Sjónarvottar segja fórnarlambið hafa verið vankað og blóðugt Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 12. júlí 2013 19:04 Lögreglan hefur undanfarna daga leitað að Stefáni Loga Sívarssyni vegna árásar sem átti sér stað á Stokkseyri í síðustu viku. Stefán er grunaður um að hafa í félagi við aðra numið á brott karlmann á þrítugsaldri, keyrt með hann til Stokkseyrar og haldið honum föngnum í íbúðarhúsi og misþyrmt í um sólarhring. Fjórir menn hafa verið handteknir vegna málsins, tveir þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í fyrradag og voru tveir aðrir leiddir fyrir Héraðsdóm Reykjaness nú á sjötta tímanum. Einn þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi er íbúi í húsinu þar sem fórnarlambinu var misþyrmt. Eftir að hinir árásarmennirir voru farnir á brott gekk hann með þeim sem fyrir árásinni varð í söluturninn Skálann. Sjónarvottur sem var staddur í Skálanum vildi ekki koma í viðtal en lýsti í samtali við fréttastofu hvernig fórnarlambið og húsráðandinn komu saman inn í söluturninn. Hann sagði það greinilegt að húsráðandinn vildi losna við manninn og fór hann fljótlega eftir að þangað var komið. Fórnarlambið var illa til reika og vankað. Hann var blóðugur, með marga skurði í andliti, bólginn og átti erfitt með að tala og var illskiljanlegur vegna þess hversu bólginn hann var. Einnig hékk laus flipi úr neðri vör mannsins á stærð við tíu krónu pening. Í Fréttablaðinu í morgun kom einnig fram að maðurinn væri með sár á líkamanum eftir svipuhögg. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Stefán Logi kemst í kast við lögin en hann var meðal annars sakfelldur fyrir nauðgun í janúar á þessu ári og dæmdur til fimm ára fangelsisvistar. Þeim dómi var þó snúið í Hæstarétti og hann sýknaður í júní. Lögmaður Stefáns er ósáttur við vinnubrögð lögreglu í því máli sem nú er komið upp og segir hann lögreglu bera á Stefán sakir í fjölmiðlum. Slíkt sé forkastanlegt. "Ef þeir þurfa að ná tali af Stefáni Loga og hafa hann grunaðan um að hafa framið refsivert athæfi þá eiga þeir auðvitað bara að lýsa eftir honum með formlegum hætti, en ekki með því að leka nákvæmum upplýsingum um einhverja meinta refsiverða háttsemi í fjölmiðla og láta birta það á forsíðu," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segist ekki ekkert hafa heyrt í Stefáni í einhvern tíma.Stefán Logi er margdæmdur ofbeldismaður. Stokkseyrarmálið Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira
Lögreglan hefur undanfarna daga leitað að Stefáni Loga Sívarssyni vegna árásar sem átti sér stað á Stokkseyri í síðustu viku. Stefán er grunaður um að hafa í félagi við aðra numið á brott karlmann á þrítugsaldri, keyrt með hann til Stokkseyrar og haldið honum föngnum í íbúðarhúsi og misþyrmt í um sólarhring. Fjórir menn hafa verið handteknir vegna málsins, tveir þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í fyrradag og voru tveir aðrir leiddir fyrir Héraðsdóm Reykjaness nú á sjötta tímanum. Einn þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi er íbúi í húsinu þar sem fórnarlambinu var misþyrmt. Eftir að hinir árásarmennirir voru farnir á brott gekk hann með þeim sem fyrir árásinni varð í söluturninn Skálann. Sjónarvottur sem var staddur í Skálanum vildi ekki koma í viðtal en lýsti í samtali við fréttastofu hvernig fórnarlambið og húsráðandinn komu saman inn í söluturninn. Hann sagði það greinilegt að húsráðandinn vildi losna við manninn og fór hann fljótlega eftir að þangað var komið. Fórnarlambið var illa til reika og vankað. Hann var blóðugur, með marga skurði í andliti, bólginn og átti erfitt með að tala og var illskiljanlegur vegna þess hversu bólginn hann var. Einnig hékk laus flipi úr neðri vör mannsins á stærð við tíu krónu pening. Í Fréttablaðinu í morgun kom einnig fram að maðurinn væri með sár á líkamanum eftir svipuhögg. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Stefán Logi kemst í kast við lögin en hann var meðal annars sakfelldur fyrir nauðgun í janúar á þessu ári og dæmdur til fimm ára fangelsisvistar. Þeim dómi var þó snúið í Hæstarétti og hann sýknaður í júní. Lögmaður Stefáns er ósáttur við vinnubrögð lögreglu í því máli sem nú er komið upp og segir hann lögreglu bera á Stefán sakir í fjölmiðlum. Slíkt sé forkastanlegt. "Ef þeir þurfa að ná tali af Stefáni Loga og hafa hann grunaðan um að hafa framið refsivert athæfi þá eiga þeir auðvitað bara að lýsa eftir honum með formlegum hætti, en ekki með því að leka nákvæmum upplýsingum um einhverja meinta refsiverða háttsemi í fjölmiðla og láta birta það á forsíðu," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segist ekki ekkert hafa heyrt í Stefáni í einhvern tíma.Stefán Logi er margdæmdur ofbeldismaður.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira