttanna numu 2.580 milljónum króna. Vænn hluti þeirrar upphæðar rötuðu í hans vasa við sölu fyrirtækis þess sem hefur með sölu auglýsinga í þáttinn að gera, sem selt var til BBC í fyrra. Fyrir þá sölu átti BBC 50% hlut í fyrirtækinu, Clarkson 30% og framleiðandi þáttanna Andy Wilman 20%. Þessar háu tekjur Jeremy Clarkson gerðu hann að launahæsta starfsmanni BBC í fyrra. Á síðustu 5 árum hefur Clarkson haft 1.850 milljóna tekjur af hagnaði auglýsingasölufyrirtækisins en ákvað þrátt fyrir það að selja hlut sinn. Hinir tveir þáttastjórnendur Top Gear, Richard Hammond og James May eru víst ekkert alltof hrifnir af þeim stjarnfræðilegu tekjum sem Clarkson hefur haft umfram þá tvo, en þeir samningar sem Clarkson gerði fyrir margt löngu hefur reynst honum alger gullkista. Nú, eftir sölu Clarkson á auglýsingasölufyrirtækinu, ættu þeir allir þrír að hafa sambærilegar tekjur af Top Gear og hafa þeir allir samið til næstu þriggja ára um áframhaldandi stjórnun þáttarins.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent