Ríkið dregur lappirnar vegna hönnunarsamkeppni á Geysissvæðinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. júlí 2013 18:30 Hugmyndasamkeppni um framtíðarhönnun á Geysissvæðinu hefur frestast því fjármálaráðuneytið neitar að samþykkja texta í útboðslýsingu um að hönnun eigi að taka mið af framtíðargjaldtöku á svæðinu. Þetta er niðurstaðan þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi markað þá stefnu að slík gjaldtaka verði hafin. Til stóð að auglýst yrði samkeppni meðal arkitekta og hönnuða um framtíðarskipulag Geysissvæðisins í júní síðastliðnum. Voru nokkrir arkitektar í startholunum vegna þessa og þá voru landeigendur á geysissvæðinu að búa sig undir að samkeppnin yrði að veruleika.Nauðsynlegt að hanna svæðið upp á nýtt til að bregðast við átroðningi Var það afstaða nær allra sem eiga aðkomu að málinu samkeppnin færi fram sem fyrst en talið er bráðnauðsynlegt að hanna Geysissvæðið upp á nýtt til að bregðast við átroðningi ferðamanna. Hér er átt við aðkomu að svæðinu, stíga og annan aðbúnað við þessa náttúruperlu. Ríkissjóður á hverina og svæðið sjálft en einkaaðilar eiga jarðir í kring og legja síðan afnot af landinu til ferðaþjónustuaðila. Birting auglýsingarinnar vegna hönnunarsamkeppninnar hefur hins vegar tafist þar sem fjármálaráðuneytið, sem heldur á eignarhlut ríkisins í Geysi, hefur ekki viljað samþykkja texta í samkeppnislýsingu um að hönnun taki mið af framtíðargjaldtöku á svæðinu. Þetta þykir orka tvímælis þar sem það er yfirlýst stefna núverandi ríkisstjórnar að innleiða gjaldtöku á ferðamannasvæðum.Úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar.Orðrétt segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að „kannaðir verði möguleikar á gjaldtöku til uppbyggingar ferðamannastaða til að bregðast við auknum fjölda ferðamanna í náttúru Íslands." Segir ótímabært að samþykkja skilmála meðan óvissa er um form gjaldtöku Þórhallur Arason er yfirmaður þeirrar skrifstofu fjármálaráðuneytisins sem annast umsýslu eigna ríkisins. Þórhallur staðfesti í samtali við fréttastofu að ráðuneytið hefði gert athugasemdir við orðalag í samkeppnislýsingu og ekki samþykkt hana. Hann sagði að ástæðan væri sú ekki lægi fyrir hvernig gjaldtöku yrði háttað og í hvaða formi hún yrði, þ.e hvort þetta yrði almenn gjaldtaka í formi náttúrupassa eða eitthvað annað. Þess vegna væri ekki tímabært að ræða hvort sett yrði upp hús við Geysissvæðið vegna gjaldtökunnar. Þórhallur sagði að málið yrði tekið upp í ágúst næstkomandi. Halldóra Vífilsdóttir, aðstoðarforstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins og formaður dómnefndar í samkeppninni, sagðist eiga von á því að gerð samkeppnislýsingar myndi liggja fyrir í ágúst og að í kjölfarið yrði samkeppnin auglýst. Tengdar fréttir Geysir að drabbast niður Einn fjölmennasti ferðamannastaður landsins, Geysir í Haukdal er allur að drabbast niður vegna ágangs ferðamanna enda breytist staðurinn í leirfor í bleytu. 24. mars 2013 12:07 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Starfsmenn Bílanausts sendir heim Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Hugmyndasamkeppni um framtíðarhönnun á Geysissvæðinu hefur frestast því fjármálaráðuneytið neitar að samþykkja texta í útboðslýsingu um að hönnun eigi að taka mið af framtíðargjaldtöku á svæðinu. Þetta er niðurstaðan þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi markað þá stefnu að slík gjaldtaka verði hafin. Til stóð að auglýst yrði samkeppni meðal arkitekta og hönnuða um framtíðarskipulag Geysissvæðisins í júní síðastliðnum. Voru nokkrir arkitektar í startholunum vegna þessa og þá voru landeigendur á geysissvæðinu að búa sig undir að samkeppnin yrði að veruleika.Nauðsynlegt að hanna svæðið upp á nýtt til að bregðast við átroðningi Var það afstaða nær allra sem eiga aðkomu að málinu samkeppnin færi fram sem fyrst en talið er bráðnauðsynlegt að hanna Geysissvæðið upp á nýtt til að bregðast við átroðningi ferðamanna. Hér er átt við aðkomu að svæðinu, stíga og annan aðbúnað við þessa náttúruperlu. Ríkissjóður á hverina og svæðið sjálft en einkaaðilar eiga jarðir í kring og legja síðan afnot af landinu til ferðaþjónustuaðila. Birting auglýsingarinnar vegna hönnunarsamkeppninnar hefur hins vegar tafist þar sem fjármálaráðuneytið, sem heldur á eignarhlut ríkisins í Geysi, hefur ekki viljað samþykkja texta í samkeppnislýsingu um að hönnun taki mið af framtíðargjaldtöku á svæðinu. Þetta þykir orka tvímælis þar sem það er yfirlýst stefna núverandi ríkisstjórnar að innleiða gjaldtöku á ferðamannasvæðum.Úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar.Orðrétt segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að „kannaðir verði möguleikar á gjaldtöku til uppbyggingar ferðamannastaða til að bregðast við auknum fjölda ferðamanna í náttúru Íslands." Segir ótímabært að samþykkja skilmála meðan óvissa er um form gjaldtöku Þórhallur Arason er yfirmaður þeirrar skrifstofu fjármálaráðuneytisins sem annast umsýslu eigna ríkisins. Þórhallur staðfesti í samtali við fréttastofu að ráðuneytið hefði gert athugasemdir við orðalag í samkeppnislýsingu og ekki samþykkt hana. Hann sagði að ástæðan væri sú ekki lægi fyrir hvernig gjaldtöku yrði háttað og í hvaða formi hún yrði, þ.e hvort þetta yrði almenn gjaldtaka í formi náttúrupassa eða eitthvað annað. Þess vegna væri ekki tímabært að ræða hvort sett yrði upp hús við Geysissvæðið vegna gjaldtökunnar. Þórhallur sagði að málið yrði tekið upp í ágúst næstkomandi. Halldóra Vífilsdóttir, aðstoðarforstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins og formaður dómnefndar í samkeppninni, sagðist eiga von á því að gerð samkeppnislýsingar myndi liggja fyrir í ágúst og að í kjölfarið yrði samkeppnin auglýst.
Tengdar fréttir Geysir að drabbast niður Einn fjölmennasti ferðamannastaður landsins, Geysir í Haukdal er allur að drabbast niður vegna ágangs ferðamanna enda breytist staðurinn í leirfor í bleytu. 24. mars 2013 12:07 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Starfsmenn Bílanausts sendir heim Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Geysir að drabbast niður Einn fjölmennasti ferðamannastaður landsins, Geysir í Haukdal er allur að drabbast niður vegna ágangs ferðamanna enda breytist staðurinn í leirfor í bleytu. 24. mars 2013 12:07