Lyfjum sprautað í fórnarlambið - neitar alfarið sök Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 13. júlí 2013 18:53 Stefán Logi Sívarsson kom fyrir dómara við Héraðsdóm Reykjaness seinni partinn í dag þar sem krafist var gæsluvarðhalds yfir honum. Sérsveit lögreglunnar handtók Stefán í sumarbústað í Miðhúsaskógi í gærkvöldi og höfðu mikinn viðbúnað. Stefáni er gefið að sök tvær líkamsárásir og er önnur þeirra árás á karlmann á þrítugsaldri, en honum var haldið nauðugum í um sólarhring og misþyrmt. Sjónarvottur, sem sá fórnarlambið eftir að hann komst út úr íbúðarhúsi á Stokkseyri þar sem honum var haldið, sagði í samtali við fréttastofu í gær að maðurinn hefði verið mjög illa leikinn, allur skorinn, bólginn í andliti og vankaður. Heimildir fréttastofu herma að ýmis áhöld hafi verið notuð til að pynta manninn á meðan hann var frelsissviptur og að meðal annars hafi fórnarlambið verið barinn með svipu og sprautuð í hann lyfjum. Stefán Logi neitar allri sök í málinu en dómari féllst á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir honum á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Lögmaður Stefáns hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar og segir hann ekki grunaðan um að hafa verið viðstaddan árásina á Stokkseyri. „Hann hafnar alfarið framkomnum ásökunum lögreglu, en það er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sem er að halda málinu fram. Það er ekki komin fram nein kæra af hálfu meintra brotaþola í þessu máli.“ Aðspurður hvort ástæða þess að brotaþolar hafi ekki lagt fram kæru á hendur Stefáni geti stafað af ótta við hann segir Vilhjálmur „Það er mér stórkostlega til efs. Þetta mál virðist allt hefjast fyrir tilstuðlan lögreglu.“ Alls sitja nú fimm karlmenn í gæsluvarðhaldi vegna málsins, tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á miðvikudaginn og aðrir tveir í gær. Stokkseyrarmálið Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Jós í Kvikmyndasjóð og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Sjá meira
Stefán Logi Sívarsson kom fyrir dómara við Héraðsdóm Reykjaness seinni partinn í dag þar sem krafist var gæsluvarðhalds yfir honum. Sérsveit lögreglunnar handtók Stefán í sumarbústað í Miðhúsaskógi í gærkvöldi og höfðu mikinn viðbúnað. Stefáni er gefið að sök tvær líkamsárásir og er önnur þeirra árás á karlmann á þrítugsaldri, en honum var haldið nauðugum í um sólarhring og misþyrmt. Sjónarvottur, sem sá fórnarlambið eftir að hann komst út úr íbúðarhúsi á Stokkseyri þar sem honum var haldið, sagði í samtali við fréttastofu í gær að maðurinn hefði verið mjög illa leikinn, allur skorinn, bólginn í andliti og vankaður. Heimildir fréttastofu herma að ýmis áhöld hafi verið notuð til að pynta manninn á meðan hann var frelsissviptur og að meðal annars hafi fórnarlambið verið barinn með svipu og sprautuð í hann lyfjum. Stefán Logi neitar allri sök í málinu en dómari féllst á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir honum á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Lögmaður Stefáns hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar og segir hann ekki grunaðan um að hafa verið viðstaddan árásina á Stokkseyri. „Hann hafnar alfarið framkomnum ásökunum lögreglu, en það er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sem er að halda málinu fram. Það er ekki komin fram nein kæra af hálfu meintra brotaþola í þessu máli.“ Aðspurður hvort ástæða þess að brotaþolar hafi ekki lagt fram kæru á hendur Stefáni geti stafað af ótta við hann segir Vilhjálmur „Það er mér stórkostlega til efs. Þetta mál virðist allt hefjast fyrir tilstuðlan lögreglu.“ Alls sitja nú fimm karlmenn í gæsluvarðhaldi vegna málsins, tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á miðvikudaginn og aðrir tveir í gær.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Jós í Kvikmyndasjóð og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Sjá meira