Græn framtíð endurnýtir fyrir stærsta tryggingafélag Skandinavíu Heimir Már Pétursson skrifar 10. júlí 2013 15:16 "Samningurinn við Mondux er mikil viðurkenning fyrir Græna framtíð. Þetta er stórt skref fyrir jafn lítið fyrirtæki og sýnir að þau geta vel sótt á erlenda markaði þrátt fyrir harða samkeppni,“ segir Bjartmar Alexandersson, framkvæmdastjóri Grænnar framtíðar. Íslenska sprotafyrirtækið Græn framtíð hefur samið við Mondux, eitt stærsta tryggingafélag Skandinavíu, um endurnýtingu á smáraftækjum sem viðskiptavinir skila inn vegna tjóns. Bjartmar Alexanderson framkvæmdastjóri segir Græna framtíð tryggja endurnýtingu á öllum smáraftækjum Mondux, en Mondux er með starfsemi í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og nær samningurinn við Græna framtíð yfir starfsemi þess í öllum þremur löndum. „Þessi samningur hefur gert það að verkum að okkar fyrirtæki getur vaxið mjög hratt á Skandinavíumarkaði. Mun hraðar en við bjuggumst við. Við höfum verið á minni mörkuðum svo sem eins og í Færeyjum, Grænlandi, Nýfundnalandi og Álandseyjum,“ segir Bjatmar. Þetta hafi auðveldað þessu unga sprotafyrirtæki sem var stofnað árið 2009 að færa út kvíarnar enn frekar. Dennis Landbo Nielsen, forstjóri Mondux, segir að samstarfið við Græna framtíð feli í sér mikla möguleika fyrir félagið. Það gefi Mondux tækifæri á að öðlast grænar umhverfisvottanir og um leið efli það ímynd þess sem grænt fyrirtæki gagnvart viðskiptavinum og öðrum hagsmunaðilum á danska markaðinum. „Okkar sérhæfing er sú að við tökum í raun og veru ónýt eða biluð raftæki, gömul eða alveg ónýt og við komum þeim í endurnýtingu, ekki endurvinnslu,“ segir Bjartmar. En á þessu sé mikill munur en Græn framtíð sé í samvinnu við sérfræðinga á þessum sviðum í Evrópu og tekur við öllum smátækjum til enduervinnslu hér á landi. Tæki sem ekki sé hægt að gera við séu notuð í varahluti. Tækin séu sem sagt gjörnýtt. „Algjörlega og það er 21. aldar leiðin. Tuttugustu aldarleiðin var að endurvinna þessa hluti, ná í málmana, plastið og annað. Núna er þetta bara orðið svo rosalega mikið og Sameinuðu þjóðirnar telja að það falli til um 50 milljón tonn af rafeindaúrgangi á ári,“ áréttir Bjartmar. Þetta sé dæmi um grænt sprotafyrirtæki sem muni skapa sérhæfð störf hér á landi, en með samningnum við Mondux standi til að ráða fólk á Íslandi til að fara yfir tækin sem verði flutt frá Skandinavíu til Íslands. „Þegar við náðum þessum samningi í Danmörku sigruðum við fyrirtæki á heimsmarkaði sem er skráð í kauphöllinni í London og það sýnir það að íslenskt umhverfishugvit er samkeppnishæft í útlöndum,“ segir Bjartmar stoltur, enda aðeins um fjögur ár síðan hugmynd hans kviknaði í kjallaranum heima hjá honum. Mest lesið Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent Rekstur innan fjárheimilda Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Íslenska sprotafyrirtækið Græn framtíð hefur samið við Mondux, eitt stærsta tryggingafélag Skandinavíu, um endurnýtingu á smáraftækjum sem viðskiptavinir skila inn vegna tjóns. Bjartmar Alexanderson framkvæmdastjóri segir Græna framtíð tryggja endurnýtingu á öllum smáraftækjum Mondux, en Mondux er með starfsemi í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og nær samningurinn við Græna framtíð yfir starfsemi þess í öllum þremur löndum. „Þessi samningur hefur gert það að verkum að okkar fyrirtæki getur vaxið mjög hratt á Skandinavíumarkaði. Mun hraðar en við bjuggumst við. Við höfum verið á minni mörkuðum svo sem eins og í Færeyjum, Grænlandi, Nýfundnalandi og Álandseyjum,“ segir Bjatmar. Þetta hafi auðveldað þessu unga sprotafyrirtæki sem var stofnað árið 2009 að færa út kvíarnar enn frekar. Dennis Landbo Nielsen, forstjóri Mondux, segir að samstarfið við Græna framtíð feli í sér mikla möguleika fyrir félagið. Það gefi Mondux tækifæri á að öðlast grænar umhverfisvottanir og um leið efli það ímynd þess sem grænt fyrirtæki gagnvart viðskiptavinum og öðrum hagsmunaðilum á danska markaðinum. „Okkar sérhæfing er sú að við tökum í raun og veru ónýt eða biluð raftæki, gömul eða alveg ónýt og við komum þeim í endurnýtingu, ekki endurvinnslu,“ segir Bjartmar. En á þessu sé mikill munur en Græn framtíð sé í samvinnu við sérfræðinga á þessum sviðum í Evrópu og tekur við öllum smátækjum til enduervinnslu hér á landi. Tæki sem ekki sé hægt að gera við séu notuð í varahluti. Tækin séu sem sagt gjörnýtt. „Algjörlega og það er 21. aldar leiðin. Tuttugustu aldarleiðin var að endurvinna þessa hluti, ná í málmana, plastið og annað. Núna er þetta bara orðið svo rosalega mikið og Sameinuðu þjóðirnar telja að það falli til um 50 milljón tonn af rafeindaúrgangi á ári,“ áréttir Bjartmar. Þetta sé dæmi um grænt sprotafyrirtæki sem muni skapa sérhæfð störf hér á landi, en með samningnum við Mondux standi til að ráða fólk á Íslandi til að fara yfir tækin sem verði flutt frá Skandinavíu til Íslands. „Þegar við náðum þessum samningi í Danmörku sigruðum við fyrirtæki á heimsmarkaði sem er skráð í kauphöllinni í London og það sýnir það að íslenskt umhverfishugvit er samkeppnishæft í útlöndum,“ segir Bjartmar stoltur, enda aðeins um fjögur ár síðan hugmynd hans kviknaði í kjallaranum heima hjá honum.
Mest lesið Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent Rekstur innan fjárheimilda Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent
Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent