Mínir menn stóðust álagið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2013 10:00 Strákarnir stóðu sig með sóma í Tékklandi. Mynd/Aðsend „Þú varst reyndar að vekja mig," sagði ónefndur liðsmaður karlalandsliðs Íslands í golfi þegar blaðamaður Vísis reyndi að ná í Birgi Leif Hafþórsson, liðsstjóra liðsins, í Tékklandi í gærkvöldi. Óhætt er að segja að sami blaðamaður hafi fengið vænt samviskubit. Sem betur fer var um að ræða gott glens hjá einum landsliðsmannanna sex sem tryggðu sér í dag sæti í lokakeppni Evrópumóts landsliða á næsta ári. Birgir Leifur hafði skilið síma sinn eftir á glámbekk og strákarnir gengið á lagið. „Við erum ennþá að klára kvöldverðinn," sagði Birgir Leifur léttur í símann. Íslenska liðið hafnaði í öðru sæti af tíu þjóðum á Challenge Trophy mótinu í Tékklandi og tryggði sér þannig sæti í lokakeppninni líkt og Belgar sem urðu efstir.Birgir Leifur sagði í viðtali við Fréttablaðið á fimmtudaginn að hann hefði tröllatrú á að íslenska liðinu tækist ætlunarverk sitt. Hann viðurkenndi að það væri ekki leiðinlegt að standa við stóru orðin.Guðmundur Ágúst KristjánssonMynd/GVA„Klárlega. Ég hafði mikla trú á þessum strákum. Það voru erfiðar aðstæður eins og sást kannski á skorinu. Það blés mikið en strákarnir bættu sig með hverjum deginum þannig að leikskipulagið gekk alveg upp," sagði Birgir Leifur. Enginn spilaði betur í gær en Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Kappinn spilaði á besta skori allra yfir dagana þrjá, á 66 höggum eða sex höggum undir pari. „Hann stóð sig ótrúlega vel. Náði skollalausum degi og það var virkilega gott að fá svona hring inn í talninguna."Birgir Leifur Hafþórsson.Birgir Leifur sagði að baráttan hefði frá upphafi staðið á milli Belga, Rússa og Tékka. „Svo blönduðu Tyrkir sér inn í þetta. Þeir voru greinilega sterkir. Völlurinn var erfiður en mínir menn stóðust álagið," sagði Skagamaðurinn. Birgir Leifur er atvinnumaður og því ekki gjaldgengur í landsliðið sem aðeins er skipað áhugamönnum. Hann var í fyrsta skipti í hlutverki liðsstjóra og sagði það hafa verið skrýtin tilfinning að fylgjast með af hliðarlínunni. „Það var heiður að fá að kynnast þessum strákum."Íslenska landsliðið fór á kostum í gær.Mynd/Aðsend Golf Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Sjá meira
„Þú varst reyndar að vekja mig," sagði ónefndur liðsmaður karlalandsliðs Íslands í golfi þegar blaðamaður Vísis reyndi að ná í Birgi Leif Hafþórsson, liðsstjóra liðsins, í Tékklandi í gærkvöldi. Óhætt er að segja að sami blaðamaður hafi fengið vænt samviskubit. Sem betur fer var um að ræða gott glens hjá einum landsliðsmannanna sex sem tryggðu sér í dag sæti í lokakeppni Evrópumóts landsliða á næsta ári. Birgir Leifur hafði skilið síma sinn eftir á glámbekk og strákarnir gengið á lagið. „Við erum ennþá að klára kvöldverðinn," sagði Birgir Leifur léttur í símann. Íslenska liðið hafnaði í öðru sæti af tíu þjóðum á Challenge Trophy mótinu í Tékklandi og tryggði sér þannig sæti í lokakeppninni líkt og Belgar sem urðu efstir.Birgir Leifur sagði í viðtali við Fréttablaðið á fimmtudaginn að hann hefði tröllatrú á að íslenska liðinu tækist ætlunarverk sitt. Hann viðurkenndi að það væri ekki leiðinlegt að standa við stóru orðin.Guðmundur Ágúst KristjánssonMynd/GVA„Klárlega. Ég hafði mikla trú á þessum strákum. Það voru erfiðar aðstæður eins og sást kannski á skorinu. Það blés mikið en strákarnir bættu sig með hverjum deginum þannig að leikskipulagið gekk alveg upp," sagði Birgir Leifur. Enginn spilaði betur í gær en Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Kappinn spilaði á besta skori allra yfir dagana þrjá, á 66 höggum eða sex höggum undir pari. „Hann stóð sig ótrúlega vel. Náði skollalausum degi og það var virkilega gott að fá svona hring inn í talninguna."Birgir Leifur Hafþórsson.Birgir Leifur sagði að baráttan hefði frá upphafi staðið á milli Belga, Rússa og Tékka. „Svo blönduðu Tyrkir sér inn í þetta. Þeir voru greinilega sterkir. Völlurinn var erfiður en mínir menn stóðust álagið," sagði Skagamaðurinn. Birgir Leifur er atvinnumaður og því ekki gjaldgengur í landsliðið sem aðeins er skipað áhugamönnum. Hann var í fyrsta skipti í hlutverki liðsstjóra og sagði það hafa verið skrýtin tilfinning að fylgjast með af hliðarlínunni. „Það var heiður að fá að kynnast þessum strákum."Íslenska landsliðið fór á kostum í gær.Mynd/Aðsend
Golf Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Sjá meira