Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er mætt til bæjarins Växjö í Svíþjóð. Liðið lék sinn fyrsta leik í Kalmar í gær en leikirnir gegn Þýskalandi og Hollandi fara fram í Växjö.
„Växjö skilar sínu. Playstation-tölva og tómstundaherbergi," skrifaði miðvörðurinn Sif Atladóttir á Twitter í dag. Að sjálfsögðu fylgdi mynd af herlegheitunum og greinilegt að ekki mun væsa um stelpurnar á milli leikja.
Stelpurnar æfa í dag klukkan 15 að íslenskum tíma.
