Leggja fram tillögu að uppbyggingu á SÍF-reitnum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 28. júlí 2013 20:21 Búseti hsf og Knattspyrnufélag Reykjavíkur hafa hug á að gera breytingar á skemmunni við Keilugranda 1 í Vesturbæ Reykjavíkur og vilja reisa fjölnota íþróttahús, íbúabyggð og almenningsgarð. Íbúðirnar verða í randbyggingu sem myndar skjólgarð en undir honum verður að finna bílakjallara. Miðað við frumdrög sem lögð hafa verið fram mætir tillagan þeim fjölda íbúða sem aðalskipulag leggur upp með. Þar er um að ræða 75 íbúðir í ýmsum stærðum. Á suðurhluta reitsins er gert ráð fyrir að rísi fjölnota íþróttahús sem verður að hluta til niðurgrafið þar sem markmiðið er að lágmarka sjónræn áhrif nýbyggingar að aðliggjandi byggð. Á þaki þessa íþróttahúss verður almenningsgarður. Samkvæmt hugmyndinni verður hægt að nýta hann til íþróttatengdrar iðkunar, til dæmis minigolf eða brettavöll.Jónas KristjánssonJónas Kristinsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags Reykjavíkur segir Búseta og KR hafa verið að ræða saman um SÍF-reitinn. „Við KR-ingar höfum verið í viðræðum við Búseta en einnig við borgina, síðan árið 2008, um hvernig megi nýta þennan reit og byggja hann upp, án þess að úr verði eitthvað skrímsli,“ segir Jónas. Búseti er húsnæðissamvinnufélag sem er rekið án hagnaðarsjónarmiða. Þörf félagsins á húsnæði í vesturbænum er mikil en af þeim 720 íbúðum á höfuðborgarsvæðinu eru engin innan póstnúmersins 107. Fulltrúar Búseta og KR telja að hér sé um að ræða verkefni sem gæti skapað gæði og verðmæti fyrir íbúa hverfisins ásamt því að efla starf og uppbyggingu KR. Þetta sé því ákjósanleg leið til að stuðla að styrkingu hverfistengdrar þjónustu borgarinnar, markmiðum aðalskipulags, ásamt því að bjóða upp á húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Borgarráð hefur nú vísað málinu til húsnæðishóps en hann á að skila tillögum sínum í september. „Hugmyndir okkar og þetta samstafsmódel með Búseta held ég að sé og verði mjög þarft og skemmtilegt. Við viljum tryggja það að Vesturbæingar fái fallega götumynd og áframhaldandi góða þjónustu frá KR,“ segir Jónas jafnframt. „Um leið lokast fyrir þær raddir sem stundum hafa heyrst um að hér eigi að rísa stór mannvirki. Hugmyndin er á frumstigi, en teikningarnar eru spennandi og vonandi hægt að vinna áfram með þær,“ segir Jónas að lokum. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Starfsmenn Bílanausts sendir heim Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Búseti hsf og Knattspyrnufélag Reykjavíkur hafa hug á að gera breytingar á skemmunni við Keilugranda 1 í Vesturbæ Reykjavíkur og vilja reisa fjölnota íþróttahús, íbúabyggð og almenningsgarð. Íbúðirnar verða í randbyggingu sem myndar skjólgarð en undir honum verður að finna bílakjallara. Miðað við frumdrög sem lögð hafa verið fram mætir tillagan þeim fjölda íbúða sem aðalskipulag leggur upp með. Þar er um að ræða 75 íbúðir í ýmsum stærðum. Á suðurhluta reitsins er gert ráð fyrir að rísi fjölnota íþróttahús sem verður að hluta til niðurgrafið þar sem markmiðið er að lágmarka sjónræn áhrif nýbyggingar að aðliggjandi byggð. Á þaki þessa íþróttahúss verður almenningsgarður. Samkvæmt hugmyndinni verður hægt að nýta hann til íþróttatengdrar iðkunar, til dæmis minigolf eða brettavöll.Jónas KristjánssonJónas Kristinsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags Reykjavíkur segir Búseta og KR hafa verið að ræða saman um SÍF-reitinn. „Við KR-ingar höfum verið í viðræðum við Búseta en einnig við borgina, síðan árið 2008, um hvernig megi nýta þennan reit og byggja hann upp, án þess að úr verði eitthvað skrímsli,“ segir Jónas. Búseti er húsnæðissamvinnufélag sem er rekið án hagnaðarsjónarmiða. Þörf félagsins á húsnæði í vesturbænum er mikil en af þeim 720 íbúðum á höfuðborgarsvæðinu eru engin innan póstnúmersins 107. Fulltrúar Búseta og KR telja að hér sé um að ræða verkefni sem gæti skapað gæði og verðmæti fyrir íbúa hverfisins ásamt því að efla starf og uppbyggingu KR. Þetta sé því ákjósanleg leið til að stuðla að styrkingu hverfistengdrar þjónustu borgarinnar, markmiðum aðalskipulags, ásamt því að bjóða upp á húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Borgarráð hefur nú vísað málinu til húsnæðishóps en hann á að skila tillögum sínum í september. „Hugmyndir okkar og þetta samstafsmódel með Búseta held ég að sé og verði mjög þarft og skemmtilegt. Við viljum tryggja það að Vesturbæingar fái fallega götumynd og áframhaldandi góða þjónustu frá KR,“ segir Jónas jafnframt. „Um leið lokast fyrir þær raddir sem stundum hafa heyrst um að hér eigi að rísa stór mannvirki. Hugmyndin er á frumstigi, en teikningarnar eru spennandi og vonandi hægt að vinna áfram með þær,“ segir Jónas að lokum.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Starfsmenn Bílanausts sendir heim Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira